Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 154

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 154
RITDÓMAR aðar dyr. Hún getur ekki fundið skjól hjá guði, til þess eru syndir hennar of stórar, ekki myndað tengsl við dóttur sína, ekki fengið manninn sem hún elskar, og ekki leitað til ættingja eða föðurímyndar. Þá, fyrir tilviljanir á tilviljanir ofan, opnast dyrnar allar í senn! Katrín tekur á sig sök dótturinnar um svívirðilegt guðlast og er ákærandinn hennar heittelskaði Jón Sig- urðarson, nýbakaður biskup og ofstæk- isfullur umbótasinni. Með því að fórna sér á eldinn bjargar hún dóttur sinni, fær öruggt athvarf í friðlausum huga Jóns Sigurðarssonar, og hlýtur fyrirgefningu á himninum. Hún þarf þó að farast tii að finna sér stað, en slíkt hið sama verður ekki sagt um dóttur hennar. Höfuðlausnin, ef svo má að orði kom- ast, er í sjónmáli sögunnar og birtist í persónunni Tófu sem í lokin stendur uppi með pálmann í höndunum. Lok sögunnar eru upphaf að lausninni. Tófa hefur alla tíð dvalið á ókennilegum mörkum. Uppruni hennar er óljós, trú hennar er óljós og meira að segja kyn- ferði hennar verður óljóst í æsku þegar tilvonandi ástmaður hennar heldur að hún sé strákur. Tófa er þegar stödd á milli „staða“. Alla sína tíð hefur hún haft útsýni yfir þær fölsku undirstöður sem menn eins og faðir hennar, Jón Sigurðar- son, byggja á. Allar hinar svokölluðu „stöður" eru þess vegna merkingarlaus- ar í hennar huga. Lengi vel er hún gagn- tekin reiði í hans garð, og samkvæmt kenningum Kristevu er það eitt skref í áttina til meðvitundar um eigin stöðu. I krafti reiðinnar býr hún sér þó ekki eigin stað í sátt við umhverfið. Það er fyrst þegar reiðin í garð Jóns sjatnar að hún uppgötvar vanmátt þeirra sem byggja kastala sína á sandi og með því eykst hennar eiginn máttur. Tófa fær það sem hún vill, hún nær í manninn sem hún elskar og lærir það sem hana langar. Um- fram allt er hún hvergi hrædd líkt og móðir hennar var alit þar til hún kastaði sér á eldinn. Eldfórnin er skýrlega framsett verk, en einkar margslungið. Lesandinn fyllist ekki ósvipaðri tilfinningu og aðalper- sónan, Katrín, gerir. Þrátt fyrir ná- kvæmni og skýrleika hékk ég yfirleitt í lausu lofti með bæði persónurnar og söguþráðinn, það var líkast því sem hlutirnir væru ekki eins og þeir sýndust. Það ferli sem Katrín gengur í gegnum kallast þannig ekki einasta á við upp- byggingu sögunnar allrar, heldur lestr- arreynslu mína einnig. Allir þessir niðurnjörfuðu merkingarstaðir í verk- inu leysast smám saman upp fyrir les- anda og er aldrei að vita hver útkoman verður. Hver og einn kemst líklega að sinni eigin niðurstöðu og verður lestur- inn sérlega spennandi fyrir vikið. Ragna Garðarsdóttir Allt um lífið vitni ber Kristján Þórður Hrafnsson. Jóhann vill öllum í húsinu vel ogfleiri sonnettur. Mál og menn- ing 1997. Lengi hafa gengið í munnmælum sögur af skáldum sem eignuðust öruggan sess í hjarta fólksins, hreiðruðu um sig undir koddum þess og voru lesin í þaula í ein- rúmi og á mannamótum. Dagar slíkra skálda hafa taiist löngu liðnir og örvænt um að þeir sneru aftur. En undanfarið ár hafa flogið fiskisögur af fólki í virðuleg- um matarboðum jafnt sem partýjum í andaslitrunum sem grípi til Jjóðabókar einnar og hefji lestur úr henni eða þylji ljóð utan bókar yfir hrifnum áheyrend- um. Þegar eitt hefur verið flutt grípur næsti bókina og heimtar að fá að lesa sitt uppáhaldsljóð og svo er jafnvel rifist um hvert þeirra sé best. Þetta fágæta hlutverk í samtímanum hefur ljóðabókin Jóhann vill öllum í hús- inu vel eftir Kristján Þórð Hrafnsson, lcver með 30 sonnettum sem saman gefa hlýlega og kímilega mynd af daglegu lífi höfuðborgarbúa með ungan mann í 152 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.