Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 98
KRISTJÁN B. JÓNASSON 3. Liggur vel Eitt sinn fór ég um aftanskeið austur að Kópaskeri. Hugurinn bar mig hálfa leið en hitt fór ég á grárri meri. Lausavísa I Lengi var það lenska í íslenskum ritdómum að tala um höfunda eins og knapa og verk þeirra eins og hross. Menn tóku tungumálið í tamningu, vöndu það við múl og síðar beisli og á fögrum vetrardegi áræddu þeir að leggja á og stíga í hnakkinn og komu sumir illa niður, fengu byltu eða rétt tolldu á stutta stund áður en þeir drusluðust af baki og urðu eftir úti í snjó- skafli á meðan bikkjan þeyttist burt með hnakkræfilinn hangandi undir kvið. Síðan voru það stórhöfundarnir sem hættir voru í tamningum en áttu kappfóðraða góðhesta hneggjandi við stall. Þeir fóru á bak eins og herra- menn og riðu engan frúargang heldur tóku þeir ritgæðingana „til kostanna“, fóru mikinn og höfðu til skiptanna draumaklára - já, þeir voru stundum með þrjá til reiðar og hestasveina sem horfðu á þegar lagðar voru við stengur og slegið í á beinum bakka svo klárinn „þrællá“. Enn er talað um að sögur „liggi vel“. Þær eru einskonar útreiðartúrar með hæggengum töltköflum en síðan gríðarlegum sprettum þess á milli. Helstu höfundar okkar eru reið- menn. Sigurvegarar í 500 metra skeiði. II Hrossatalið í bókmenntunum er í stíl við karlmennskuna sem átti lengi vel að lýsa af öllum bókmenntatextum. Bókmenntir áttu að vera eins og ræða eft ir ungmennafélagsfrömuð, full af frösum eins og „þessa lands“ eða „feykja burt lognmollunni“. í þeim átti karlmennskuandi kókaínneytenda frá alda- mótunum að svífa yfir vötnunum, það var eins og allir rithöfundar ættu að vera á spítti. Enn stingur þessi talsmáti upp kollinum þegar „geta“ höfundar- ins er til umræðu. Samkvæmt honum má heimfæra allar bókmenntir upp á getu karlhöfundarins til að barna en hins vegar eru bækur kvenhöfunda „börnin“ þeirra; hæfileikarnir á ritvellinum eru lagðir að jöfnu við ffjósem- ina. Þess vegna á lesandinn að „leika sér“ við bækur kvenna í stað þess að viðra sig upp við þær. Gagnrýnendur eru einskonar fóstrur þegar þeir Qalla um kvennabókmenntir en í nálægð karlabókmennta verða þeir annaðhvort elskhugar eða keppinautar í getunni. Ennþá hefur enginn ritað heildstæða fagurfræði þessa skoðunarmáta og það er synd því að rit sem fölskvalaust drægi upp mynd af samtengdum rásum hvata og texta gæti orðið þarft inn- 96 www.ram.is TMM 1998:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.