Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 75
SENDILL Þú ert flott, segir Steffí. Enginn stríðnisglampi í augunum. Að minnsta kosti kem ég ekki auga á neina meinfysni. Rauðka er í fangelsi í alvöru, segir Steffi. Rauðka, segi ég. Sanne, segir hún. Hún er kölluð Rauðka í Treptow. Já, út af hárinu, segi ég, en þetta er ekki hennar litur. Eða er hún svona rauðhærð á milli fótanna líka? Ekki hárið, segir StefFí, bullið í þér. Hún þrammar alltaf á fyrsta maí frá Oranientorginu niður á Kollwitztorg og affur til baka. Stríða löggunni eða hvað er þessi leikur aftur kallaður? Það er ekkert varið í það lengur, gríp ég fram í. Nei, segir Steffí með blik í auga. Ekkert miðað við það þegar við vorum ennþá framtíðin og foreldrar okkar byltingarfólk, bætir hún við. Ég veit að blikið er falskt. Þetta er blik '68 kynslóðar dótturinnar. Oh! Bitlingafólk, segi ég. Við hlæjum. Þetta er helgiathöfn hjá okkur. For- eldrahelgiathöfn. Þetta er úr lagi. Textinn eftir eitthvert skáld. Muhsam hét hann, held ég. Nafnið þýðir erfiði, í alvöru. Þetta var á eldgamalli plötu með gyðingasöngvum. Grúppan kallaði sig Plokkfiðluhansi. Og þannig hljómaði hún líka. En foreldrar okkar hlustuðu á þetta í þá daga: Byltingarmenn, bitlingamenn. Hún er kölluð Rauðka. Af því hún þrammar alltaf með kommunum. Ekki sérlega spennandi, segi ég. Hvað veist þú um það, segir Steffí, þú ættir að sjá foreldra hennar. Ef þeir væru foreldrar þínir gengirðu líka í kommaflokkinn. Elliheimilið? segi ég. Aldrei. Síðan hvenær er ég einhver kjöltupía fyrir gamla karla? Ég er í alvöru orðin fúl. Steffí er ömurleg. Nú klappar hún mér á kinnina. Hvaða, hvaða, segir hún, skiptir engu. Allt búið! Við teygjum báðar fram höndina effir glösunum okkar. Á slíkum augnablikum eru orð óþörf. Sem sagt, Rauðka er í fangelsi, segir Steffí. Hún var tekin á Heathrow með fíkniefni. Hvaða fíkniefni, segi ég, var hún með eitthvað í buddunni. Smáskít kannski? Eða var þetta síðsta E-taflan úr eldvarða skápnum ómelt? Rólegan æsing, segir Steffí, og leyfðu mér að klára að segja þér þetta. Hún átti þetta ekki, segir Steffí. Átti hún þetta ekki, segi ég fúllkomlega eins og bjálfi í framan. Nú dettur örugglega þetta litla sem gæjarnir hafa á milli lappanna undan þeim eins og þeir stara allir á mig. Ég er eins og þorskur í framan. Ég sé það sjálf í speglinum yfir barnum. Ég sný mér til allra hliða til að magna áhrifin. TMM 1998:3 www.mm.is 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.