Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 116
Þorsteinn Gylfason Er heimurinn enn að farast? I. Tíðarandi í aldarlok1 Mér er ætlað að blanda mér í skoðanaskipti sem farið hafa fram í vetur. í orði kveðnu snúast þau um póstmódernisma. Það er óvíst hvort þau gera það í raun og veru. Eitt meinið er að enginn veit almennilega hvað póstmódern- ismi er, og kem ég aftur að þeim vanda. Upptökin að þessum skoðanaskipt- um átti Kristján Kristjánsson í greinaflokki í Lesbók Morgunblaðsins og hafi hann þökk fyrir það.2 Ýmsir hafa tekið þátt í þeim.3 Af greinaflokknum mátti verða nokkurs vísari um Kristján Kristjánsson. Það er ekki amalegt í sjálfu sér. Um málefnið var að minnsta kosti Ijóst að Kristján var á móti því. Og póstmódernisminn sem hann var á móti átti að vera sjálfur tíðarandinn í aldarlok. Fyrir þúsund árum höfðu menn líka áhyggjur af tíðaranda í aldarlok. Þeir héldu að heimurinn væri að farast. Þess vegna kristnuðu þeir ísland og fleiri lönd í miklum flýti, og voru ekki endi- lega að vanda sig. Þeim lá á. Ég veit ekki hvort Kristján hefur sambærilegar aðgerðir í hyggju, og þá frá Akureyri frekar en úr Rómaborg. Samt hef ég gef- ið þessum lestri heitið sem hann hefur: „Er heimurinn enn að farast?“ Ef íslendingur vill fá nasasjón af því hvað póstmódernismi er á hann að lesa vandaða ritgerð eftir Ástráð Eysteinsson. Hún birtist í Tímariti Máls og menningarfy rir tíu árum.4 Þess má geta að Kristján vísar til þessarar ritgerð- ar í neðanmálsgrein. En hann notar sér hana ekki. í annarri neðanmálsgrein vísar hann til míns skerfs til rökræðu okkar Þorsteins Vilhjálmssonar eðlis- fræðings um afstæðishyggju, en notar sér rökræðuna hvergi.5 Þó snerta þess- ar þrjár ritgerðir grundvallaratriði í greinaflokki Kristjáns. Við nafnarnir rökræðum afstæðiskenningar um sannleikann, einkum vísindalegan sannleika. Eins og vænta má er ekki auðséð hvor okkar hefur betur eða hvort við höfum erindi sem erfiði. En hjá Kristjáni komast engar vangaveltur að. Hjá honum verður orðið ,afstæðishyggja’ að hrakyrði, og frá sjónarmiði hans reynist afstæðishyggja þar á ofan vera höfuðsynd póst- módernismans. Megn andúð Kristjáns á afstæðishyggju er ekki studd öðrum sýnilegum rökum en einni þreytulegri glefsu upp úr Sókratesi um að afstæð- ishyggjumaður hljóti að vera ósamkvæmur sjálfum sér. Sókrates og Platón 114 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.