Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 122
ÞORSTEINN GYLFASON Það er flókið sagnfræðilegt viðfangsefni að auðkenna nýöldina. Michel Foucault hefur lagt sitt af mörkum til þess verks á okkar tímum. Matthías Viðar Sæmundsson gerir það á sinn hátt í íslenskri bókmenntasögu,15 Einar Már Jónsson andæfir Matthíasi um sumt.16 Hvað sem þeim ágreiningi líður er það að sjálfsögðu viðtekin skoðun kennslubókanna á nýöldinni að þær aldir einkennist af vísindum sínum, tækni, iðnbyltingu, upplýsingu og sumir segja trúleysi. I þessu má raunar greina einn rauðan þráð sem er trúin á fram- farir, helzt á öllum sviðum mannlegrar viðleitni. Ég nefni þetta vegna þess að stundum er orðið ,póstmódernismi’ notað um greiningu á þessari framfaratrú og ýmsum fylgikvillum hennar, eða um gagnrýni á hana og tilraunir til uppreisnar gegn henni. Þetta hygg ég sé meg- inástæðan til þess að frönsku heimspekingarnir Foucault og Jean-Fran^ois Lyotard eru kallaðir póstmódernistar. Og af því að framfaratrúin er einkan- lega tengd við upplýsingaröldina (18du öld) kallar Mikael M. Karlsson póst- módernismann ,aflýsingu’ þegar vel liggur á honum. Hann er aflýsing upplýsingar. Einn af upphafsmönnum trúarinnar á fr amfarir var Voltaire. Sami Voltaire og dró dár að allri bjartsýni í Birtíngi. En framfaratrúin fékk ekki byr undir báða vængi fýrr en hann var allur. Það var á byltingarárunum, og kunnasti málsvari hennar var stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Condorcet. Hann er enn hafður í heiðri, meðal annars fyrir merkilegar uppgötvanir í kosningafræði. Framfaratrú Condorcets var að einu leyti ólík framfaratrú Voltaires og að sama skapi lík framfaratrú 19du og 20stu aldar. Hún var reist á ffamförum vísindanna og trúnni á frekari framfarir þeirra. Framfaratrú Voltaires var trú á siðferðilegar framfarir en ekki vísindalegar og hefur ekki lifað. Þar kemur einkum til að stjórnmálasaga 20stu aldar er einkanlega glæpasaga sem á sér enga hliðstæðu á fyrri öldum. Nú hvarflar ekki lengur að nokkrum manni að siðferði mannkynsins kunni að verða skárra eft ir hundrað ár en það er nú. Á hinn bóginn hefur trú Condorcets lifað. Vísindin eru að sjálfsögðu sú stofn- un nútímasamfélags þar sem allt miðar að framförum. Framfarir eru inn- byggðar í alla starfshætti þeirra og allt skipulag sem á þeim er. Ef önnur starfsemi en vísindin sjálf ræðst af þeim miðar hún líka að látlausum fram- förum eins og þau, til dæmis læknislist eða tölvutækni. Þessi ffamfaratrú okkar daga er svo römm að hún er yfirfærð þegjandi og hljóðalaust á mörg önnur svið þar sem vísindanna með sínar framfarir gætir annars mjög lítið. Til dæmis er hún yfirfærð á þjóðmál, einkanlega efnahags- mál og atvinnumál. Enginn stjórnmálamaður í vestrænu samfélagi kæmist upp með að afneita trúnni á framfarir atvinnulífs og hagkerfis. Og jafnvel þótt stjórnarandstaða hverju sinni haldi því fram að allt sé í kaldakoli af völd- 120 www.mm.is TMM 1998:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.