Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 25
LJÓSKUSAGA AF MÖLINNI bjó ég í versið „Og hún hamast enn að nýju eins og lest í Síberíu". Síðasta vísan átti að draga upp mynd aflokum vinnudagsins: Hún hreinsar vélina og raular eins konar lofsöng fyrir munni sér á meðan. Ég varpa fram þeirri spurningu hvenær hún geti loksins gengið út um opið hliðið á Ríkis- prentsmiðjunni, ætla einmitt að fara að gefa merki, ogþá er rimlatjöldunum rennt niður eins og verið sé að læsa hana inni. Mynd hennar er klippt burt - vonbrigðin finna sér tjáningu í síðasta versinu þar sem ég hvet hana til að stökkva út. Orðrétt stóð þar: „Ég gríp hana og hún er mín“. í þrjá sólarhringa lá kvæðið á eldhúsborðinu mínu - ég breytti nokkrum áleitnum rímorðum, lagfærði hrynjandina á stöku stað, þar til ég var orðinn ánægður og sendi ritverk mitt, ásamt beiðni um að hringt yrði í mig eftir klukkan sextán, til Stærsta Dagblaðsins, berist til þess sem um málið fjallar. Þessi bón mín var uppfyllt þegar daginn eftir. Hann spurði mig: „Funduð þér upp á þessu öllu sjálfur eða svindluðuð þér smávegis?” „Jú ... sjálfur náttúrlega,“ svaraði ég óöruggur af því að þetta voru fyrstu orðin sem ég sagði eftir að ég vaknaði. „Ja, ég skal segja ykkur það!“ Hann hló og lýsti því yfir að sér fyndist kvæðið stórkostlegt, svolítið ýkt á köflum - áður en hægt væri að ræða einstök smáatriði þyrfti reyndar að taka endanlega ákvörðun og það yrði gert uppi á ritstjórnarhæðinni þar sem kvæðið gengi einmitt manna á milli þessa stundina. Blaðið áskildi sér vitaskuld rétt til að stytta textann ef þess gerðist þörf, sem hann rökstuddi með því að benda á plássleysi. Hann boðaði væntanlega heimsókn sína ef hann þyrfti að skrifa sögu með kvæðinu, en það gengi ekki, eins og ég hafði óskað eftir, að kvöldlagi heldur einungis klukkan þrjú síðdegis þegar fólksmergðin streymdi út um hliðið, af því að hann kæmi ekki einsamall heldur með ljósmyndara. Vegna smáatriðanna, þrefaði hann áffam, þætti honum auðvitað betra að við hittumst strax klukkan tvö. Þá væri hægt að taka myndirnar í lokin. Ég sá sjálfan mig í anda sitja óútsofinn með bláókunnugu fólki í eldhúsinu og samþykkti. Klukku- stund síðar var hann aftur í símanum: „Ritstjórnin hló meira að segja. Stökkva út . . . !“ Framhald ræðunnar var óskiljanlegt, nema umsaminn fundartími. Ég svaf órólegum svefni með tálsýnum og málmhljóðum og þegar ég vaknaði sat ég í árdegishitanum við opinn eldhúsgluggann. Á gangstéttinni hinum megin gengu tuttugu dvergar milli tveggja tröllkvenna. Það var verið að sýna fjögurra ára samborgurum heiminn. Þau toguðu hvert í annað, stympuðust eða orguðust á, öldungis upptekin af sjálfum sér. „Stopp!“ æpti sú sem fyrir hópnum fór inn í kyrrð rauða umferðarljóssins. Hún sneri sér við og benti útréttum handlegg á gríðarmiklar framkvæmdirnar við nýbyggingu glerálmunnar. Krílin urðu að fara að dæmi hennar og standa TMM 1998:3 www.mtn.is 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.