Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 107
SJÖ LYKLAR AÐ EINNl SKRÁ Hann er fangelsi lesanda sem þráði svo röð og reglu að hann lokaði sjálfan sig að endingu inni til að sanna að einhversstaðar væri allt með felldu. II Verkið heldur mér en það gerist ekki alltaf á sama hátt. Sumir textar heilla vegna sinna yfirskyggðu staða en aðrir vinna mig með áhlaupi, líkt og væri ég umsetin borg. Stundum les ég textann eins og dulhyggjumaður, stundum eins og herstjórnandi. Fyrrnefndi lesandinn í mér vill að verkið ljósti sig eins og elding. Sá síðarnefndi vill leggja textann á höggstokkinn. Dulhyggjumað- urinn í mér les bók á bók ofan í von um að verkið framkvæmi það ómögulega og umbreyti sér sjálfu í hönd, leiftur eða blæðandi und sem ýmist slær mig, lýstur eða baðar með græðandi vessum uns ég er skilinn eftir með óvefengj- anleg tákn á búknum um að sá sem „heldur svo vel“ hafí heimsótt mig og tek- ið í lurginn á mér. Hinn náunginn vill ráðast á verkið og „salla það niður“, berja á því en ekki vera barinn sjálfur. Nietzsche þekkti þessa tvo menn en leit ekki á þá sem lesendur heldur sem höfunda. Sá seinni líkamnaðist í Machia- velli, kanslaranum í Flórens sem beitti setningum fyrir sig eins og sverði, en um hinn var heimspekingurinn fáorðari. Hann gat ekki einu sinni nafn- greint hann en hitti þó á gagnlega líkingu þegar hann líkti texta þessa óskírða manns við dumbt hljóðið þegar dropar falla niður úr þakinu í rökum helli. Við getum kallað hann Frans frá Assísí. Hátt uppi í Appenínafjöllum á Ítalíu, þar sem Toskanahérað og Le Marche liggja saman, er staður sem nefndur er La Verna. Þangað kom Frans til að búa einn með Drottni sínum, til að nema hljóð vindsins og fuglanna en síðast en ekki síst til að fasta, til að liggja um nætur á klöpp innst inni í litlum og rökum helli þar sem lítil buna vellur fram úr berginu og þar inni í skútanum lá hann á grúfu og hugleiddi steina á fastandi maga. Það fór ekki vel um hann þarna á grjótinu. En þegar hann hafði legið þar nógu lengi og beðið nógu heitt var sem hann yrði sjálfur að steini; þó ekki hörðum steini heldur lifandi bergi sem nam mál dýra og skildi söng fugla og gat fundið í hverri taug hvernig trén í Toskana uxu og hvernig grasið bylgjaðist í snörpum austanvindinum. Þannig lá hann uns þar kom að kvöldi annars dags að undarlegan ljóma lagði framundan fjallsenninu og yfir hann hvelfdist sársauki öðrum sárari: áður en varði höfðu sár frelsarans orðið hans; á höndum, fótum og á síðu blöstu við blóðugar undir, - hann skildi að honum hafði orðið að ósk sinni: Það sem ritað var í Palestínu 1200 árum fýrr var nú orðið að benjum hans. Sjaldan hefur texti haldið nokkrum manni af jafn mikilli ákefð. Sjaldan hefur nokkur lestur „gripið“ lesandann jafn föstum tökum. Enginn herstjórnandi megnar að kúga textann til svip- aðrar hlýðni. Engin sverðalög rista svo djúpt. TMM 1998:3 www.mm.is 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.