Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 98

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 98
96 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 breyttust en tildrögin má rekja til margþættrar alþjóðlegrar þróunar og hugmyndafræðilegra átaka á vettvangi menntaumbóta (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1992; Sigurjón Mýrdal, 1992). Einungis verður drepið á nokkur einkenni þessarar sýnar á kennaramenntun og leitast við að útskýra hvernig þau tengjast nýjum skilgreiningum á starfshæfni kennara. Í fyrsta lagi beindist athyglin að hugsun og sannfæringu kennara frekar en athöfnum. Starf kennarans þótti flóknara en svo að það nægði að kunna til verka í kennslustofunni; hugsanir um starfið skiptu ekki minna máli en verksvit. Um slíkar hugmyndir kennara – eða hugmyndafræði – hefur töluvert verið skrifað hér á landi á undanförnum áratugum og hafa ýmist verið notuð hugtökin fagvitund, uppeldissýn, starfskenning eða sannfæring (Hafdís Ingvarsdóttir, 2001; Handal og Lauvås, 1983; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002; Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993). Er þá vísað bæði til þekkingar og reynslu sem kennaraneminn eða kennarinn öðlast í námi og starfi og persónulegra gilda og viðhorfa sem hafa mótast á uppvaxtar- og fullorðinsárum. Í öðru lagi var námshugtakið í kjarna umræðunnar um þróun fagmennsku og fagvitundar kennara. Rannsakendur beindu athyglinni ekki síður að símenntun kennara í starfi en að formlegri kennaramenntun, og þá einkum að því að kanna og ræða hvernig þeir þroskast faglega í starfi. Mikilvægt þótti að kennarar þróuðu eigin „starfskenningu“; ekki aðeins þeirra sjálfra vegna heldur einnig í þeim tilgangi að þróa og bæta skólastarf (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1992). Leiðsögn í námi og starfi þótti æskileg leið til að efla starfskenningu kennara og gera þá meðvitaðri um eigin þekkingu og hugmyndir (Handal og Lauvås, 1983). Hugtakið ígrundun varð lykilhugtak í umræðunni (Schön, 1983) en litið er á ígrundun sem forsendu þess að kennarinn eða kennaraneminn verði meðvitaður um eigin starfskenningu og takist á við hana og vaxi þannig sem fagmaður í starfi. Í skrifum sínum um þróun persónulegra kenninga kennarans – eða innri heilda (e. gestalt) – vísa hollensku fræðimennirnir Korthagen og Kessels (1999) til skemahugtaks Piagets, enda er ljóst að hugmyndir um þróun persónulegrar starfskenningar, fagvitundar eða uppeldissýnar hafa mörg einkenni hugsmíðahyggju. Einstaklingar eru taldir móta sjálfir – á grundvelli fyrri þekkingar og reynslu – eigin viðhorf og skilning með því að ígrunda eða ræða við leiðbeinendur og samstarfsmenn sína um viðfangsefni og vandamál í starfinu (Handal og Lauvås, 1983; Schön, 1983). Enda þótt notkun hæfnihugtaksins í tengslum við kennaramenntun hafi um áratugaskeið vikið fyrir umræðunni um fagmennsku kennara eru dæmi um að skilgreiningin á starfshæfni kennara hafi strax á níunda áratugnum verið tekin til endurskoðunar í ljósi nýrrar fræðasýnar. Norski fræðimaðurinn Erling L. Dale (1989) skilgreinir þrenns konar kennarahæfni (n. lærerkompetanse): 1) hæfni í að kenna, 2) hæfni í að móta kennsluáætlanir og 3) hæfni í að þróa og ræða eigin kenningar um starfið. Forsenda síðastnefndu hæfninnar er að kennarar nái valdi á fræðilegum hugtökum sem tengjast menntun og geti þar með tekið þátt í gagnrýninni umræðu um markmið sín, inntak og aðferðir í kennslu. Auk þess heldur hann því fram að ígrundaðar athafnir, rökstuðningur og svigrúm fyrir sjálfstæði kennarans séu grundvallarþættir í þróun slíkrar starfshæfni kennara og vísar bæði til Schöns og Deweys í því sambandi. Hæfnihugtakið hefur á undanförnum áratug verið tengt áherslunni á fagmennsku kennara (Dale, 2003; Hjort, 2006; Korthagen, 2004; Løvlie, 2003). Hefur það bæði verið notað til að skilgreina þær faglegu kröfur sem gera þarf til kennarastéttarinnar og til kennara sem einstaklinga. Ekki nægir að kennarar öðlist bæði fræðilega og hagnýta þekkingu og tileinki sér mannúðleg viðhorf. Þeir þurfa auk þess að læra – samkvæmt skilgreiningum á hæfnihugtakinu – að beita þekkingunni og viðhorfunum í starfi; ekki eingöngu í sýnilegum athöfnum heldur einnig í hugsunum um nám og kennslu. En eins og áður hefur verið nefnt felur nám, skilgreint sem breyting á hæfni, í sér Ragnhildur Bjarnadóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.