Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 58

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 58
 Þjóðmál SUmAR 2014 57 og ætlun mín með þessari grein er að færa rök fyrir þeirri skoðun . Kynjafræðin er pólitísk Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með kynjaumræðu síðustu ára að meðal feminista er sú skoðun ríkjandi að konur séu í veikari stöðu en karlmenn í nær öllum aðstæðum og því stöðugt í hættu á að verða fyrir kúg- un eða ofbeldi . Þetta viðhorf er einnig áberandi í feminískum rannsóknum . Starf kynjafræðinga og annarra feminískra fræði- manna við Háskóla Íslands er hápólitískt; það snýst ekki um þekkingarleit heldur um að staðfesta þessar hugmyndir . Gengið er út frá því sem staðreynd að flest félagsleg fyrirbæri megi skýra í ljósi valdaójafnvægis milli samfélagshópa, einkum kynjanna, og rannsóknir miða oft að því að sýna fram á að samfélag okkar einkennist af kven- fyrirlitningu . Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að það er ekki bara mitt mat að kynjafræðin í Háskóla Íslands byggist á hugmyndafræði feminismans, því að Þor- gerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og fyrrum deildarforseti Stjórnmála fræði- deildar, skilgreinir kynjafræði beinlínis sem „akademiskan feminisma“ .2 Þetta er sam- bæri legt við þá skoðun að stjórnmála fræði sé „akademísk frjálshyggja“ eða þjóðfræði „akademísk þjóðernishyggja“ . Það er kannski ekki að undra að einhverjir telji pólitísk markmið grunnþætti menntunar ef sú skoðun sætir engri gagnrýni að hlutverk háskóla sé að uppfóstra pólitíska hreyfingu . Dæmi um íslenska kynjafræðirannsókn Það þarf langa leit og ítarlega til að finna íslenska kynjafræðirannsókn sem á eitthvað skylt við vísindi . Algengast er að rannsakendur gefi sér niðurstöðurnar fyrst og taki svo viðtöl við nokkra einstaklinga sem líklegir eru til að gefa svör sem styðja þær niðurstöður sem ætlað er að ná fram . Sjaldan er reynt að breiða yfir þessar aðferðir, enda eru þær álitnar eðlilegar innan kynjafræðinnar . Í inngangi ritgerða er oft tekið fram að gengið sé út frá feminískri hugmyndafræði eða öðrum tengdum hug- myndum sem engin sátt ríkir um, hvorki innan vísindasamfélagsins né meðal al- menn ings . Túlkun gagnanna minnir svo iðu lega meira á skáldskap en vísindi . Líklega er þekktasta kynjafræðirannsókn, sem gerð hefur verið á Íslandi, rannsókn Thomasar Brorsen Smidt, þáverandi meist- ara nema í kynjafræði og fyrrum ráðs- konu Feministafélagsins, á klámi á vinnu- stöðum Reykjavíkurborgar . Viðtöl voru tekin við fimm einstaklinga sem töldu sig hafa orðið vara við klámfengið tal og kynferðislega áreitni á vinnustöðum borg- ar innar . Fimm handvalda einstaklinga af þeim tíu þúsund sem starfa hjá borg inni . 2 Sjá viðtal Ingvars Ómassonar við Þorgerði Einarsdóttur https://www .youtube .com/watch?v=qL2ZwSA3_T8 . S tarf kynjafræðinga og annarra feminískra fræði manna við Háskóla Íslands er hápólitískt; það snýst ekki um þekkingarleit . . . Gengið er út frá því sem staðreynd að flest félagsleg fyrirbæri megi skýra í ljósi valdaójafnvægis milli samfélagshópa, einkum kynjanna, og rannsóknir miða oft að því að sýna fram á að samfélag okkar einkennist af kvenfyrirlitningu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.