Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 81
80 Þjóðmál SUmAR 2014 leiðtogafundum með Gorbatsjov að binda friðsamlega enda á kalda stríðið . Thatcher hafði átt sinn þátt í að til fundanna var boðað þótt hún sæti þá ekki (stundum sér til nokkurrar armæðu) og lagði þannig sinn skerf af mörkum til uppgjafar Sovétmanna í afvopnunarmálum á leiðtogafundum í Genf, Reykjavík og Washington . Hún átti því í raun sinn þátt í að sigra í kalda stríðinu — og það á friðsamlegan hátt . Þótt friðsamlegur sigur Vesturlanda væri tryggður á þessum leiðtogafundum batt hann ekki enda á kommúnismann . Raunar töldu Sovétmenn að fundirnir væru liður í viðleitni Gorbatsjovs til að losa komm ún- ismann við innri spennu og álag með því að beina ríkisútgjöldum frá hernum til annarra verkefna og með því að laða fram aðstoð og fjárfestingu frá Vesturlöndum og stuðla þannig að vexti og umbótum í borgaralega hluta hagkerfisins . Þetta var skynsamleg stefna . Nú vitum við hins vegar að perestroikan [stefna Gorbatsjovs] mis heppnaðist og kommúnisminn féll . Umbóta-kommúnisminn leið undir lok vegna samkeppni frá endurlífguðum kapítal- isma á Vesturlöndum — þar átti Thatcher ekki minni hlut að máli en Reagan . Thatcher hafði verið veikari aðilinn í Reagan-Thatcher-sambandinu um her mál og utanríkismál . Hún tókst á við Reagan og stundum bar hún sigur úr býtum — til dæmis þegar rætt var um sovésk ar gasleiðslur — en almennt var það hann sem ákvað meginstefnuna sem hún fylgdi í stórum dráttum . Miðað við hlutfalls- legan stærðarmun hagkerfa ríkja þeirra tveggja hefði sama lögmál átt að gilda varðandi efnahagsstefnuna . Málum var hins vegar ekki þannig háttað . Ástralinn Owen Harris, hinn virti ritstjóri tíma ritsins National Interest, hélt því einu sinni fram að greindi Thatcher og Reagan á um efna- hagsmál yrði líklega fremur litið á hana sem mikilvægari og áhrifameiri um bótamann í efnahagsmálum . Það virðist æ líklegra að þannig verði litið á þetta í sögulegu ljósi . Enn má spyrja, hvers vegna? Í fyrsta lagi vakti endurreisn bresks efna- hagslífs á níunda áratugnum meiri að dáun vegna þess að hún stóð í upphafi á veik- ari efnahagslegum grunni og að henni var framfylgt í vinstrisinnaðra landi . Þá var and staðan við Thatcher harðari . Þegar hún réðst í endurskipulagningu á vinnu mark- aðn um þurfti hún til dæmis að sigrast á andstöðu hikandi íhaldsmanna, „hey brók- Efnahagsþróunin í Bretlandi og Bandaríkjunum varð að táknmynd þess árangurs sem mátti ná með frjálsu mark aðs- hagkerfi á ótrúlega stuttum tíma . . . Þótt hugmynda fræðin væri mjög svipuð var ekki staðið eins að útfærslunni í ríkjunum tveimur: í Banda- ríkjunum var lögð höfuðáhersla á skatta lækk anir en í Bret- landi á einkavæðingu . Sé litið á þetta tvennt sem alþjóð lega markaðsvöru sigraði einka- væðingin í þeirri samkeppni og hún höfðaði bæði til manna í ríkjum þriðja heimsins og í fyrrverandi kommúnista ríkjum þar sem óarðbær ríkisfyrirtæki ollu búsifjum . Þegar ráðist var í einkavæðingu skilaði það árangri á undraskömmum tíma .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.