Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 67
66 Þjóðmál SUmAR 2014 Nei, hann var ungur maður þegar hann talaði við þig . Ja, ég var líka ungur þegar ég talaði við hann! segir Miller og hlær . Það eru samt engin ellimörk á þessu leik- skáldi . Þó Miller verði 68 ára í næsta mán- uði er hann kvikur eins og strákur og vel farinn í andliti . Hann er einstaklega geðugur maður, Miller . Stilltur en ákveðinn í tali: hann er alvörugefinn og þó spaugsamur og þegar honum er skemmt brosa augun . Mest finnur maður þó fyrir einlægninni í fari þessa skarpleita manns og það er ekki til í honum sperrirófa . Hann er afar hávaxinn og grannholda, en karlmannlegur og skín af honum hreystin . Íbúðin er lítil og tómleg . Það má kalla hún sé mitt á milli Brooklyn, þar sem Miller ólst upp, og Broadway, þar sem leikrit hans lifa . Og hún er ekki heldur langt frá glæsi- íbúðinni sem hann flutti eitt sinn í með brúði sína, Marilyn Monroe . Það var aðeins nýlega sem ég keypti mér þessa íbúð, segir Miller . Ég hef ekki átt hús í New York í langan tíma og hafði engan hug á því að kaupa mér þessa íbúð, en ég neyddist til þess . Það var orðið ómögulegt að fá inni á almennilegu hóteli í New York: það er alltaf allt yfirfullt af túristum hér og maður þarf helst að panta sér herbergi langt fram í tímann . Hér í eina tíð gat maður komið eins og ekkert væri og fengið gott herbergi samdægurs . En því er sumsé ekki að heilsa lengur — og ég keypti mér þessa litlu íbúð til að eiga hér vísan samastað . Ég get ekki sagt fyrir hvenær það dettur í mig að gista New York . Ég kem þegar mér sýnist og fer þegar mér sýnist . Í íbúðinni er stofuborð ágætt sem Miller hefur smíðað sjálfur . Hann er völundur og eyðir margri stundinni á búgarði sínum í glímu við smíðisgripi . Engar bækur eru sjáanlegar, en á veggjum hanga nokkur snotur málverk . Það er dóttir mín sem hefur málað þessar myndir, segir Miller . Hún er býsna góður málari, finnst þér ekki? Ég spyr hvort börnin hans hafi sloppið blessunarlega við sviðsljósið — en í því hringir síminn og MiIIer bregður sér í hitt herbergið . Hann talar góða stund í símann . Þetta var útgefandi minn, segir Miller, þegar hann hefur lagt á . Við ætlum að hittast með kvöldinu; ég er með handrit að nýrri bók handa honum . Nú? Já, hún verður gefin út í janúar, trúi ég . Ég skrifaði hana í Kínaförinni . Sölumaður í Peking, heitir hún . Ég fjalla þar um vinnu mína með þeim kínversku mönnum sem ég hjálpaði að setja Sölumaður deyr á svið í vetur . Og hvað fannst kínverskum um Sölu­ mann inn? Þeim fannst allt gott um Sölumanninn, held ég . Ég dvaldi eina tvo mánuði í Kína að vinna að uppfærslunni og eiginlega strax eftir frumsýninguna í Peking var leikritið sett á svið í fjórum öðrum stærstu borgum landsins . Leikritið fjallar um ýmis grund- vallarsjónarmið í fjölskyldulífinu, sjáðu, og það hefur átt við Kínverjana, því að þeir fundu upp fjölskylduna! Varstu ekkert smeykur um að Kínverj arn- ir væru að nota leikritið til að bregða upp vondri mynd af Bandaríkjunum? Nei, það hvarflaði ekki að mér . Það er, held ég, ekkert leyndarmál að Vesturlönd (og raunar allur heimurinn) glíma við þann vanda, hvernig þjóðfélagið geti best þjónað manninum . Miller þagnar . Þetta leikrit mitt, segir hann, fjallar líka um samtímamanninn og erfiðleika hans við að finna ástæðu og tilgang fyrir tilvist sinni . Og það á við um Svíþjóð, Ítalíu, England og Bandaríkin og það á líka við um Kína, held
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.