Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 69

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 69
68 Þjóðmál SUmAR 2014 þessa tillögu og er skemmst frá því að segja að Miller stóð sig eins og hetja, sópaði til sín verðlaunum fyrir skólaleikrit sín og út- skrifaðist með BA-gráðu í leikritagerð árið 1938 . Í skóla þessum kynntist hann fyrstu eiginkonu sinni, Mary . Vegna góðrar frammistöðu í háskóla átti Miller ekki í vandræðum með að fá vinnu við leikrita gerð hjá „The Federal Theater Project“ . Skrifaði Miller leikrit þar dag langt, en á kvöldin samdi hann uppá eigin spýtur . Félagsskapur þessi lagði upp laupana árið 1940 og fékk Miller þá vinnu næstu árin við að semja handrit að útvarpsþáttum . Þá var hann fenginn til þess að vinna handrit að heimildarkvikmynd nokkurri um stríðið og af því varð til bókin Situation Normal sem þykir ágæt heimild um hermannalíf í Bandaríkjunum . Árið 1945 fékk Miller loks frumsýnt eftir sig leikrit . Það var níunda leikrit hans, The Man Who Had All the Luck, sem fékk hrak- lega útreið á Broadway og gekk einungis í fjóra daga . Sneri Miller sér þá að skáld- sagnagerð og samdi skáldsöguna Focus sem fjallar um gyðingahatur og þótti hin merkasta bók á sínum tíma og fékk mikla umfjöllun í blöðum . Um þær mundir byrjaði Miller að semja raunsæislegt leikrit í anda Ibsens . Allir synir mínir (All My Sons) nefndi hann það og sló í gegn á Broadway árið 1947 . Miller varð frægur maður og verðlaunahöfundur (Drama Critic Award) . Tveimur árum síðar var svo Sölumaður deyr (Death of a Sales­ man) frumsýndur og fékk Miller þá aftur verðlaun leiklistargagnrýnenda, svo og Pulitzer-verðlaunin . Fimm árum síðar var The Crucible (Eldraunin / Í deiglunni) frum sýnt við mikla athygli . Verkið það gerist í bænum Salem, Massachusetts, árið 1692 og fjallar um frægar nornaveiðar með beinni skírskotun til uppgangs McCarthys í Banda- ríkjunum á þeim árum . Miller segir: Á skólaárum mínum hafði ég lesið mikið um nornaréttarhöldin í Salem . Þegar McCarthy kom til skjalanna rifjaðist allur sá lestur upp fyrir mér, því að margar fleygustu setningar McCarthys voru eins og stolnar útúr munni nornaveiðaranna í Salem . Þeir karlar stóðu upp á mannamót- um og sögðu: Við vitum um alla þá sem eru sekir, en rétti tíminn til að fletta ofanaf þeim er ekki kominn ennþá! Þetta varð til að skapa spennu í bænum, því auðvitað vissu þeir ekki neitt, en þeir vildu láta líta svo út sem ekkert færi framhjá þeim . McCarthy beitti sömu aðferðum — að koma inn sektartilfinningu hjá fólki og skapa öryggisleysi og sá tortryggni . Í kjölfarið fór veiklundað fólk að ímynda sér ýmsa fjar- stæðu og setja eitt og annað í samhengi sem átti sér enga stoð í veruleikanum . Á slíkum forsendum var fólk brennt á báli í Salem . Seinna var Arthur Miller kallaður fyrir óamerísku nefndina svokölluðu . Í þeim yfirheyrslum munu hafa verið lesnir upp kaflar úr fyrrnefndu samtali Matthíasar Johannessen til vitnis um að enginn væri Miller nú kommúnist inn . En hvað var það sem gaf óamerísku nefndinni höggstað á honum? Miller segir: Ég hafði gefið út margar yfirlýsingar um eitt og annað og verið viðloðandi í ýmsum samtökum í 15 ár, en ég held ekki að þeir hefðu farið að skipta sér af mér, ef ég hefði ekki kvænst Marilyn . Þeir höfðu nóg tilefni til að vega að mér áður, ef þeir hefðu haft einhvern áhuga á því . Sjáðu til, þessir menn höfðu verið á forsíðum dagblaða í mörg ár, en fólk var farið að missa athyglina og málið að verða innblaðsmatur . Þegar ég kvæntist Marilyn gripu þeir náttúrlega upplagt tæki- færi að komast á forsíðurnar aftur . Þetta voru slungnir náungar, þeir stíluðu yfirheyrslur uppá ákveðna daga sem þeir héldu að lítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.