Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 29
28 Þjóðmál SUmAR 2014 Áframhaldandi útflutningur raforku Íslendingar flytja nú þegar út 80% af þeirri raforku sem unnin er í landinu . Stærstur hluti útflutningsins fer fram í formi áls en kísiljárn og aflþynnur eru önnur mikilvæg dæmi . Nýjasta viðbótin er gagnaver þar sem rafmagnið er flutt út í formi gagnaflutnings um sæstrengi — í þessu tilfelli ljósleiðarasæstrengi . Raf magns - sæs trengur væri að þessu leyti leið til að auka út flutningsverðmæti af auðlind um þjóðar- innar með aðgengi að nýjum mark aði á sama hátt og þegar sérunnið íslenskt sjávar- fang kemst inn á nýjan fiskmarkað erlendis . Það er enn of snemmt að segja til um hvort sæstrengur sé hagkvæmur kostur fyrir Ísland . Umfang virkjanaframkvæmda, breyt- ingar á flutningskerfi innanlands og áhrif á íslenskt efnahagslíf og náttúru þarf að kanna frekar . Á næstu misserum gefst tækifæri til að skoða verkefnið nánar, afla gagna og fram- kvæma þær rannsóknir sem þarf til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið . Þetta var samhljóða álit þver faglegs ráð- gjafarhóps iðnaðar- og viðskipta r áðherra og síðar atvinnuveganefndar, umhverfis- og sam göngunefndar og efna hags- og við - skiptanefndar Alþingis . Sæstrengur verður lagður frá Íslandi í framtíðinni þótt það gerist hugsanlega ekki á allra næstu árum . En staðan í orkumálum Evrópu, og þau óleystu vandamál sem Bretar standa frammi fyrir, hafa í grundvallaratriðum breytt tækifærinu frá því sem það var fyrir 10 árum þegar síðast var hugað að sæstreng . Ennfremur eru vænlegar horfur á að skipting á áhættu og ávinningi geti í þetta skiptið orðið Íslendingum mjög í hag . Með hnattrænni hlýnun ásamt miklum fram-förum í hjólabúnaði, auknum útivistaráhuga, sveigjanlegri vinnutíma og minni líkamlegri erfiðis- vinnu hafa sífellt fleiri Íslendingar nýtt færið til hjól- reiða sér til mikillar ánægju . En þá hafa tilgerðarlegir borgarfulltrúar og fleiri stjórnlyndir pólitíkusar ákveðið að spilla ánægjunni með því að gera reiðhjólið að lógói fyrir pólitíska hugmyndafræði um hvernig fólk á að haga lífi sínu . Í stuttu máli má segja að þessi stefna snúist um að gera öll mál að skipulagsmálum, allt frá því hvernig þú ferð í vinnuna og hvað og hvar þú kaupir í matinn . Öll mál eru skipulagsmál . Öll völd til skipulags ráðanna . Eins og gengur með stjórnmálamennina sem vilja segja öðrum fyrir verkum eru þeir oft svo uppteknir af því að leiðbeina almúganum að þeir gleyma sjálfum sér . Þannig þurfti að gera sérstaka leit að hjól reiðamanni á landsfundi vinstri grænna, forseti borgarstjórnar hélt bíllausa daginn hátíðlegan með því að láta aka sér um á embættisbifreið borgarinnar og sá borgarfulltrúi sem mest hefur masað um hjólreiðar mætti einn vetur á Boeing á borgarstjórnarfundi . Nú eru auðvitað til mjög miklir áhugamenn um alls kyns farartæki og ekkert að því að hver hafi sína frí merkjasöfnun og stofni jafnvel félagsskap um málið . Þannig er t .a .m . til „Félag íslenskra bifreiðaeig- enda“ . . . Fólkið sem segist hafa áhuga á hjólreiðum, gönguferðum og niðurgreiddum strætó ferðum stofnaði hins vegar ekki „Félag íslenskra hjól reiða manna og strætó farþega“ heldur „Samtök um bíl laus an lífsstíl“ . Sam tökin stefna ekki að jákvæðu og upp byggi legu starfi heldur snýst félagið um óþol gagn vart öðru fólki . Og þess vegna vill það fá skipulagsvaldið og að öll mál séu skipulagsmál . Vef-þjóðViljinn, andriki .is, 27 . maí 2014 Allt vald til skipulagsráðanna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.