Þjóðmál - 01.06.2014, Page 29

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 29
28 Þjóðmál SUmAR 2014 Áframhaldandi útflutningur raforku Íslendingar flytja nú þegar út 80% af þeirri raforku sem unnin er í landinu . Stærstur hluti útflutningsins fer fram í formi áls en kísiljárn og aflþynnur eru önnur mikilvæg dæmi . Nýjasta viðbótin er gagnaver þar sem rafmagnið er flutt út í formi gagnaflutnings um sæstrengi — í þessu tilfelli ljósleiðarasæstrengi . Raf magns - sæs trengur væri að þessu leyti leið til að auka út flutningsverðmæti af auðlind um þjóðar- innar með aðgengi að nýjum mark aði á sama hátt og þegar sérunnið íslenskt sjávar- fang kemst inn á nýjan fiskmarkað erlendis . Það er enn of snemmt að segja til um hvort sæstrengur sé hagkvæmur kostur fyrir Ísland . Umfang virkjanaframkvæmda, breyt- ingar á flutningskerfi innanlands og áhrif á íslenskt efnahagslíf og náttúru þarf að kanna frekar . Á næstu misserum gefst tækifæri til að skoða verkefnið nánar, afla gagna og fram- kvæma þær rannsóknir sem þarf til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið . Þetta var samhljóða álit þver faglegs ráð- gjafarhóps iðnaðar- og viðskipta r áðherra og síðar atvinnuveganefndar, umhverfis- og sam göngunefndar og efna hags- og við - skiptanefndar Alþingis . Sæstrengur verður lagður frá Íslandi í framtíðinni þótt það gerist hugsanlega ekki á allra næstu árum . En staðan í orkumálum Evrópu, og þau óleystu vandamál sem Bretar standa frammi fyrir, hafa í grundvallaratriðum breytt tækifærinu frá því sem það var fyrir 10 árum þegar síðast var hugað að sæstreng . Ennfremur eru vænlegar horfur á að skipting á áhættu og ávinningi geti í þetta skiptið orðið Íslendingum mjög í hag . Með hnattrænni hlýnun ásamt miklum fram-förum í hjólabúnaði, auknum útivistaráhuga, sveigjanlegri vinnutíma og minni líkamlegri erfiðis- vinnu hafa sífellt fleiri Íslendingar nýtt færið til hjól- reiða sér til mikillar ánægju . En þá hafa tilgerðarlegir borgarfulltrúar og fleiri stjórnlyndir pólitíkusar ákveðið að spilla ánægjunni með því að gera reiðhjólið að lógói fyrir pólitíska hugmyndafræði um hvernig fólk á að haga lífi sínu . Í stuttu máli má segja að þessi stefna snúist um að gera öll mál að skipulagsmálum, allt frá því hvernig þú ferð í vinnuna og hvað og hvar þú kaupir í matinn . Öll mál eru skipulagsmál . Öll völd til skipulags ráðanna . Eins og gengur með stjórnmálamennina sem vilja segja öðrum fyrir verkum eru þeir oft svo uppteknir af því að leiðbeina almúganum að þeir gleyma sjálfum sér . Þannig þurfti að gera sérstaka leit að hjól reiðamanni á landsfundi vinstri grænna, forseti borgarstjórnar hélt bíllausa daginn hátíðlegan með því að láta aka sér um á embættisbifreið borgarinnar og sá borgarfulltrúi sem mest hefur masað um hjólreiðar mætti einn vetur á Boeing á borgarstjórnarfundi . Nú eru auðvitað til mjög miklir áhugamenn um alls kyns farartæki og ekkert að því að hver hafi sína frí merkjasöfnun og stofni jafnvel félagsskap um málið . Þannig er t .a .m . til „Félag íslenskra bifreiðaeig- enda“ . . . Fólkið sem segist hafa áhuga á hjólreiðum, gönguferðum og niðurgreiddum strætó ferðum stofnaði hins vegar ekki „Félag íslenskra hjól reiða manna og strætó farþega“ heldur „Samtök um bíl laus an lífsstíl“ . Sam tökin stefna ekki að jákvæðu og upp byggi legu starfi heldur snýst félagið um óþol gagn vart öðru fólki . Og þess vegna vill það fá skipulagsvaldið og að öll mál séu skipulagsmál . Vef-þjóðViljinn, andriki .is, 27 . maí 2014 Allt vald til skipulagsráðanna!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.