Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 66
 Þjóðmál SUmAR 2014 65 Já, það brann hjá mér húsið, segir hann . Og þess vegna gat ég ekki boðið þér heim á búgarðinn minn í Connecticut, því við búum í hlöðunni sem stendur, meðan það er verið að koma skikki á íbúðarhúsið . Já, það var íbúðarhúsið eitt sem brann . Það kviknaði útfrá olíukyndingu . Og sakaði einhvern? Nei, við hjónin vorum nú í Kína þegar þetta varð og tengdamóðir mín öldruð var ein manna í húsinu . Hún slapp sem betur fór ómeidd . Varð mikið tjón? Ja, það var svona eins og gengur: ýmsar persónulegar eigur sem brunnu og það er náttúrlega óbætanlegt . Þá brunnu einar tvö þúsund bækur, held ég, og svo brann nú allt plötusafnið okkar . Nei, það brann ekki til grunna, húsið: það var nógu slæmt samt . Miller þagnar nokkra stund . Hefurðu búið lengi í sveitinni? spyr ég þegar við stígum útúr lyftunni . Já, ég keypti þennan búgarð 1957, minnir mig . Og þar hefur verið mitt aðalheimili síðan . Ég kann prýðilega við mig í Connecticut og við hjón bæði . — En hér er nú afdrepið mitt í New York, segir Miller og stingur lykli í skrá . Heyrðu, ég hef áður verið yfirheyrður af íslenskum blaðamanni . Það hlýtur að hafa verið Matthías Jo- hannes sen, segi ég . Já, ætli það ekki, segir Miller . Hvað varð af honum? Hann er nú ritstjóri minn og skáld gott . Jæja, já . Og orðinn gamall, karlinn? Nei, nei . Jú, orðinn gamall eins og ég . Gísli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, tók sig til og málaði þessa portrett- mynd af leikskáldinu til að prýða forsíðu Lesbókarinnar þegar viðtalið birtist í byrjun september 1983 . Miller var þá næstum 68 ára en hann átti eftir að lifa góðu lífi í rúma tvo áratugi eftir það . Hann lést í febrúar árið 2005, á nítugasta aldursári . Hann hélt áfram að skrifa fram í andlátið, þ . á m . fróðlega sjálfsævisögu, Timebends (1987) . Síðasta leikverk hans, The Finished Picture, var frumsýnt árið 2004 . Þá var eiginkona hans, Inge, látin, en Miller var kominn í samband við konu sem var fimmtíu árum yngri en hann . Þau hugðust ganga í hjónaband en Miller dó áður en af því gat orðið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.