Þjóðmál - 01.06.2014, Side 66

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 66
 Þjóðmál SUmAR 2014 65 Já, það brann hjá mér húsið, segir hann . Og þess vegna gat ég ekki boðið þér heim á búgarðinn minn í Connecticut, því við búum í hlöðunni sem stendur, meðan það er verið að koma skikki á íbúðarhúsið . Já, það var íbúðarhúsið eitt sem brann . Það kviknaði útfrá olíukyndingu . Og sakaði einhvern? Nei, við hjónin vorum nú í Kína þegar þetta varð og tengdamóðir mín öldruð var ein manna í húsinu . Hún slapp sem betur fór ómeidd . Varð mikið tjón? Ja, það var svona eins og gengur: ýmsar persónulegar eigur sem brunnu og það er náttúrlega óbætanlegt . Þá brunnu einar tvö þúsund bækur, held ég, og svo brann nú allt plötusafnið okkar . Nei, það brann ekki til grunna, húsið: það var nógu slæmt samt . Miller þagnar nokkra stund . Hefurðu búið lengi í sveitinni? spyr ég þegar við stígum útúr lyftunni . Já, ég keypti þennan búgarð 1957, minnir mig . Og þar hefur verið mitt aðalheimili síðan . Ég kann prýðilega við mig í Connecticut og við hjón bæði . — En hér er nú afdrepið mitt í New York, segir Miller og stingur lykli í skrá . Heyrðu, ég hef áður verið yfirheyrður af íslenskum blaðamanni . Það hlýtur að hafa verið Matthías Jo- hannes sen, segi ég . Já, ætli það ekki, segir Miller . Hvað varð af honum? Hann er nú ritstjóri minn og skáld gott . Jæja, já . Og orðinn gamall, karlinn? Nei, nei . Jú, orðinn gamall eins og ég . Gísli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, tók sig til og málaði þessa portrett- mynd af leikskáldinu til að prýða forsíðu Lesbókarinnar þegar viðtalið birtist í byrjun september 1983 . Miller var þá næstum 68 ára en hann átti eftir að lifa góðu lífi í rúma tvo áratugi eftir það . Hann lést í febrúar árið 2005, á nítugasta aldursári . Hann hélt áfram að skrifa fram í andlátið, þ . á m . fróðlega sjálfsævisögu, Timebends (1987) . Síðasta leikverk hans, The Finished Picture, var frumsýnt árið 2004 . Þá var eiginkona hans, Inge, látin, en Miller var kominn í samband við konu sem var fimmtíu árum yngri en hann . Þau hugðust ganga í hjónaband en Miller dó áður en af því gat orðið .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.