Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 54
 Þjóðmál SUmAR 2014 53 á sama tíma . Þar af spratt ófullnægja sem hann friðþægði með draumórakenndum skáldsögu skrifum á rithöfundarferlinum öllum og tíðum skiptum á rekkjunautum með blessun kirkjuyfirvalda . Hann kvong- aðist níu sinnum . Ekki var nóg með að öll vinstri elítan legði Kristmann í einelti fyrir hægri villu, heldur var kvensemi hans jafnað til kynvillu og fylgdu órakenndar sögur um hann slíkum orðrómi til staðfestingar . Sögur fóru og af ritstuldi hans . Rétt er og staðfest, að hann gerðist djarftækur til norskrar bókmenntasögu sem hann notaði til uppfyllingar við ritun sinnar eigin sem hann var ráðinn til að skrifa fyrir það opinbera . Kristmann var enginn fræðimaður, og því ekki sá rétti til verksins, en hefur að líkindum verið ráðinn til þess af þeim sem höfðu vald til þess, fremur fyrir dólgapólitík þessara ára en réttsýni . Orðrómur hefur með öðrum ávirðingum Kristmanns viljað hafa það svo að hann hafi stolið þýðingu frá öðrum kunnum höfundi og er nærtækast að vísa um það til ævisögu skáldsins Hannesar Sigfússonar, Flökkulífis (1981) . Þar segir líka frá skiptum þeirra þriggja, Hannesar, Elíasar Mar og Kristmanns á tíma þegar allir voru búsettir í Hveragerði og ber Hannes að þeir hafi stofnað, í orði kveðnu, þýðingarfélag, til að rétta við nauman fjárhag allra . Verkefni yngri mannanna var að „hráþýða“ skáldverk, en hins eldri og þekktari Kristmanns að færa í stílinn og sjá um samninga . Elías tók að sér að þýða skáldsögu Sigrid Unset, Marta Ouile, frá 1907, og hamaðist Elías í mánuð við verkið samkvæmt lýsingu Hannesar . Í eftir farandi bréfi til Kristmanns, sem ekki hefur verið kynnt fyrr, greinir Elías frá þessum samskiptum þeirra tveggja . Elías þýddi helming bókarinnar og lagði svo fyrir Kristmann til umsagnar sem skilaði þýðandanum henni aftur með þeim ummælum að ómöguleg væri, nema 5 fyrstu síðurnar . Háðstónninn í ummælum Elíasar ber með sér, að honum sárnaði mjög niður- staðan og að hann hefur án vafa hætt sam- starfinu við hinn fræga mann . Bréfið skrifaði Elías eftir að hann var fluttur aftur til Reykjavíkur 24 . janúar 1945 . Það er svona: Kæri vin, margblessaður og sæll . Ég sezt sisvona niður til þess að rita þér nokkrar línur á mína fyrirtaks ritvél (sem ég reyndar á ekki vitund í) . Ég var að hugsa um að þakka þér fyrir sendinguna, en þegar til kemur sé ég að hún er ekki þakkar verð . Í raun og veru hefur þú gert sjálfum þér hið mesta gagn með því að losa þig við þessi ómerkilegu plögg . Reyndar hefði mér þótt skollans ári gott, að þú hefðir sagt mér, hversu ómerkileg þau voru, áður en ég skrifaði þau til fulls . En ég veit, að þú hefur ekki viljað móðga mig fyrren þurfti . Sömuleiðis var ómögulegt að segja nema seinnihlutinn kynni að verða sérstakt listaverk endaþótt fyrrihlutinn væri gjörómögulegur utan fimm fyrstu síðurnar . Svoað báðir erum við nú afsakanlegir, þótt við sæjum ekki hvílíka ofraun ég lagði útí með því að þýða stílistann Sigríði Unset, fyrren um seinan . Kristmann var öðrum siðum vanur í höfundaruppeldi sínu sem hann hlaut á Noregsárunum og allt útlit er fyrir að hann hafi ekkert skilið í því gerningaveðri sem magnað var gegn honum eftir heimkomuna og alla tíð síðan meðan hann lifði, enda var hann áreiðanlega að upplagi ópólitískur friðsemdarmaður .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.