Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál SUmAR 2014 Þegar ég vann að gagnaöflun vegna bók ar minnar um Reagan, Thatcher og páf ann rakst ég á þetta óviljandi lof um járn frúna í skjölum sovéska stjórnmálaráðsins; frásögn frá 1986 af fundi Gorbatsjovs og Alexanders Natta, aðalritara Kommúnistaflokks Ítalíu: A . NATTA: Þá liggur einnig ljóst fyrir að við, kommúnistarnir, höfum annað- hvort ofmetið eða vanmetið gang mála í vel ferðar ríkinu, við höfum staðið vörð um ástand sem nú fyrst er augljóst að við hefðum ekki átt að verja . Vegna þessa hefur skrifræðiskerfið bólgnað út, kerfi sem starfar aðeins í eigin þágu . Það er forvitnilegt að sjá hve margt líkist stöðu mála hjá ykkur og þú kennir hana við stöðnun . M . S . GORBATSJOV: Parkinsonslög- mál ið gildir alls staðar… A . NATTA: Öll skrifræðisþróun hvetur kerfið til að gæta eigin hagsmuna og láta hagsmuni borgaranna lönd og leið . Ég held að einmitt þess vegna eigi krafa hægri manna um endur-einka væð ingu svona mikinn hljómgrunn á Vestur lönd- um . Þetta var ástæðan fyrir því að Thatcher ögraði Sovétmönnum meira efna hags- lega en Reagan gerði . Áskorunin var þessi: Annaðhvort grípið þið til umbóta eða dragist enn frekar aftur úr vestrænum kapítalistaríkjum . Samanburðurinn milli uppgangsins í Bretlandi eftir efnahagsstjórn í áratug í anda frjáls markaðshagkerfis og stöðugrar efnahagslegrar stöðnunar í Sovét ríkjunum, eftir ríkisafskiptastefnu komm únista í sjötíu ár, var einfaldlega svo himin hrópandi að ekki var unnt að líta fram hjá honum . Þegar svo Gorbatsjov inn leiddi perestroikuna eyðilagði hún hið kommúníska kerfi sem henni var ætlað að bjarga . Það má þakka Gorbatsjov fyrir að beita ekki ofbeldi til að viðhalda sovéska valdakerfinu . Hann var hins vegar í raun ekki virkur upphafsmaður eða gerandi þegar kom að upprætingu kommúnismans . Hann barst frekar með straumnum en að stjórna honum, hann var svar við Thatcher, Reagan og stefnu þeirra sem leiddi til keppni í her- og efnahagsmálum . Án Reagans og Thatcher hefði enginn Gorbatsjov komið til sögunnar . Við hrun ríkishagkerfis Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra árið 1989 blasti við sviðin jörð áætlunarbúskapar ríkisins og þá leituðu nýju lýðræðisríkin fyrirmyndar í líkani Thatcher . Hún, Reagan og Jóhannes Páll II páfi voru öll hetjur í augum Evrópuþjóðanna sem losnuðu úr fjötrum kommúnismans . Efnahagsmálaráðherrar hinna nýfrjálsu þjóða, svo sem Leszek Balcerowic í Póllandi, Vaclav Klaus í Tékkóslóvakíu og Mart Laar í Eistlandi, sneru sér hins vegar til Thatcher í leit að fyrirmynd til að reisa efnahag þjóða Þ að má þakka Gorbatsjovfyrir að beita ekki ofbeldi til að viðhalda sovéska valda- kerfinu . Hann var hins vegar í raun ekki virkur upphafsmaður eða gerandi þegar kom að upp- rætingu kommúnismans . Hann barst frekar með straumnum en að stjórna honum, hann var svar við Thatcher, Reagan og stefnu þeirra sem leiddi til keppni í her- og efnahagsmálum . Án Reagans og Thatcher hefði enginn Gorbatsjov komið til sögunnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.