Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 24

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 24
 Þjóðmál SUmAR 2014 23 Rafmagn á lager Það eru tvö lykilvandamál sem Evrópu-þjóðir glíma við í raforkuvinnslu sinni . Fyrra vandamálið tengist einni stærstu óleystu tækniþraut nútímans, nefni lega þeirri staðreynd að ekki er hægt að geyma raf magn á lager í stórum stíl . Þrátt fyrir fram- þróun í rafhlöðum og á öðrum tengdum sviðum fer 99% af geymslu rafmagns ennþá fram með elstu tækninni, vatni .4 Dæluvirkj- anir nota ódýrt rafmagn á nóttunni til að dæla vatni af láglendi upp í fjöll . Á daginn er þetta vatn svo látið renna niður aftur til að framleiða rafmagn . Raforkutapið með þessari aðferð er að jafnaði um 25– 30%, en það er til marks um skort á betri lausnum að þrátt fyrir þetta er verið að byggja dæluvirkjanir bæði í Ölpunum og á Bretlandseyjum .5 Dinorwig-dælu virkj unin í Wales er t .d . með vinnslugetu upp á 1800 MW og talin mjög mikilvæg í raforku kerfi Bretlands .6 Hún getur keyrt upp allt að 1300MW af afli á 12 sekúndum .7 Íslenskur sæstrengur gæti veitt sömu þjónustu og dæluvirkjanir en með öðrum hætti . Rafmagn yrði þannig flutt til Íslands á nóttunni þegar rafmagnsverð er lágt og afhent til stóriðju hérlendis . Á meðan yrði vatn sparað í uppistöðulónum . Á daginn væri síðan afhending tvöfölduð úr vatns afls- stöðvunum . Í þessu tilfelli væri ekki verið 4 Sjá The Economist 3 . mars 2012: „Technology Quarterly: Energy storage — Packing some power“ . 5 Sjá The Economist 3 . mars 2012: „Technology Quarterly: Energy storage — Packing some power“, Wall Street Journal, 11 . nóvember 2013, „Special Energy Report: Hydropower is poised for major growth“ . 6 Bretar eru nú með fjórar stórar dæluvirkjanir sem eru í Dinorwig, Cruachan, Foyers og Ffestini og hafa á undanförnum misserum tilkynnt um frekari virkjanir í Coire Glas, Balmacaan og Gwynedd . Sjá David JC MacKay, „Sustainable Energy“, UIT Cambridge 2009, og Financial Times, 11 . febrúar 2014, „Scottish Power eyes hydroelectric expansion“ . 7 Sjá David JC MacKay, „Sustainable Energy“, UIT Cambridge 2009 . að auka magn raforku sem framleitt er á Íslandi heldur auka aflgetuna; þ .e . í stað þess að virkja meira er vatnsaflstúrb ínum fjölgað í núverandi virkjunum . Gagn vart Bretum væru Íslendingar að geyma rafmagn fyrir þá „á lager“ . Gagnvart Íslendingum fengist hærra verð fyrir sama magn af raf orku . Hraði í upp- og niðurkeyrslu Þar sem það er nánast ómögulegt að geyma rafmagn verður fram leiðsla á hverju augnabliki að vera jöfn raf magns- notkuninni . Þetta kann að hljóma nokkuð einfalt mál en er í raun stórkostlega flókið og kostnaðarsamt í framkvæmd . Það gengur svo langt að heimsmeistaramótið í fótbolta er sérstakt áhyggjuefni í Bretlandi: Um leið og flautað er til hálfleiks rýkur raf magnsnotkun upp um mörg þúsund mega vött þegar stór hluti þjóðarinnar fer sam tímis að kveikja á rafmagnstækjum eins og hraðsuðukötlum .8 National Grid, sem stjórnar raforkukerfi Bretlands, er með sérstakt tölfræðikerfi sem spáir fyrir um viðbótartíma í fótbolta af þessum sökum þrátt fyrir að hér sé einungis verið að tala um breytileika upp á 5 mínútur að jafnaði .9 Þetta er síðara lykilvandamál raf magns vinnslunnar, það er hversu erfitt er að bregðast við skyndilegum breytingum í rafmagnsnotkun . Kjarnorku- og kola- orkuver geta bókstaflega ekki aukið raforku- framleiðslu nema með löngum aðdraganda . Það er því að mestu gasafl sem er notað í þessum tilgangi í Bretlandi .10 Uppbygging 8 Sjá t .d . „Surging expectations“ í Gridline, tímariti National Grid, sumarið 2010 . Mestu álagsbreytingar í bresku raforkukerfi urðu þegar 2800MW aukning varð í lok leiks Englands og Vestur-Þýskalands á heimsmeistaramótinu í fótbolta 1990 . Til samanburðar er allt uppsett afl íslenskrar raforkuvinnslu um 2600MW . 9 National Grid, 11 . júní 2010, „National Grid gears up for big power surges as England begin their World Cup campaign“ . 10 Breska fyrirtækið Elexon heldur utan um og birtir ítarleg gögn um vinnslu raforku í Bretlandi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.