Þjóðmál - 01.06.2014, Page 24

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 24
 Þjóðmál SUmAR 2014 23 Rafmagn á lager Það eru tvö lykilvandamál sem Evrópu-þjóðir glíma við í raforkuvinnslu sinni . Fyrra vandamálið tengist einni stærstu óleystu tækniþraut nútímans, nefni lega þeirri staðreynd að ekki er hægt að geyma raf magn á lager í stórum stíl . Þrátt fyrir fram- þróun í rafhlöðum og á öðrum tengdum sviðum fer 99% af geymslu rafmagns ennþá fram með elstu tækninni, vatni .4 Dæluvirkj- anir nota ódýrt rafmagn á nóttunni til að dæla vatni af láglendi upp í fjöll . Á daginn er þetta vatn svo látið renna niður aftur til að framleiða rafmagn . Raforkutapið með þessari aðferð er að jafnaði um 25– 30%, en það er til marks um skort á betri lausnum að þrátt fyrir þetta er verið að byggja dæluvirkjanir bæði í Ölpunum og á Bretlandseyjum .5 Dinorwig-dælu virkj unin í Wales er t .d . með vinnslugetu upp á 1800 MW og talin mjög mikilvæg í raforku kerfi Bretlands .6 Hún getur keyrt upp allt að 1300MW af afli á 12 sekúndum .7 Íslenskur sæstrengur gæti veitt sömu þjónustu og dæluvirkjanir en með öðrum hætti . Rafmagn yrði þannig flutt til Íslands á nóttunni þegar rafmagnsverð er lágt og afhent til stóriðju hérlendis . Á meðan yrði vatn sparað í uppistöðulónum . Á daginn væri síðan afhending tvöfölduð úr vatns afls- stöðvunum . Í þessu tilfelli væri ekki verið 4 Sjá The Economist 3 . mars 2012: „Technology Quarterly: Energy storage — Packing some power“ . 5 Sjá The Economist 3 . mars 2012: „Technology Quarterly: Energy storage — Packing some power“, Wall Street Journal, 11 . nóvember 2013, „Special Energy Report: Hydropower is poised for major growth“ . 6 Bretar eru nú með fjórar stórar dæluvirkjanir sem eru í Dinorwig, Cruachan, Foyers og Ffestini og hafa á undanförnum misserum tilkynnt um frekari virkjanir í Coire Glas, Balmacaan og Gwynedd . Sjá David JC MacKay, „Sustainable Energy“, UIT Cambridge 2009, og Financial Times, 11 . febrúar 2014, „Scottish Power eyes hydroelectric expansion“ . 7 Sjá David JC MacKay, „Sustainable Energy“, UIT Cambridge 2009 . að auka magn raforku sem framleitt er á Íslandi heldur auka aflgetuna; þ .e . í stað þess að virkja meira er vatnsaflstúrb ínum fjölgað í núverandi virkjunum . Gagn vart Bretum væru Íslendingar að geyma rafmagn fyrir þá „á lager“ . Gagnvart Íslendingum fengist hærra verð fyrir sama magn af raf orku . Hraði í upp- og niðurkeyrslu Þar sem það er nánast ómögulegt að geyma rafmagn verður fram leiðsla á hverju augnabliki að vera jöfn raf magns- notkuninni . Þetta kann að hljóma nokkuð einfalt mál en er í raun stórkostlega flókið og kostnaðarsamt í framkvæmd . Það gengur svo langt að heimsmeistaramótið í fótbolta er sérstakt áhyggjuefni í Bretlandi: Um leið og flautað er til hálfleiks rýkur raf magnsnotkun upp um mörg þúsund mega vött þegar stór hluti þjóðarinnar fer sam tímis að kveikja á rafmagnstækjum eins og hraðsuðukötlum .8 National Grid, sem stjórnar raforkukerfi Bretlands, er með sérstakt tölfræðikerfi sem spáir fyrir um viðbótartíma í fótbolta af þessum sökum þrátt fyrir að hér sé einungis verið að tala um breytileika upp á 5 mínútur að jafnaði .9 Þetta er síðara lykilvandamál raf magns vinnslunnar, það er hversu erfitt er að bregðast við skyndilegum breytingum í rafmagnsnotkun . Kjarnorku- og kola- orkuver geta bókstaflega ekki aukið raforku- framleiðslu nema með löngum aðdraganda . Það er því að mestu gasafl sem er notað í þessum tilgangi í Bretlandi .10 Uppbygging 8 Sjá t .d . „Surging expectations“ í Gridline, tímariti National Grid, sumarið 2010 . Mestu álagsbreytingar í bresku raforkukerfi urðu þegar 2800MW aukning varð í lok leiks Englands og Vestur-Þýskalands á heimsmeistaramótinu í fótbolta 1990 . Til samanburðar er allt uppsett afl íslenskrar raforkuvinnslu um 2600MW . 9 National Grid, 11 . júní 2010, „National Grid gears up for big power surges as England begin their World Cup campaign“ . 10 Breska fyrirtækið Elexon heldur utan um og birtir ítarleg gögn um vinnslu raforku í Bretlandi .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.