Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 84
 Þjóðmál SUmAR 2014 83 sinna úr rústum sósíalismans . Þegar á reyndi skilaði hið efnahagslega björgunarstarf hraðari árangri eftir því sem þeir fóru meira að ráðum Thatcher . Thatcher varð ekki aðeins ráðamönnum í fyrrverandi kommúnistaríkjum hvati til breytinga . Thatcherismi hafði mikilvæg áhrif bæði í vandræðaríkjum þriðja heimsins og í nýmarkaðslöndunum (NICS, newly industrializing countries) í Afríku og Asíu . Einkavæðing, betra eftirlit með opinberum skuldum, lækkun skatta og minni tolla- og fjármagnshindranir, hugmyndir í þessa veru settu svip sinn á stefnu fjármálaráðuneyta um heim allan . Heildarniðurstaðan var kynnt með orðinu „alþjóðavæðing“ sem setti sterkan svip á skýrslur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins . Eftir að hún hafði dregið sig í hlé birtist frú Thatcher eins og efnahagshetja kapítalismans í Asíu, henni var boðið reglulega til Asíulanda og ríkisstjórnir þeirra leituðu oft ráða hjá henni . Menn töldu andlát hennar marka mikilvæg þáttaskil eins og Martin J . Sieff lýsti á þennan hátt í dálki sínum í Asia­ Pacific Defense Forum: Andláts Thatcher … var víða minnst af samúð í opinberum kínverskum fjöl- miðlum . Í flestum helstu dagblöðunum mátti á forsíðu finna langar greinar þar sem störf hennar voru lofuð . Í China Daily, sem gefið er út á ensku, var öll baksíðan helguð henni — er einsdæmi að nokkrum erlendum leiðtoga sé nú á tímum sýndur slíkur heiður . Deng Xiaoping sótti ekki hugmyndina að áætlun sinni um „fjórþætta nútímavæðingu“ til hennar . Áætluninni var hrundið í framkvæmd sama árið og frú Thatcher náði kjöri . Hann sótti fyrirmynd sína líklega til Lees Kuans Yews í Singapúr og til Tævanbúa (þótt Deng gæti varla viðurkennt það) . Fyrirmyndirnar höfðu þann galla að um tilraunastarfsemi var að ræða . Breytti þar engu þótt þær hefðu reynst vel í borgríki annars vegar og litlu hagkerfi hins vegar . Thatcher sannaði á hinn bóginn að með frjálsum markaðsumbótum mátti breyta stóru þróuðu en rígföstu hagkerfi og stjórnarháttum sem voru í uppnámi þrátt fyrir lýðræðislegt aðhald . Það hvatti umbótasinna Dengs til að halda sínu striki . Þeir fylgdust með því hvernig umbótastefna í anda Thatcher varð víðtækari á níunda áratugnum og tóku mið af afnámi hafta sem birtist meðal annars í „stóra hvelli“ fjármálakerfisins þegar þeir lögðu grunn að Shanghai sem fjármálamiðstöð . Velgengni Kínverja, sem hefur ekki stöðv- ast þrátt fyrir hrakspár, neyddi ríkisstjórnir annarra Asíulanda (ekki síst Indlands) til að grípa til svipaðra umbóta . Af þessum efnahagslegu umskiptum leiddi að beinlínis milljarðar verkamanna í Asíu hættu að lifa við hungurmörk (eða gerðu það alls ekki) Thatcher varð ekki aðeins ráðamönnum í fyrrverandi kommúnistaríkjum hvati til breytinga . Thatcherismi hafði mikilvæg áhrif bæði í vandræða- ríkjum þriðja heimsins og í nýmarkaðslöndunum í Afríku og Asíu . Einkavæðing, betra eftirlit með opinberum skuldum, lækkun skatta og minni tolla- og fjármagnshindranir — hugmyndir í þessa veru settu svip sinn á stefnu fjármálaráðuneyta um heim allan .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.