Þjóðmál - 01.06.2014, Side 84

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 84
 Þjóðmál SUmAR 2014 83 sinna úr rústum sósíalismans . Þegar á reyndi skilaði hið efnahagslega björgunarstarf hraðari árangri eftir því sem þeir fóru meira að ráðum Thatcher . Thatcher varð ekki aðeins ráðamönnum í fyrrverandi kommúnistaríkjum hvati til breytinga . Thatcherismi hafði mikilvæg áhrif bæði í vandræðaríkjum þriðja heimsins og í nýmarkaðslöndunum (NICS, newly industrializing countries) í Afríku og Asíu . Einkavæðing, betra eftirlit með opinberum skuldum, lækkun skatta og minni tolla- og fjármagnshindranir, hugmyndir í þessa veru settu svip sinn á stefnu fjármálaráðuneyta um heim allan . Heildarniðurstaðan var kynnt með orðinu „alþjóðavæðing“ sem setti sterkan svip á skýrslur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins . Eftir að hún hafði dregið sig í hlé birtist frú Thatcher eins og efnahagshetja kapítalismans í Asíu, henni var boðið reglulega til Asíulanda og ríkisstjórnir þeirra leituðu oft ráða hjá henni . Menn töldu andlát hennar marka mikilvæg þáttaskil eins og Martin J . Sieff lýsti á þennan hátt í dálki sínum í Asia­ Pacific Defense Forum: Andláts Thatcher … var víða minnst af samúð í opinberum kínverskum fjöl- miðlum . Í flestum helstu dagblöðunum mátti á forsíðu finna langar greinar þar sem störf hennar voru lofuð . Í China Daily, sem gefið er út á ensku, var öll baksíðan helguð henni — er einsdæmi að nokkrum erlendum leiðtoga sé nú á tímum sýndur slíkur heiður . Deng Xiaoping sótti ekki hugmyndina að áætlun sinni um „fjórþætta nútímavæðingu“ til hennar . Áætluninni var hrundið í framkvæmd sama árið og frú Thatcher náði kjöri . Hann sótti fyrirmynd sína líklega til Lees Kuans Yews í Singapúr og til Tævanbúa (þótt Deng gæti varla viðurkennt það) . Fyrirmyndirnar höfðu þann galla að um tilraunastarfsemi var að ræða . Breytti þar engu þótt þær hefðu reynst vel í borgríki annars vegar og litlu hagkerfi hins vegar . Thatcher sannaði á hinn bóginn að með frjálsum markaðsumbótum mátti breyta stóru þróuðu en rígföstu hagkerfi og stjórnarháttum sem voru í uppnámi þrátt fyrir lýðræðislegt aðhald . Það hvatti umbótasinna Dengs til að halda sínu striki . Þeir fylgdust með því hvernig umbótastefna í anda Thatcher varð víðtækari á níunda áratugnum og tóku mið af afnámi hafta sem birtist meðal annars í „stóra hvelli“ fjármálakerfisins þegar þeir lögðu grunn að Shanghai sem fjármálamiðstöð . Velgengni Kínverja, sem hefur ekki stöðv- ast þrátt fyrir hrakspár, neyddi ríkisstjórnir annarra Asíulanda (ekki síst Indlands) til að grípa til svipaðra umbóta . Af þessum efnahagslegu umskiptum leiddi að beinlínis milljarðar verkamanna í Asíu hættu að lifa við hungurmörk (eða gerðu það alls ekki) Thatcher varð ekki aðeins ráðamönnum í fyrrverandi kommúnistaríkjum hvati til breytinga . Thatcherismi hafði mikilvæg áhrif bæði í vandræða- ríkjum þriðja heimsins og í nýmarkaðslöndunum í Afríku og Asíu . Einkavæðing, betra eftirlit með opinberum skuldum, lækkun skatta og minni tolla- og fjármagnshindranir — hugmyndir í þessa veru settu svip sinn á stefnu fjármálaráðuneyta um heim allan .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.