Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 10
á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH): bráðamóttöku ÍOD við Hringbraut, gjörgæsludeild 12B við Hringbraut, gjörgæslu- deild E6 í Fossvogi, svæfingadeild 12CD við Hringbraut, svæfingadeild E5 í Fossvogi og slysa- og bráðadeild G2 í Fossvogi. Akveðið var að velja þessar sex gjörgæslu-, svæfinga- og bráðadeildir LSH sökum þess að lágþrýstingur er algengt vandamál sjúklinga sem þangað leita og því fróðlegt að kanna viðhorf og notkun hjúkrunarfræðinga sem þar starfa og hugsan- lega nota Trendelenburg-legustellinguna mikið sökum eðlis og : ástands sjúklinga sem dvelja þar í höndum hjúkrunarfræðinga. Fyrirspurn og tilkynning var send til Persónuverndar. Því næst var sótt formlega um leyfi til hjúkrunarforstjóra LSH, sviðstjóra starfs- mannamála og viðkomandi deildastjóra sem veittu leyfi fyrir rann- sókninni. Jafnframt var óskað eftir lista frá deildastjórum með net- föngum allra hjúkrunarfræðinga sem starfa á þeim deildum sem þátt tóku í rannsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu starfsmannamála LSH störfuðu 263 hjúkrunarfræðingar á þessum gjörgæslu-, svæfinga- og bráðadeildum LSH 1. mars 2004. Alls : fengust tölvupóstföng 237 hjúkrunarfræðinga hjá deildarstjórun- um. Þar af voru 11 netföng ekki í notkun. Pósturinn barst til 226 hjúkrunarfræðinga og fengu því 90% starfandi hjúkrunarfræðinga í úrtakinu senda til sín könnunina. Tölvupósturinn innihélt leiðbeiningarað spurningalistanumoghöfðuhjúkrunarfræðingarnir þrjár vikur til að svara spurningalistanum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og notkun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu-, svæfinga- og bráðadeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss á Trendelenburg-legustell- ingunni. Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi: 1) Telja hjúkrunarfræðingar að Trendelenburg-legustellingin hækki blóðþrýsting og auki útfall hjartans hjá sjúklingum? 2) Hvert er viðhorf hjúkrunarfræðinga til Trendelenburg-legustellingar- innar? 3) Hvaðan eru upplýsingar um Trendelenburg-legustell- inguna fengnar? Svarhlutfall eftir fyrstu vikuna var 26% og því var sendur út nýr tölvupóstur þar sem fyrri tölvupóstur var ítrekaður. Jafnframt var auglýsing sett inn á hverja deild þar sem rannsóknin var kynnt. Lokasvarhlutfall reyndist vera 45%. Mælitæki Mælitækið í þessari rannsókn var tíu liða spurningalisti sem unninn var upp úr fræðilegu lesefni um Trendelenburg-Iegustell- inguna. Spurningalistinn var útbúinn haustið 2003 og var hann forprófaður á hjartaskurðdeild 12E á Landspítala-háskólasjúkra- húsi. Jafnframt lásu þrír sérfræðingar í hjúkrun yfir spurningalist- ann og komu með gagnlegar athugasemdir. Þar sem hér var um netkönnun að ræða margprófuðu rannsakendur spurningalistann út frá tæknilegum sjónarhóli í ólíkum tölvum með ólík stýrikerfi. Netkönnunin var gerð með hjálp „response- o-matic“ tækis (http://www.response-o-matic. com). Könnunin var vistuð á veraldarvefnum, á heimasvæði rannsakenda. Þátttakendum var sendur tölvupóstur þar sem könnunin var útskýrð, og tengil á könnunina var að finna neðst í tölvu- póstinum. Með því að smella á þann tengil voru þátttakendurnir sjálfkrafa fluttir á vefsíðu þar sem könnunin var gerð. Þegar þátttakendur höfðu lokið við að svara könnuninni voru niðurstöður hennar sendar til rannsakenda. Úrvinnsla gagna Rannsóknaraðferðin, sem notuð var við úrvinnslu gagna, er lýsandi tölfræði og voru niðurstöðurnar settar á tölfræðilegt form með hjálp EXCEL töfl- ureiknis og SPSS tölfræðiforritsins. Niðurstöður Alls svaraði 101 hjúkrunarfræðingur af þeim 226 sem fengu könnunina senda til sín, og er það 45% svörun. Eins og fram kemur í töflu 1 var svörun- in hlutfallslega best á bráðamótttökudeildum (deildum 10D og G2). 1 Svörun eftir sérgreinum (deildum) Svið (deildir) Úrtak Fjöldi svara Hlutfall í prósentum Bráðamóttökur LSH (10D og G2) 73 36 49 Gjörgæsludeildir LSH (12B og E6) 118 53 45 Svæfingadeildir LSH (12D og E5) 46 12 26 99% hjúkrunarfræðinganna sögðust hafa notað Trendelenburg-legustellinguna við hjúkrun. Algengasta ástæðan fyrir notkun Trendelenburg-legustellingarinnar var sú að hjúkrunarfræðingarnir vildu reyna að hækka blóðþrýsting, eða í 95% tilvika. Aðeins 15%! töldu ástæðuna fyrir notkun þessarar legu- stellingar þá að þannig mætti einnig auka útfall hjartans. Niðurstöður sýna að 70%| hjúkrunarfræðinga finnst Trendelenburg-legu- stellingin oft hækka blóðþrýsting hjá sjúklingum með lágan blóðþrýsting. Fjórðungi þeirra finnst Trendelenburg-legustellingin sjaldan eða aldrei hækka blóðþrýsting (sjá mynd 1). 8 Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.