Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 41
Fréttamolar... greidd af ef sjóðfélagar taka ekki laun skv. samn- ingum eða launaákvörðunum sem miðast við kjarasamninga opinberra starfsmanna eða kjara- samninga sem sveitarfélög gera á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Hin meginbreytingin er að ákvæðinu um skilyrði til aðildar að LH er breytt þannig (2. gr. laganna): Hjúkrunarfræðingar, sem starfa við hjúkrun og höfðu heimild til aðildar að sjóðnum við árslok 2004, skulu eiga rétt til aðildar að sjóðnum á meðan þeir gegna störfum hjá ríki eða sveitar- félögum, eða stofnun sem alfarið er í þeirra eigu eða á heilbrigðisstofnun sem viðurkennd er af heilbrigðisstjórninni og rekin er sem sjálfseignar- stofnun eða alfarið á vegum styrktar- eða líknar- félaga, enda séu þeir ráðnir með föst mánaðarlaun. Aðrir launagreiðendur en um er getið í 1. mgr., sem fengið höfðu heimild til að greiða fyrir starfsmenn sína í árslok 2004, hafa heimild til að greiða fyrir þá starfsmenn sína sem þeir greiddu fyrir í árslok 2004 og þá hjúkrunarfræð- inga sem heimild hafa til aðildar að sjóðnum og fæddir eru á árinu 1950 eða fyrr og greitt hafa samtals 21 ár í sjóðinn miðað við árslok 2004. Stjórn sjóðsins getur samþykkt aðild að sjóðnum fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem höfðu heimild til aðildar að sjóðnum í árslok 2004 og fæddir voru á árinu 1950 eða fyrr og höfðu greitt samtals 21 ár í sjóðinn miðað við árslok 2004, enda starfi þeir hjá heilbrigðisstofnun sem viðurkennd er af heilbrigðisstjórninni. Heimilt er að skilyrða aðild samkvæmt þessari málsgrein við að lífeyrisskuld- bindingar séu gerðar upp skv. 3.-5. mgr. 20. gr. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í umsögn um frumvarpið fagnað þessari breytingu og telur hana tryggja rétt þeirra hjúkrunarfræðinga sem höfðu heimild til aðildar að sjóðnum í árslok 2004. Lögin í heild má finna á vefslóðinni www. althingi.is/altext/131/s/l 312.html. Golfmót hjúkrunarfræðinga 2005 Meö hækkandi sól og meiri hita í loftinu er búiö aö ákveöa golfmót hjúkrunarfræðinga áriö 2005. Mótin veröa tvö eins og undanfarin ár. Fyrra mótið var haldið föstudaginn 3. júní kl. 13.00 á golfvellinum á Hellu. Seinna mótið verður haldiö föstudaginn 26. ágúst kl. 13.00 á golfvelli Keilis í Hafnarfirði. Athygli skal vakin á því aö viö höfum ekki ótakmarkaðan rástíma og því er nauösynlegt aö skrá sig sem fyrst. Mótin veröa meö sama hætti og undanfarin ár. Nánari upplýsingar veita: Helgi Benediktsson, netfang: helgiben@hotmail.com Ágústa Dúa Jónsdóttir, netfang: dua.jonsdottir@hgsel.is Samtök hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki Samtök hjúkrunarfræðinga og Ijósmæöra gegn tóbaki voru stofnuö 7. febrúar 2000. Fyrirmyndin er sótt til Svíþjóöar en þar hafa veriö til í nokkur ár sambærileg samtök hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigöis- stétta, svo sem Ijósmæðra, lækna og tannlækna. Markmið samtakanna er að: 1) efla forvarnir gegn tóbaksnotkun 2) aðstoða þá sem ánetjast hafa tóbaki til að hætta neyslu 3) efla hjúkrunarfræöinga og Ijósmæður í tóbaksvörnum. í mars tók viö ný stjórn samtakana og hana skipa nú: Halla Grétarsdóttir, Krabbameinsfélaginu Karitas ívarsdóttir, Miðstöö mæöraverndar Jóhanna Kristjánsdóttir, Heilbrigöisstofnun Austurlands Rósa Jónsdóttir, Reykleysismiöstöö LSH Sesselja Ingólfsdóttir, Heilsugæslunni Grafarvogi Næsta verkefni samtakanna: í tilefni af alþjóöareykleysisdeginum voru félagsmenn samtakanna vera meö reykleysisráögjöf fyrir almenning í Smáralind og Kringlunni 31. maí 2005 Samtökin vilja vekja athygli hjúkrunarfræöinga og Ijósmæöra á að á vefsíðunni www.hi.is/~bergthkr/Reykleysi er aö finna lesefni frá reyk- leysisnámskeiöi Helgu Jónsdóttur og Rósu Jónsdóttur frá í vetur. Einnig er hægt aö panta handbókina Tært loft á netfanginu fraedsla@- krabb.is. Ljósmæöur og hjúkrunarfræðingar, sem eru áhugasamir um tóbaksvarnir, geta skráð sig í samtökin hjá Höllu Grétarsdóttur, formanni samtakanna, á netfanginu hallag@krabb.is.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.