Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 27 Musteristré (Ginkgo biloba) (Mynd S.Þ.) Musteristréð í gróðurskála grasagarðs Reykjavíkur. Nærmynd af laufblaði í homi. Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir Nr. 275 í Frakklandsferð Garðyrkjufé- lags íslands sem farin var í júní síðastliðnum var margt að sjá og við ferðalangarnir sáum fjöl- margar jurtir og tré sem mörg okkar höfðu aðeins komist í kynni við í bókum. Ein þessara forvitni- legu plantna er musteristré sem á fræðimáli heitir, Ginkgo biloba. Musteristré á sér langa sögu en það er af ætt musterisviða (ginkgoaceae). Blómaskeið þeirra var fyrir 200 til 300 millj- ónum ára þ.e.a.s. á tímum risa- eðlanna. Talið var að allar teg- undir ættarinnar væru útdauðar þar til læknirinn og grasafræð- ingurinn E. Kámpfer fann must- eristréð í japönskum klaustur- garði árið 1690. Nafnið Ginkgo er afbökun á japönskum framburði á kín- verska tákninu fyrir „yin-kuo- tsu“ (silfurplómu) sem er kín- verska nafnið á trénu. Kámpfer skrifaði nafnið með g en ekki y í fyrstu lýsingu sinni á plöntunni og hefur sú stafsetning haldist síðan. Musteristréð er eina núlifandi tegund þessarar forsögulegu plöntuættar og má ætla að grasa- fræðingurinn hafí orðið jafnundr- andi að sjá tréð, sem hann þekkti aðeins af steingervingum, eins og dýrafræðingur yrði ef hann sæi lifandi risaeðlu. Ekki er vitað með fullri vissu hvort tréð hefur fundist í náttúru- legu umhverfi á seinni öldum, en það er upprunnið í Kína og er talið að kínverskir búddamunkar hafi flutt það til Japan fyrir um þúsund árum. Trénu fylgir mikil helgi hjá búddatrúarmönnum og er það ræktað víða í Kína, Kóreu og Japan við musteri og á öðrum helgum stöðum. í Japan er tréð tákn um ftjósemi. Musteristré eru stórvaxin tré. Gömul tré í Austur-Asíu eru 30-40 m há og allt að 4 m í þver- mál í bijósthæð. Nokkur tré í Evrópu sem orðin ehi meira en 100 ára gömul hafa náð 20 m hæð. Elsta tré Evrópu er í grasa- garðinum í Utrecht í Hollandi en því var plantað árið 1730 og er enn í góðum vexti. Laufblöð tijánna eru mjög sér- stök að lögun. Þau eru 5-8 cm að stærð, blævængslaga á löng- um stilk. Þau eru oftast tvískipt með djúpri klauf í miðju. Æða- kerfi blaðanna er frumstætt þannig að í blaðstilknum eru tvær æðar sem greinast síðan út í hvom blaðhelming án samteng- inga með æðaneti. Blaðliturinn er fagurgrænn á sumrin en fær síðan gullgulan haustlit áður en blöðin falla af. Musteristré eru sérbýlisplönt- ur þ.e.a.s. trén eru karlkyns eða kvenkyns og blómstra þau fyrst eftir að hafa náð 20 ára aldri. Þau flokkast til berfrævinga og eru þannig fjarskyld barrtijám, en fijóvgunin er frábrugðin að því leyti að frjóduftið frá karlbló- munum festist í vökva sem kven- blómin gefa frá sér og þar mynd- ast einskonar sáðfrumur sem hreyfa sig í vökvanum að egginu og fijóvga það. Ávöxturinn er plómulaga um það bil 3 cm stór. Þegar hann er þroskaður er hann grængulur og illa þefjandi en er etinn í Austur-Asíu þrátt fyrir það. Steinninn í ávextinum er þrístrendur og í honum er ætur kjarni sem þykir lostæti ristaður. Musteristrénu er fjölgað með sáningu en ágræðsla er notuð til fjölgunar á vaxtarafbrigðum. Bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum hefur musteristijám verið plantað í raðir meðfram götum og vegum og hafa þau sýnt sig að hafa óvenjulegan mótstöðúkraft gegn mengunar- lofti svo sem bílaútblæstri og annarri borgarmengun. Sagt er að fyrstu trén sem gægðust upp úr rústum Hiroshima eftir kjam- orkusprenginguna hafí verið musteristré. Musteristré þrífst vel á megin- landi Evrópu allt til Noregs, Hér á íslandi hefur það verið nokkuð í ræktun í garðskálum og einnig hafa verið gerðar tilraunir með að fá það til að þrífast utanhúss. Vitað er að það lifði mörg ár í garði breská sendiherrans í Reykjavík fyrir rúmum áratug en er þar ekki lengur. í grasa- garði Reykjavíkur í Laugardal er vöxtuleg planta í gróðurskála garðsins þar sem menn geta virt hana fyrir sér. Sáð var fyrir henni 1982 og er hún nú orðin rúmir tveir metrar að hæð. í grasagarð- inum hafa verið gerðar tilraunir með útiræktun tijánna en þau virð'ast lifa einn til tvo vetur en deyja síðan. Gera má ráð fyrir að hin stuttu og svölu sumur séu ástæðan fyrir því að trén ná ekki að þrífast, enda er sagt í erlend- um fræðibókum að musteristré þrífíst þar sem sumur eru heit. Musteristré virðist henta vel í svala eða kalda gróðurskála eða jafnvel í potti sem stæði úti á . summm en væri tekinn í hús á vetrum. Búast má við að vöxtur- inn í gróðurskálum geti orðið nokkuð mikill og tréð orðið pláss- frekt þegar það eldist. Hér í höf- uðborginn hafa fengist ungar musteristrésplöntur við vægu verði og stóðst undirritaður ekki mátið nú í sumar og keypti eina plöntu sem búið er að koma fyrir í svölum gróðurskála. I grasagarðinum í borginni Tours í Frakklandi var okkur sem vorum í ferð Garðyrkjufélagsins sýnt gamalt musteristré karl- kyns, sem hafði að sjálfsögðu aldrei borið ávöxt, þar til hugvits- sömum garðyrkjumanni hug- kvæmdist að græða á eina grein- ina sprota af kventré. Þama sáum við hina vöxtulegustu kven- grein með miklu af ávöxtum sem að vísu vora ekki þroskaðir enn- þá. Þannig geta starfsmenn gra- sagarðsins nú safnað fræi af gamla karltrénu til eigin ræktun- ar og frædreifíngar til annarra grasagarða eða garðyrkjufélaga víðsvegar um heim. Að lokum má geta þess að eins og margar aðrar plöntur er musteristréð álitið hafa mikinn lækningamátt. Seyði af blöðum tijánna er talið hafa mátt til að lækna æðasjúkdóma. Það er talið örva blóðrás, koma í veg fyrir æðakölkun og ýmsa aðra sjúk- dóma sem leggjast á æðakerfíð. Sigurður Þórðarson Eldri borgarar á sólarströnd eftir Sigurð R. Guðmundsson Undanfarin ár hef ég átt því láni að fagna að leiða hópa eldri borg- ara vor og haust til stranda sólar- landa á Spáni og í Portúgal. Þar sem fyrirspurnir um slíkar ferðir í mín eyra hafa margfaldast að und- anförnu langar mig að setja þessar fáu línur á blað og gera örstutta grein fyrir því einstaka orðspori sem fer af þessum ferðum. Langur dimmur vetur Ég efa ekki að helsti hvatinn til þátttöku í slíkum ferðum er hinn langi og dimmi vetur sem við búum við. Hvað er betra meðal en að halda á vit sólarinnar snemma að vori þegar gróður stendur með blóma suður við Miðjarðarhaf? Eða framlengja sumarið og búa sig und- ir skammdegið með notalegri dvöl á sólarströnd að hausti? Því er ekki að leyna að þeir era margir þátttak- endur í ferðum mínum á vegum Úrvals-Útsýnar sem hreinlega geta ekki án þessara ferða verið. Þeir koma aftur og aftur. Samstilltur hópur Það sem alla jafna vekur athygli útlendinga og annarra ferðalanga ytra er það hversu samstilltur ís- lenski hópurinn er. Allir virðast þekkja alla (er það ekki raunin?) og gleði og ósvikin ánægja skín úr hveiju andliti. Það er strax í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar að maður sér gamla vini og nýja fallast í faðma og samgleðjast yfír því að eiga í vændum nokkurra vikna samfylgd undir suðrænni sól. Leikfimin, kvöldvökurnar og kynnisferðimar Dagskráin ytra er fjölbreytt og jafnan er reynt að gera sem flestum til hæfis. Sumir taka þátt í öllum dagskrárliðum en aðrir láta sér nægja að koma endram og eins. Hér er öllum fijálst að haga sér eftir eigin höfði. Við hefjum ferðina með kynningarfundi þar sem farið er yfír dagskrá komandi vikna, veittar ýmsar hagnýtar upplýs- ingar, skoðunarferðir kynntar og félagsstarfinu er gefínn sérstakur gaumur. Það er einmitt félagsstarf- ið okkar sem mest er spurt um. Byijum á leikfiminni. Ég hef átt því láni að fagna að hafa haft að- stöðu til að kynna mér leikfimi fyr- ir eldri borgara. Og í suðrænum hita er yndislegt að miðla þeirri þekkingu og vinsældir morgunleik- fíminnar eru slíkar að oft eru yfir hundrað þátttakendur. Við teygj- um, marserum, syngjum og dönsum undir skemmtilegri tónlist. Vegleg- ar kvöldvökur eru haldnar reglulega og þar er mikið lagt upp úr þátt- töku hópsins. Margir eiga gott skemmtiefni í pokahorninu og koma með það að heiman. Við syngjum mikið og ekki má gleyma dansinum en stundum sláum við upp böllum. Loks spilum við félagsvist a.m.k. vikulega og stundum fer hópurinn saman út að borða á völdum veit- ingastöðum. Auðvitað er reynt eftir föngum að haga seglum eftir vindi og veðri og áhuga þátttakenda. Sigurður R. Guðmundsson „Ég sé stundum fólk hreinlega yngjast um mörg ár þegar gleðin og ánægja taka völdin.“ Hjúkrunarkona til lialds og trausts Það hefur reynst ómetanlegt að hafa með í för íslenska hjúkrunar- konu í hópferðum aldraðra. Óþarft er að minna á öryggið sem slíku fylgir en sem betur fer er næsta fátítt að reyni verulega á störf hennar. Hún hefur ráð undir rifí hveiju þegar smákvillar gera vart við sig og fylgir fólki til læknis þegar svo stendur á. Vert er að geta þess að við erum ávallt í sam- bandi við lækna á staðnum sem reynst hafa mjög vel. Portúgal og Kanaríeyjar Undanfarið hef ég leitt ferðir eldri borgara á vegum Úrvals- Útsýnar til Albufeira í Portúgal og einnig til Gran Canaria á Kanaríeyj- um í janúar. Að mínu mati er að- staðan frábær á báðum stöðum. í september liggur leiðin á Brisa Sol- íbúðahótelið í Albufeira sem er eitt glæsilegasta og best búna íbúðahót- el sem ég hef kynnst. Boðið er upp á loftkældar og frábærlega vel bún- ar vistarverur og á hótelinu eru fyrsta flokks veitingastaðir, mjög hentugir salir er falla vel að kvöld- vökum okkar, einstaklega góður sundlaugargarður, upphituð inni- sundlaug og síðast en ekki síst afar alúðlegt starfsfólk. Hér líður öllum mjög vel. Fólk yngist um mörg ár Oft er ég spurður að því hvort það sé ekki dýrt að dvelja í 3 til 4 vikur á sólarströnd. Ég vil fullyrða að svo er ekki. Að mínu mati er fjárfestingin í léttari lund og oft betri heilsu mjög ódýr. Samheldni og glaðværð farþeganna er oft ótrú- leg. Ég sé stundum fólk hreinlega yngjast um mörg ár þegar gleðin og ánægja taka völdin. Farsælt samstarf Úrval-Útsýn hefur átt því láni að fagna að starfa náið með ýmsum félögum eldri borgara, þ. á m. ferðanefnd FEB-samtakanna. Allir félagar í FEB-eiga kost á sérstök- um afslætti í sólarferðir eldri borg- ara. Auk þess hefur tekist ákaflega gefandi og ánægjuleg samvinna nokkur bæjarfélög sem efnt háfa til hópferða meðal eldri borgara. M.a. má nefna Selfoss og Hafnar- fjörð í þessu sambandi. Hafnar- fjörður hefur t.d. styrkt ferð eldri borgara bæjarins með því að senda sérstakan fararstjóra með hafn- fírska hópnum. Velkomin í hópinn Ég vona að mér hafí tekist að gera stutta grein fyrir því helsta sem einkennir sólarferðir eldri borg- ara á vegum Úrvals-Útsýnar. Eg vonast til að sjá ný og gömul andlit í haustferð okkar til Portúgals í september. Höfundur er iþróttakennarí og fyrrverandi skólastjóri og hefur umsjón med eldrí borgara ferðum Úrvals-Útsýnar. 9097 Sykurkar Verð: 3.800,- VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.