Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
?
Gísli Jónsson
fæddist á Hofi í
Svarfaðardal 14.
september 1925.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Gíslason, bóndi
á Hofi, og Arnfríður
Anna Sigurhjartar-
dóttir. Bróðir Gísla
var Sigurhjörtur, f.
31. des. 1926, d. 1.
júlí 1931. Einnig átti
Gísli tvo fósturbræð-
ur. Annar var Pálmi Pétursson,
kennari í Reykjavík, f. 20. nóv.
1923, d. 8. nóvember 1993; hinn
Agnar Auðunn Þorsteinsson,
bóndi á Hofi, f. 2. mars 1934, d. 18.
júlí 1975.
Hinn 29. júlí 1951 kvæntist Gísli
Hervöru Ásgrímsdóttur, f. 29. júní
1929, d. 29. okt. 1971. Foreldrar
hennar voru Ásgrímur Pétursson,
fiskmatsmaður á Akureyri, og
María Guðmundsdóttir, húsfreyja.
Gísli og Hervör eignuðust sjö
börn. Þau eru: 1) Hjörtur, frétta-
stjóri hjá Morgunblaðinu, f. 14.
des. 1951, sambýliskona hans er
Helga Þórarinsdóttir. Hjörtur á
tvo syni, Svein Viðar og Jón Ein-
ar. 2) Arnfríður, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 21. maí 1953, gift Páli
Gíslasyni. Börn þeirra eru Hervör
Gísli lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1946
og kandídatsprófi í norrænum
fræðum frá Háskóla Íslands árið
1953 jafnframt prófi í uppeldis- og
kennslufræðum. Gísli starfaði sem
þingskrifari á námsárum sínum
og frá 1951 sem kennari við MA,
fyrst lausráðinn en skipaður árið
1953 og starfaði þar alla tíð. Í
nokkur ár sá hann einnig um að
búa bækur Kvöldvökuútgáfunnar
á Akureyri til prentunar. Hann sá
um útvarpsþáttinn Daglegt mál
veturinn 1977?78. Gísli var á
námsárum sínum formaður Stúd-
entaráðs og Stúdentafélags Há-
skóla Íslands. Hann var bæjar-
fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
nær samfellt árin 1958 til 1983 og
sat í bæjarráði 1970?80. Þá sat
hann um árabil í stjórn Amtsbóka-
safnsins og var formaður um
tíma, í niðurjöfnunarnefnd og
jafnréttisnefnd Akureyrar og var
formaður stjórnar Húsafriðunar-
sjóðs bæjarins. Gísli var varaþing-
maður 1959?71 og sat á þingi öðru
hverju og gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Fjölmörg rit liggja eftir Gísla,
m.a. saga KEA, Saga Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík, Saga
MA, Fullveldi Íslands og fleiri,
einnig þýðingar og ritgerðir og
hann bjó fjölmargar bækur til
prentunar. Þá er nýverið komin út
Nýja limrubókin sem hefur að
geyma ritgerð um limrur og fjöl-
margar limrur sem birst hafa í ís-
lenskuþáttum Gísla hér í blaðinu.
Útför Gísla fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
og Gísli. 3) María,
bókmenntafræðingur
frá Háskóla Íslands, f.
15. des. 1954, gift Ara
Þ. Þorsteinssyni og
eiga þau börnin Eik
og Ásgrím. 4) Soffía,
starfsmaður Íslands-
banka, f. 26. okt 1956.
Hún á tvo syni, Árna
og Ásgeir. Sambýlis-
kona Árna er Erla Ás-
mundsdóttir og eiga
þau dótturina Tinnu
Rut. 5) Guðrún, kenn-
ari, f. 26. maí 1960,
gift Jóni Indriðasyni.
Guðrún á eina dóttur, Unu. 6)
Ingibjörg, athafnakona, f. 19. maí
1961, gift Christopher Yearian.
Ingibjörg á þrjú börn, Arnfríði,
Hervöru Maríu og Brimar. 7) Jón,
kennari og sjómaður, f. 24. apríl
1965. Hann á tvær dætur, Diljá og
Úrsúlu. Hinn 19. apríl 1973
kvæntist Gísli Bryndísi Jakobs-
dóttur, f. 26. apríl 1932, d. 10. júlí
1986. Þau skildu. Foreldrar henn-
ar voru Jakob Frímannsson,
kaupfélagsstjóri á Akureyri, og
Borghildur Jónsdóttir, húsfreyja.
Hinn 12. apríl 1984 giftist Gísli
eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu
Björgu Björnsdóttur, f. 16. júní
1938. Foreldrar hennar voru
Björn Zóphonías Arngrímsson,
sjómaður á Dalvík, og Sigrún 
Júlíusdóttir húsmóðir.
Aspirnar standa? allar ennþá svo skínandi 
gular,
æðrulausar og skynja í ró að það kular.
Brátt fæst sú hvíld sem þeim náttúran 
leyfir að neyta
og næsta vor skulu þær laufhaddi grænum
sig skreyta.
Þær bera ekki ugg, enda augljós hin 
geiglausa myndin,
En öðrum mun finnast að haustljóð sé
komið í vindinn
og vita eins og skáldið að villusamt reynist
á vegi
og vonlaust að skrúði, sem horfinn er, 
nýskapast megi.
En hver sem um ævina einhverju hafði 
að skarta
á þó haustdegi þakklæti ríkast í hjarta.
Sem lauf mun hann hóglega í húmkyrru
falla til svarðar
í hlýju þess faðmlags sem ól hann til 
skapandi jarðar.
(Venjulegt haustljóð.)
Þetta ljóð fann ég, ásamt mörgu
öðru, í skókassa sem pabbi hafði sent
mér fyrir nokkrum misserum og beð-
ið mig að geyma og varðveita þar til
hann færi yfir á annað tilverustig. Því
miður kom að því allt of fljótt að ég
opnaði kassann. Það gerði ég
skömmu eftir að eiginkona hans,
Anna Björg Björnsdóttir, færði mér
sorgarfregnina. Innihald kassans
gerði mér gott, færði mér innri fró og
opnaði minn eigin kassa af minning-
um um pabba minn. Þær voru allar
góðar. Í kassanum frá pabba var að
mestu leyti kveðskapur af fjölbreyttu
tagi, og sumar limrurnar vöktu mér
ekki aðeins ljúfar minningar, heldur
einnig einhvers konar gleði sem erfitt
er að skýra þegar sorgin nístir hjarta
manns. Þarna var pabbi ljóslifandi
kominn. Í kassanum voru limrurnar
hans, ástarljóðin, Garðsbragur,
Kvæðið um hnífinn, minningar frá
menntaskólaárum, erindi frá háskóla-
árum og ýmislegt fleira. 
Á öðru blaði var að finna brag sem
meðal annars hafði að geyma þessi er-
indi:
Nú finn ég þrótt minn þverra.
Það þykir mér einkum verra
að hafa um áraraðir
ógóður verið faðir. 
Var þó oft vinur kátur,
vænn þeim og eftirlátur.
En vel hefur guð minn gert þau
úr garði og lífið hert þau.
Nú finn ég þrótt minn þverra.
Þakka ég mínum herra
hvern dag að vakna og vinna
verk er sérhverjum hinna
saklaus sýnast í heimi,
sárindi og vél ei geymi.
Meta skal mið öll yfir
að meiða ekki neitt sem lifir.
Pabbi var aldrei ógóður faðir, en sú
tilfinning að svo væri lagðist þungt á
hann vegna ástar hans á okkur. Minn-
ingar frá barnæsku lýsa ástúð og um-
hyggju. Pabbi var önnum kafinn mað-
ur, kennari og stjórnmálamaður,
eiginmaður, faðir, vinur og bróðir.
Hann fann alltaf einhverja stund til að
sinna okkur barnaskaranum, við er-
um sjö. Hann las okkur í svefn á
hverju kvöldi, við fengum að fara með
honum í bæinn, skólann og hitt og
þetta, sem þá þótti töluvert ferðalag,
enda átti hann ekki bíl, en anzi vorum
við stundum þreytt á því hvað hann
þurfti oft að stoppa til að spjalla. Sú
þreyta kom samt ekki í veg fyrir að
við vildum alltaf fara með honum.
Þegar hann kom heim úr skólanum,
stundum þreyttur og lagði sig í dívan
inni í stofu, fann hann samt tíma til að
leika við okkur, þegar hann þóttist
vera sofandi og við áttum að reyna að
ná af honum flókainniskónum góðu,
sem voru með svo mikla pabbalykt.
Það gleymist ekki heldur, þegar við
Fríða systir tókum að okkur að
drýgja mjólkina með vatni svo ekki
þyrfti að kaupa meira, en mig minnir
að við höfum gert það á skrifborðinu
hans pabba og svo mikið hafi farið
niður að hann hafi þurft að bæta nem-
endum sínum aragrúa stílabóka, sem
setti svolítið strik í heimilisbókhaldið.
Ef ég man rétt var þessari búbót
mætt af skilningi. Ég gleymi heldur
aldrei þeirri lotningu og stóru stund
þegar ég fékk að fara með pabba upp í
skóla. Þetta stórkostlega hús sem
hýsti Menntaskólann á Akureyri.
Strax, þegar inn var komið, var það
þessi ótrúlega sál eða andi í húsinu,
lyktin af bóninu og brakið í gólfinu
sem fangaði hugann og þá var gott að
halda í höndina á pabba. Þegar komið
var inn á kennarastofu og lítill dreng-
ur settist í stærsta leðursófa í heimi
fékk hann ennfrekar en áður staðfest-
ingu á því að pabbi væri mikill maður.
Sú tilfinning hefur aldrei dofnað.
Það eru rúm þrjátíu ár síðan
mamma dó. Það var okkur þung raun
öllum, en sennilega fékk það mest á
pabba, enda var mamma kjölfestan í
lífi hans, eins og reyndar okkar. Hon-
um urðu eftir það lífsins götur hálar
um nokkurt skeið, en þar lágu líka
leiðir okkar feðganna nokkuð saman.
En þegar vel lá á pabba var ekki hægt
að hugsa sér skemmtilegri félaga og
þannig var það reyndar oftast. 
Svo kom að því að börnin flugu úr
hreiðrinu eitt af öðru og ég veit að
pabba sárnaði að geta ekki verið okk-
ur betri og meiri stoð og stytta, eink-
um þeim yngri sem ekki nutu þeirrar
ánægju, nema alltof takmarkað, að
vaxa úr grasi undir handleiðslu bæði
mömmu og pabba. En það var ekki
við hann að sakast og alla tíð hefur
hann verið mér stoð og stytta á sinn
hógværa og hljóðláta hátt, verið mér
sú fyrirmynd sem ég gæti einnar ósk-
að mér. Líklega hef ég verið í hvað
nánustu sambandi við pabba af okkur
systkinunum og þótt við sæjumst
ekki oft, þá töluðum við oftar saman
og sérstaklega ef ég taldi mig sjá á
þáttunum hans um íslenzkt mál, að
honum liði ekki vel. Það var sjaldan
sem svo var. 
Pabbi átti lengi við erfiða heilsu að
stríða, um það bil síðustu tuttugu ár-
in, vegna þess að feita kjötið, eggin og
allt þetta, sem honum fannst svo gott,
festist í kransæðunum. Þegar við
krakkarnir leifðum fitunni af súpu-
kjötinu sá pabbi um að hún færi ekki
til spillis, enda sá þá Maja systir,
nokkurra ára gömul, aukið notagildi í
pabba. ?Það er gott að við höfum
pabba, þá þurfum við ekki hund.?
Pabbi kvæntist tvívegis eftir að
mamma dó. Fyrra hjónabandinu með
Bryndísi Jakobsdóttur lauk með
skilnaði. Því seinna lauk með andláti
hans. Ég er eftirlifandi eiginkonu
hans, Önnu Björgu Björnsdóttur,
ævarandi þakklátur fyrir það hve vel
hún reyndist pabba. Við systkinin
hefðum viljað að samgangurinn hefði
verið meiri, en pabbi réð ferðinni, því
miður varð hann svolítið mannfælinn
þegar á leið. 
Pabbi var kennari. Þótt hann hætti
að kenna þegar hann komst á aldur
hélt hann áfram að kenna. Þótt hann
sé látinn heldur hann áfram að kenna.
Þættirnir hans um íslenzkt mál lifa
áfram og öll þau ritverk sem hann
hefur sent frá sér eru lifandi að hon-
um látnum. Síðasta kveðjan sem ég
fékk frá honum er skrifuð á spássíu
Nýju limrubókarinnar. Hún er svo-
hljóðandi: Til Hjartar með vinar og
bróðurhug, frá pabba. Þannig mun ég
minnast hans, ekki aðeins sem pabba,
heldur líka bróður og vinar. Hann er
enn kennari og látinn kenndi hann
mér að opna kassa. Við eigum öll
kassa og ættum kannski að hugsa um
það að opna þá fyrr en síðar til að geta
tjáð þeim, sem við elskum og virðum,
tilfinningar okkar meðan tækifæri
gefst. 
Það hefur haustað hjá pabba, hann
er hóglega fallinn í hlýju þess faðm-
lags sem ól hann til skapandi jarðar.
Það er á vissan hátt huggun okkur
sem eftir lifum og elskum hann.
Þinn sonur
Hjörtur Gíslason.
Elsku pabbi minn. 
Mér bárust þær fréttir til Svíþjóðar
að þú værir dáinn. Og þrátt fyrir að
aðstæður lífsins hefðu gert það að
verkum að við vorum búin að vera
langt frá hvort öðru í mörg ár, komu
allar góðu minningarnar mínar um
þig til baka til mín.
Þú varst góður pabbi. Heimili ykk-
ar mömmu var amstursamt, sjö börn
að fæða og klæða og kennarastarf þitt
og stjórnmál krafðist mikillar heima-
vinnu. En þrátt fyrir það gafstu þér
alltaf tíma fyrir okkur krakkana. All-
ar sögurnar sem þú last fyrir okkur,
þjóðsögur Jóns Árnasonar voru í
uppáhaldi og sumar þeirra hafðir þú
lesið svo oft að við kunnum þær utan
að. Ég man öll kvöldin sem þú svæfðir
okkur Gunnu. Þú fórst í sérstakar
svæfingabuxur sem voru með vösum
á hliðunum sem við stungum löppun-
um ofan í. Þú bjóst til leiki til að kenna
okkur stigbreytingu og aðra mál-
fræði, spurningakeppni til að kenna
okkur mannkynssögu og þú hafðir
alltaf tíma til að hlýða okkur yfir þeg-
ar við þurftum að lesa undir próf í
skólanum. 
Ég er sannfærð um að flestir ef
ekki allir nemendur þínir séu mér
sammála um að þú varst mjög góður
kennari. Þú kenndir okkur mörg
skemmtileg orð sem þú vildir að við
notuðum í staðinn fyrir blótsyrði,
?Jónatanskrókur í glasi? var meðal
þeirra. Og þegar þú varst þreyttur á
okkur sagðir þú stundum ?farið þið
nú út og leikið ykkur, horklessurnar
mínar? og við Gunna systir ætluðum
alveg að míga á okkur af hlátri. 
Já, pabbi minn, ég veit að ég var at-
hafnasamur krakki og þú þurftir að
hafa fyrir mér, en þú varst þolinmóð-
ur og skammaðir mig aldrei fyrir það.
Aftur á móti ortir þú svo um mig
þessa vísu:
Þó ýmsir sofi eins og svín
og úr leti kafni. 
Þá alltaf hefur hún Imba mín 
eitthvað fyrir stafni.
Ég man líka sérstaklega eftir öllum
göngutúrunum upp á Grísaból, sem
þú fórst með okkur í svo mamma gæti
búið til sunnudagsmatinn í friði og öll-
um ferðunum út í Hof í Svarfaðardal,
æskustöðvar þínar, til að heimsækja
Jón afa, Soffíu og Lalla, sem öll áttu
stóran þátt í uppvexti okkar systkin-
anna.
Þegar ég var tíu ára og þú ennþá í
blóma lífsins, breyttist líf okkar allra.
Þá veiktist mamma, þín ástkæra
eiginkona, Hervör Ásgrímsdóttir, og
dó. Þetta var stórt áfall fyrir okkur öll
og sérstaklega fyrir þig, elsku pabbi
minn, og það var einhvern veginn eins
og hluti af þér dæi með henni. En lífið
hélt áfram og þú gerðir þitt besta við
að koma okkur systkinunum á legg.
Síðastliðin fimmtán ár höfðum við
því miður alltof lítið samband, ég
flutti til Svíþjóðar og þú valdir að
draga þig í hlé frá mörgum af þínum
nánustu. Ég átti nú stundum svolítið
erfitt með að skilja það, en ég veit
hvað þér þótti vænt um mig og þú átt-
ir og átt enn stórt pláss í hjarta mínu.
Elsku pabbi minn, ég þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig
og fyrir allt það ríkidæmi af góðum
minningum sem þú skilur eftir hjá
mér.
Ég kyssi þig á ennið og strýk þér
um kinnina og bið Guð og góða vætti
að vera með þér og gefa sálu þinni
frið.
Þín dóttir, 
Ingibjörg Gísladóttir.
Gísli fóstri minn er dáinn.
Vinátta okkar rekur sig aftur til
menntaskólaáranna. Hann kenndi
mér íslensku í 4., 5. og 6. bekk og naut
ég hverrar stundar, af því að hann
kenndi af hrifningu. Engan hef ég
hitt, sem talaði betra mál. Rödd hans
var hljómmikil og þýð. Hrynjandi lék
honum á tungu og honum var eigin-
legt að draga fram anda og merkingu
kvæðisins. Hann skýrði fyrir nem-
endum sínum uppruna orða og sam-
hengi íslenskra bókmennta og sögu.
Hávamál og Sonatorrek urðu auðskil-
in. Minnisstæðust er kannski túlkun
hans á Passíusálmunum og hvernig
hann gæddi þá lífi með því að tengja
þá ævi og örlögum Hallgríms. Ég get
líka nefnt önnur kvæði og önnur
skáld: Um samlíking sólarinnar eftir
Bjarna Gissurarson og auðvitað Jón-
as Hallgrímsson. Af nútímaskáldum
þótti honum vænst um Hannes Pét-
ursson. Hann kunni ljóð hans bókstaf-
lega utanað og ég gleymi aldrei, þeg-
ar hann fór með Páskaliljur, sem ég
þekkti ekki áður: 
Þið hringið inn upprisu jarðar, 
kólflausu klukkur,
klukkur af gullnu silki, lifandi silki!
Ég lærði meir af Gísla en nokkrum
öðrum kennara og naut þess að vera
nemandi hans, meðan við lifðum báð-
ir.
Gísli var hamhleypa til vinnu, eins
og bækur hans, greinar og ritgerðir
sýna. Ég nefni til sögunnar rannsókn-
ir hans á mannanöfnum og hvernig
honum tókst að glæða þurr vísindi lífi
með því að tengja einstök heiti per-
sónum, sem báru þau. Og þætti hans
um íslenskt mál í Morgunblaðinu,
1.138 að tölu. Þeir lýsa vel manninum
og kennaranum, sem von er: Íslensk
tunga verður ekki skilin, nema menn
þekki uppruna orðanna. Hann hrósar
því, sem vel er sagt, og það er hlýja í
hverju orði. Hann rifjar upp góðan
skáldskap, kunnan og ókunnan, en
dregur úr hátíðleikanum með tæki-
færislimrum. Og svo gerir hann að
gamni sínu. Í síðasta þættinum rifjar
hann upp Lilju, sem allir vildu kveðið
hafa. Og fer vel á því.
Gísli var mjög pólitískur og einarð-
ur í skoðunum. Hann mótaðist á þeim
árum, þegar uppgangur kommúnism-
ans varð ógn öllu mannkyni. Hann var
þingritari á þeim örlagaríka degi 30.
mars 1949, þegar samþykkt var að Ís-
land gengi í Atlantshafsbandalagið og
óeirðirnar urðu við Alþingishúsið.
Þeir atburðir höfðu djúp áhrif á hann.
Hann var æ síðan í fylkingarbrjósti
þeirra, sem vildu efla varnarmátt lýð-
ræðisríkja, af því að hann trúði því, að
með því stæði hann vörð um frelsi og
mannréttindi í heiminum. Um þetta
urðu hörð átök hér á landi á þeim
tíma, sem erfitt er að skýra nú eftir
fall Berlínarmúrsins. Og er þá rétt að
hafa í huga, að uppgjörið við komm-
únismann hefur enn ekki orðið hér á
landi.
Gísli átti lengi sæti í bæjarstjórn og
varð leiðtogi sjálfstæðismanna á eftir
Jóni G. Sólnes. Hann naut trausts og
stuðnings langt út fyrir raðir flokks-
systkina sinna. Áhugasviðið var vítt.
Honum var ávallt sérlega annt um
Amtsbókasafnið. Málefni Laxárvirkj-
unar voru honum einnig hugleikin.
Hann var glæsilegur foringi, funa
mælskur, en prúður þótt málafylgjan
væri sterk. Við sópuðumst að honum
ungir sjálfstæðismenn og nutum
hverrar stundar í kosningabarátt-
unni. Aldrei nefndi hann stjórnmál
við nemendur sína.
Eftir að Gísli hætti afskiptum af
stjórnmálum, helgaði hann sig hugð-
arefnum sínum og fræðimennsku og
átti næðis- og iðjustundir á Amts-
bókasafninu. Hann varð að síðustu
samgróinn því. Hinn pólitíski streng-
ur slitnaði þó aldrei og átti Davíð
Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hauk í horni, þar sem hann var.
Gísli átti það til að skrifa samherjum
sínum nokkur orð til að þakka þeim
góða frammistöðu eða til að stappa í
þá stálinu og það þótti þeim vænt um.
Ég hringdi oft í fóstra minn eða
skaust til hans til að sækja þangað ráð
og styrk. 
Við Kristrún söknum Gísla og
minnumst hans með virðingu og
þakklæti. Samúð okkar er rík með
konu hans, Önnu Björgu, börnum og
fjölskyldu. Guð blessi minningu Gísla
Jónssonar.
Halldór Blöndal.
Gísli Jónsson var mikilhæfur mað-
ur, þótt ekki fengi hann notið allra
hæfileika sinna. Hann hefði í lífi sínu
getað skreytt sig ýmsum virðingar-
nöfnum eins og sagnfræðingur, rit-
höfundur, íslenskufræðingur, bók-
menntafræðingur, bæjarfulltrúi ?
jafnvel alþingismaður, en hann kaus
að nota virðingarheitið menntaskóla-
GÍSLI 
JÓNSSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84