Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 2
sá Halldór einnig. Halldór var og uliaTmatsmaður í mörg ár, en á Arngerðareyri var Kaupíélag Naut eyrarhrepps um margra ára skeið og átti þar sláturhús. Vermenn komu í stórum hópum sunnan yfir Steingrimsfjarðarheiði, Þorska- fjarðarheiði og Kollafjarðarheiði um páskaleytið, Allir þessir ver- mannahópar stefndu beint að Arn- gerðareyri til gistingar og annarr- ar fyrirgreiðslu, dvöldu þar svo þangað til ferð féll út Djúpið til verstöðvanna Bolungarvíkur, Hnífs dals, ísafjarðar og Súðavíkur. Þá var oft þröngt í Arngerðareyrar- bænum gamla. Dyraloftið var fullt af næturgestum og öll börnin lát- in ganga úr rúmi fyrir þessum aðkomúmönnum og látin sofa mörg saman í flatsæng í síma- herberginu eða baðstofugólfinu. Þá varð að greiða fyrir símavinnu- mönnum, sem komu sumar hvert í viðgerðaleiðangrum, vegagerðar- menn voru og tíðir gestir á Arn- gerðareyri og sagt hefur mér mað- ur, sem var við vegagerð í Langa- dalnum, að margir vegagerðar- manna hefðu fengið þveginn þvott inn sinn á Arngerðareyri. Á Arn- gerðareyri var þing- og’samkomu- hús hreppsins. Þar voru haldnir allir mögulegir fundir, þingmála- fundir, leiðaþing svo og allar kkemmtisamkomur. Ungmennafé lag hreppsins hélt þar og alla sína fundi, enda átti það samkomuhús- ið að hálfu á móti hreppsbúum. Á Arngerðareyri sat læknir Nauteyrariæknishéraðs um nokk- urra ára skeið í húsurn þeirra hjóna, Steinunnar og Halldórs, pg hafði aila aðhlynningu hjá þeim. Eftir að akvegur var kominn alla leið frá Reykjavík að Kinnarstöð- um í Þorskafirði, tók Halldór að sér reiðslu fjölda fólks frá Arn- gerðareyri suður yfir Þorskafjarð- •arheiði að Kinnarstöðum. Varð þá að smala saman fjölda hesta og reiðvera og reiða þessa stóru ferða mannahópa í veg fyrir áætlunar- bílana. Margur, sem les þessar línur, gæti haldið, að ég eignaði Hall- dóri einum allt, sem unnið var á þessu stóra heimili, Arngerðar- eyri. Því fer fjarri, Halldór stóð' síður en svo einn í því mikla verki, sem framkvæma varð á Arngerð- areyrarheimilinu þau 37 ár, sem hann bjó þar. Það var öðru nær, því að við hlið hans stóð hin hug- Ijúfa, góða eiginkona hans. Það var engu líkara en að á Arngerð- areyri gerðust kraftaverk fyrir til- stilli hennar, svo var afkastageta hennar mikil, með allan sinn stóra barnahóp og mikla gestagang, enda sótti hún styrk sinn í trú og til- beiðslu(!til hans, sem allt gefur og öliu ræður. HalTdór þótti afar vænt um kirkju sína, sóknarkirkju Kirkju- bólsþinga á Nauteyri, og mátti hann ekki til þess hugsa, að hún yrði lögð .niður eða yrði tímans tönn að bráð. Þessa kirkju hafði afi hans, Jón Halldórsson, óðals- bóndi á- Laugabóli, látið reisa árið 1885 og gefið hana söfnuðinum. í þessari kirkju voru öll börn þeirra HalldórS og Steinunnar fermd. Þau Halldór og Steinunn eign- uðust 10 börn og eru 9 peirra á lífi. Þau eru: Guðrún, gift Samúel Samúelssyni bakarameistara í-.Reykjavík, Hólm- fríður, gift Erling Hestnes, tré- smíðameistara, Jón húsasmíðameist ari, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, Þórhallur, sveitarstjóri á Suður- eyri í Súgandafirði, kvæntur Sig- rúnu Sturladóttur, Ragna, gift Kristni Sigurjónssyni, byggingar- meistara í Reykjavík. Inga Lára. Hún dó 16 ára gömul. Baldvin, leikari og leikstjóri við Þjóðleik- húsið, kvæntur Vigdísi Pálsdóttur. Theódór, garðyrkjumaður, yfir- verkstjóri hjá garðyrkjustjóranum í Reykjavík, kvæntur Steinunni Jó- hannesdóttur. Erlingur, kennari og stjórnar oft leikritum úti á landi, •kvæntur Jóhönnu Kristjánsdóttur. Hjördís, lærð hjúkrunarkona, gift Birnj Eiríkssyni, skrifstofumanni í Reykjavík. Halldór á Arngerðareyri var á marga lund eftirtektarverður mað- ut. Hann bar af flestum fyrir dugnað sinn og áræði. Han virt- isf búa yfir vara-orku, sem hann gat gripið til, er hann þurfti að bæta á sig nýjum störfum. Hann var líka mjög félagslyndur maður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Maður getur ekki gleymt honum, hversu hann hressti upp alla með fjöri sínu og gáska á dansskemmtunum og dans aði af lífi og sál og söng með, en hann var söngmaður góður. Þáð var ekkert hálfkák. Lyndiseink- unn Halldórs var eitthvað á þessa leið: Hress og aðsópsmikill í fram- komu, broshýr og glaður í við- móti og þegar hann hló, hló hann svo hjartanlega, að öllum hlýnaði I huiga í návist-hans. Halldór hafði gaman af því að glettast við menn, en þó alltaf í græskuleysi. En kæmi það fyrir, að menn misskildu spaug hans og þykktust við, brast hann í háværan, hjartanlegan hlát- ur og hló þangað til miskilningn- um var eytt og sá, er hafði mis- skilið hann, tók undir hlátur hans. Halldór heitinn var mjög greind- ur og las mikið af bókum eftir a'ð honum gafst næði til þess, en þa® næði fékk hann eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur fyrir 11 árum- Hann sagði skemmtilega frá, eink- um þó smáskrítnum grínsögum- Halldór var líka prýðilega máli far" inn og hélt oft góðar tækifæris- ræður. Ég man sérstaklega eftir, hve góð ræða hans var, er hann flutti sem kveðjuorð til prófasts- ins séra Þorsteins Jóhannessonar í skilnaðarsamsæti, sem honum vaf haldið í Reykjanesskóla, er hann hætti prestskap árið 1956. Þegar gömlu og góðu bænda- höfðingjarnir úr innhreppuna Djúpsins falla hver af öðrum nú j seinni tíð, er eins og dragi ský fyrir sólu, en það birtir aftur 3 ný. því góðar minningar um Þ3 lifa. Drottinn blessi minningu Hall' dórs frá Arngerðareyri. Hávarður Friðriksson. Leiðrétting Nokkrar meinlegar villur slædd ust í minningargrein mína um Sigfús Halldórs frá Höfnum. Þess- ar eru meinlegastar: 1. í greininni segir: „Hið sið' asta, sem honum var falið þar i borg í þágu íslenzkra samtaka Þar’ var formennska í heimferðarnefnd Vestur-íslendinga á Alþingishátíð' ina 193Q“. Þarna átti að vera: „seta í heimferðarnefnd“ o s. frv. 2. Helgi Bjarnason var bóndi J Addingham, Manitoba, Ka.nada“ ekki Arlingham.“ 3. Þuríður er gift Jóhannesi Brandssyni, Stefánssonar frá Vik í Kýrdal. Föðurnafn hans féll nið' ur í handriti. 4. Mishermt er, að Halldór s® verkfræðingur. Hann er mæling3' maður. Guðm. Jósafatsson. 2 ÍSLENDINGAÞÆTTlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.