Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 3
Náttúrufr. - 29. árgangur - 2. hefti - 65.-112. siða - Reykjavik, júli 1959 Sigurður Þórarinsson: Alexander von Humboldt Hundraðasta ártíð, 6. maí 1959. Quem di diligunt, adolescens moritur. Sá er guðirnir elska deyr ungur. Um margan snillinginn hetur mátt viðhafa þessi orð, en þó eru, sem betur fer, einnig margar undantekningar. Ein hin merki- legasta er maður sá, sem í dag er minnst víða nm heim í tilefni af hundruðustu árstíð hans. Þessurn rnanni virtist flest það gott gefið, sem guðirnir mega dauðlegum veita, ættgöfgi og auður, snilligáfur og glæsimennska, en þessu fylgdi — ef bernskuár eru undanskilin, stálheilsa og fágætt starfsþrek, er entist nær tíu áratuga viðburða- ríka æfi. Og svo mikil var gjafmildi guðanna, að þeir gæddu einka- bi’óður þessa manns álíka snilligáfu og honum sjálfum og bundu bræðurna böndum órjúfandi vináttu. Friedrich Wilhelm Heinrich Alexander von Humboldt var í heiminn borinn í höllinni Tegel nærri Berlín 14. september 1769. Faðir hans, Alexander Georg von Humboldt, ættaður frá Ponnnern, var glaðlyndur heimsmaður, kammerherra að tign og major í Prússaher og í vinfengi við Friðrik mikla. Kona hans, María Elisa- beth, fædd Colomb, var af huguenottaættum, kona stórgáfuð og mikilhæf. Alexander og bróðir hans, Wilhelm, sent var tveimur árum eldri, hlutu ágæta undirstöðumenntun í heimahúsum og var ekkert til sparað um kennslu og heimiliskennara. Báðir voru þeir bræður námfúsir og næmir á allt nerna hljómlist, en um þá eðlu list við- hafði Alexander síðar þau ummæli, senr meistari Þorbergur mun undir taka, að hún væri þjóðfélagsböl, calamité sociale. Georg von Humboldt ætlaði báðum sonum sínum embættisframa í ríkisþjón- ustu og var menntun þeirra hagað eftir því. Á unga aldri sáu þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.