Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 179 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 75. ÁRG. - MAÍ 1989 AÐ TAKMARKA MEÐFERÐ VIÐ LOK LÍFS Á síðustu þremur áratugum hafa orðið stórstígar tæknilegar framfarir í læknisfræði sem gera nú mögulegt að bjarga og viðhalda lífi margra bráðveikra sjúklinga sem dæju ella. Þessar miklu framfarir eru fagnaðarefni en þær vekja jafnframt nýjar siðfræðilegar spumingar. Endurlífgun, meðferð í öndunarvél og blóðsíun eru dæmi um hátæknimeðferð sem getur lengt líf dauðvona sjúklings. Sýklalyf og næring um göm eða í æð sem á yfirborðinu sýnist áhrifaminni meðferð skilur engu að síður oft á milli lífs og dauða. Þar sem auknar þjáningar geta verið samfara meðferð dauðvona sjúklings standa læknar í hinum vestræna heimi iðulega frammi fyrir því að velja eða hafna hátæknimeðferð. Á hverjum degi eru teknar ákvarðanir um að endurlífga ekki, að nýta ekki blóðsíun, að hætta meðferð í öndunarvél og að hefja eða hætta næringarmeðferð. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvenær á að halda að sér höndum? Þessar spumingar snerta læknisfræði, siðfræði, lögfræði, þjóðfélagsvæntingar og fjárhagsgetu samfélagsins. Ákvarðanir af þessu tagi eru í eðli sínu flóknar og verða ekki teknar með hliðsjón af einum einföldum staðli. Þær verða enn erfiðari fyrir þá staðreynd að óvissa ríkir um marga þætti sem lúta að þeim (1). Oft er árangur meðferðar óviss og ef sjúklingurinn lifir af, óvissa um lífsgæði. Það getur verið umdeilanlegt hvort takmörkun á ákveðinni meðferð (til dæmis vökva í æð) sé siðfræðilega réttlætanleg. Og það getur verið óvissa um ákvarðanatökuna sjálfa. Hver á að meta aðstæður (læknirinn, sjúklingurinn, fjölskyldan) og fyrir hvað (árangur meðferðar eða lífsgæði sjúklings) og hvemig á að leysa ágreining sem kann að rísa meðal hlutaðeigandi? Þessi óvissa getur leitt til vandamála. Ákvarðanir eru stundum teknar án gjörhygli eða í flýti sem getur leitt til misræmis í ákvarðanatöku fyrir sambærilega sjúklinga á sömu stofnun. Oft er beðið með umræðu um takmarkaða meðferð og er þá sjúklingurinn oft orðinn of veikur til þess að taka sjálfur þátt í ákvörðuninni (2), enda þótt rannsóknir hafi sýnt að iæknar og fjölskylda sjúklings meta lífsgæði sjúklingsins verr en hann sjálfur (3). Tryggja þarf sanngimi og samræmi í töku ákvarðana um að takmarka meðferð og útfærslu ákvarðana þegar þær hafa verið teknar. Ákvarðanir verða að vera í senn í þágu sjúklingsins og í samræmi við siðfræðilega staðla og væntingar samfélagsins. Virða ber óskir og sjálfræði sjúklingsins og því lykilatriði að þekkja óskir hans. Lækninum ber skylda til að hjálpa sjúklingnum og skaða hann ekki en á hinn bóginn ber lækninum ekki skylda til að veita árangurslausa meðferð (5). Fyrsta skylda læknisins er við sjúklinginn og skylda hans við samfélagið kemur næst. Takmörkun á meðferð vegna kostnaðarsjónarmiða verður að leysa með stefnumörkun á samfélagsstigi en ekki á sjúkrabeði. Með lengri lífslíkum og auknum fjölda aldraðra snerta þessi mál aldraða oftar en aðra aldurshópa. Mikilvægt er að aldur sé ekki takmarkandi þáttur í meðferðarvali heldur ráði heildarsjúkdómsmyndin og sjúkdómshorfumar mestu. Ein leið til að auðvelda og samræma ákvarðanatöku af þessu tagi er að sjúkrahús semji stefnumótandi leiðbeiningar um takmarkanir á meðferð sem varðar líf og dauða. Leiðbeiningar um takmörkun á meðferð, eins og þau siðfræðilegu vandamál sem þær eiga við, em einnig í sjálfu sér umdeilanlegar og hafa bæði kosti og galla (1). Leiðbeiningamar ganga út frá því að ákvörðun um að takmarka meðferð geti verið réttlætanleg. Þetta á við þegar andlega heill sjúklingur sem hefur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.