Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 3
Nátturufr. — 40. árgangur — 2. hefti — 97.-144. siða — Reykjavik, sept. 1970 Trausti Einarsson: Yfirlit yfir jarðsögu Vestmannaeyja Nýlega var ég beðinn að semja ágrip a£ myndunarsögu Vest- mannaeyja, en til þess að geta jrað þurfti ég að fara yfir og bera saman þau gögn, sem komið hafa til sögunnar eftir að ég skrifaði kafla um þetta efni í Vestmannaeyjabók Ferðafélags íslands 1948. Flest gögnin þekkti ég að vísu, en ég hafði ekki borið þau saman í heild áður. Við; samanburðinn kom ýmislegt nýtt fram í huga mér, ný og ljósari mynd, sem þó var ekkert rúm til að rökstyðja x áðurnefndu ágripi. Skal það því gert hér á eðlilegri vettvangi. Til jress að lengja málið ekki um of, nota ég ritgerðina frá 1948 sem undirstöðu eða bakgrunn og vitna til heita og merkinga á jarðlögum, sem jxar eru notuð. Fyist vil ég geta þess, að sumarið 1959 fór ég sérstaka könnunar- ferðj til Eyja og sá þá ýmislegt í nýju ljósi. Hið hallandi lag A undir Suðurfellunum (2. mynd) sá ég nú að var ekki umturnuð, upphaflega lárétt spilda, heldur eðlilega hallandi útveggir á neð- ansjávargíg í Stakkabótinni. Ennfremur var ljóst, að Norðurklett- arnir eru einnig leifar af gígum og gossprungufyllingum og ekki nauðsynlega neitt teljandi eldri en neðstu lög Suðurfellanna. Hinsvegar taldi ég enn Ijóst, að miklar lóðréttar hreyfingar hefðu orðið á öllu Eyjasvæðinu meðan á myndun þeirra stóð. Þegar svo Surtseyjargosið konx til sögunnar, gafst bæði mér og öðrum tækifæri til að fylgjast með neðansjávargosi, sem líkjast mun þeim gosum, er skópu xnóberg og hraun í eldri eyjunum. Og nú lögðu fleiri hönd á plóginn við könnun Eyjanna í heild, eins og ég mun víkja að á viðeigandi stöðum. 1. Garðsendagróðurinn. Fyist vil ég geta þess. að Guðmuirdur Kjartansson jarðfræðingur sendi 3 sýnishorn af Garðsendagróðr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue: 2. Tölublað (1970)
https://timarit.is/issue/291074

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. Tölublað (1970)

Actions: