Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 28
122
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Kemur þá greinilega í
ljós, að fræflarnir eru 5,
en frævan ein með
tveimur frænum.
Fífillinn lifnar
snemma á vorin og
blómgast oft einna fyrst
allra túnblóma. Hann
breiðir út körfuna móti
sól snemma á morgnana,
en lokar lienni síðdegis
og í dimmviðrum og
kulda. Reifablöðin
hreyfast ] íka í misjöfnu
veðri. Þau sveigjast út
og niður á við í þurrki,
en þrýstast saman í vætu.
Að lokinni blómgun
beygir stöngullinn sig
niður, en snýr samt
körfunni upp. Aldin-
hneturnar eru 2—3 vik-
ur að þroskast og stöng-
ullinn lengist á meðan
og er hærri en áður, er
hann réttir úr sér aftur eftir aldinþroskunina. Fífillinn er mjög
frjósöm jurt. Ein jurt getur borið allt að 1500 fræ, samkvæmt
dönskum rannsóknum. Fílilfræin spíra bezt í dálítilli birtu, það
er þegar birtumagnið er um 8% af venjulegri dagsbirtu. Þau spíra
því prýðilega, þar sem gróður er fremur gisinn, en miklu siður í
þéttu grasi. Fræin halda spírunarmætti sínum árum saman. Öflug
stólparót og blaðhvirfing myndast, þegar sama sumarið og fífillinn
vex upp af fræi. Mjólkursafi er í allri jurtinni en mest í fífilleggj-
unum og er þetta næringarsafi. — Blöð fífilsins eru æði breytileg
að stærð og skerðingu. Til eru nærri heil fífilblöð, en flest eru
með grunnum eða djúpum skerðingum, þ.e. sepótt, flipótt eða
klofin því nær alveg niður að miðstreng. Blaðhvirfingin helzt
mjög lengi græn. Fífillinn blómgast mest framan af sumri, en ber
Ætifífill (Ur Johs. Lid)