Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 venjulega til jarðar og hverfur þá í skóginn, en sé hún hátt uppi nær fálkinn stundum til að grfpa hana í næstu atrennu. í þriðja lagi, og þá oftar þegar fálkinn kemur beinna niður að rjúpunni, hefur árásin þær afleiðingar, að höfuðið slitnar af henni við fremsta hálsliðinn. Allar þessar aðfarir hef ég oft séð og stundum náð rjúpunni og skoðað áverkann gaumgæfilega. Þá hafa sótt fast á eftiriarandi spurningar: Hvernig getur fálkinn framkvæmt þetta með fótunum einum saman? Hlýtur hann ekki að vera við því búinn, að búkur hans og vænghnúar snerti rjúpuna fyrst, við svona aðlör? Því rennir hann sér aldrei á þennan hátt að stórum fugl- um? Þá þýtur hann ætíð frarn yfir þá, á næsturn sörnu fluglínu og þeir hafa sjálfir, þótt aðförin sé gerð úr mikilli hæð. Þá er heldur engin hætta á árekstri og upplagt að nota fætuina, alveg eins og þeir sætu á jörðu niðri. Hvað veldur því, að ég hef oft séð fálka snúa sér við í loftinu, svo að ýmist sést á bak hans eða kvið, um leið og hann þýtur niður hjá rjúpunni, sem þá hefur fengið áverka á væng eða stéli, en aldrei á höfði? Ætli íslenzki fálkinn viti ekki bezt hvað má bjóða sér í samskiptum sínurn við rjúpuna, sem hann á svo auðvelt með að yfirbuga? Lítil snerting af brjósti hans, vænghnúum og svo auðvitað fótum er nægileg til að öll vörn henn- ar bresti. Þegar höfuð rjúpunnar slitnar af við svona árás, flýgur að vonum margt um hugann, hvað valda muni. Afturklær og fætur, munu ýmsir segja. En væri það ekki líka möguleiki, að höfuð, rjúpunnar lenti á milli vænghnúa fálkans og bolsins, og við hina snöggu beygju niður á við slitnaði það af? Væru afturklær hans að verki við svona aðstæður, furðar mig mest á því, að hafa aldrei getað séð það, eins og ég hef þó skoðað alla þessa áverka gaum- gæfilega, þar sem líka eru svo oft áberandi rispur á fuglum, sem fálkar hafa annað hvort ætlað að grípa en misst, og einnig á fugl- um, sem þeir renna sér að á svipaðri fluglínu og þeir hafa sjállir. Ég hef minnzt á vænghnúa fálkans sent vopn í vissum kringum- stæðum. Það hef ég einnig gert í Náttúrufræðingnum áður. Það veit ég líka, að ýmsum vinum mínum þykir undarleg óskhyggja á sama hátt og mér, þegar talað er um, að fuglar beiti aldrei væng- hnúa til varnar eða árásar á flugi. Sjálfur hef ég þó margoft horft á krumma gamla, hve ótrúlega snar hann er að berja niður van- máttugar lóur, stelka og rjúpur á flugi og hafa oft um það sam- vinnu. Þá hafa margir fundið til þess, hve gæsasteggjar geta gefið

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.