Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103 gosösku, hljóta þeir að valda miklu raski, sem ljóst ætti að koma fram í lögunum. En í stað niðurfallsgíga kringum steinana, sést að steinarnir hafa aðeins sveigt lögin lítillega undir sér. Þeir hafa sjálfsagt kastast í gosinu hátt í loft upp, en síðan fallið í sjó og sigið svo hægt niður á botnlögin. Þar sem B-lögin hafa lagst mjúkt yfir toppinn á Sæfjalli með núverandi 188 m sjávarhæð, fæ ég þar merki um eitthvað 200 m ris, en þar sem þessi lög verða einnig að teljast eldri en 40 m sjávarborðið, hefur upphafslyfting numið minnst um 240 m. í um 100 m hæð undir Sæfjalli fann dr. Sigurður Þór- arinsson sjávarsand undir jarðvegi (Árb. Ferðafél. ísl. 1948, bls. 141) og ættu þau að tákna eitt stig þessarar lyftingar. Nii verður margt ljósara á Suðurfellasvæðinu. Næsta gosmynd- un eftir B eru Stórhöfða-hraunin. Þau lenda nú eðlilega á tímanum eftir hina miklu Vestmannaeyja-lyftingu. Þau renna á þurru landi, ef sjávarmál er 40 m neðar en nú, og nrynda myndarlega hraun- dyngju. Á þessu skeið.i er þurrlendi þó nokkuð víðara en síðar (sbr. 40 m dýptarlínu á 4. nrynd). Garðsendagróðurinn vex á þessu hrauni og eftir greiningu Þorleifs Einarssonar á gróðrinum telur Guðmundur Kjartansson, að landið þurfi þá að hafa verið víð- lendara og gróðurinn óháðari særoki en nú. Þessi skilyrði geta hafa verið uppfyllt, þegar sjórinn stóð við -4- 40 m. Sé túlkunin rétt þannig, eins og mér sýnist, er það á tímanum milli Garðsenda- gxóðurs og uppkomu Helgafellshrauna, að sjávarmál við Eyjar rís um 40 m, eða öðruvísi orðað, að Vestmannaeyjaspildan sígur um 40 m. Þetta sig virðist þá ekki taka lengri tíma en eitthvað 1000 ár. Það mun fyrst eftir þetta sig, að neðansjávargos verður skammt austan við Kinnarsvæðið og eys það gosöskulaginu C yfir Garðs- enda, Kinnina og Stórhöfðann, en eftir það renna svo Helgafells- hraun. Það er í samræmi við áðursagt, að í lagi C, sem við sjáum þar sem það lagðist á þurrlendi, er hvergi mikill halli. Utan við miðju Stórhöfða hefur það hlotið að leggjast í verulegan halla, en þar er Jrað algerlega horfið og hefur horfið fljótt, eftir jarðvegs- sniðum að dæma (sjá síðar). Um Úteyjar er það að segja, að þar sjást oft mjög hallandi lög af svipaðri gerð og B-lagið í Suðnrfellum. Eru Jrau einkum út til brúna, svo sem í Bjarnarey (3. nrynd), og Álsey. Af þessunr sökunr tel ég móberg Úteyjanna einnig myndað undir sjó og liarðnað þar áður en risið nrikla varð. Og alveg sömu ályktun verður að draga

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.