Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
Gunnar Jónsson og Halldór Dagsson:
Tvær nýjar smokkfisktegundir (Cephalopoda)
við ísland
Þann 3. desember s.l., þegar r/s Hafþór RE 75 var við rækjuleit
og veiðafæratilraunir norðan Kolbeinseyjar, komu m.a. tveir
smokkfiskar all forvitnilegir útlits upp úr hafdjúpinu. Dýpi var
þarna 500 metrar og staður sem næst 67° 14'N—19° 15'V (1. mynd).
Þar eð ekki var aðstaða um borð til að greina dýrin nákvæmlega
til tegundar, voru þau sett í formalínblöndu og síðar greind, þegar
til Reykjavíkur kom. Reyndist hér vera um að ræða tegundirnar
Rossia macrosoma (Delle Chiaje) f. oweni (Ball) (2. mynd), sem
er tíarma og Girroteuthis miilleri (Eschricht) (3. rnynd), sem er
áttarma. Eru þeir báðir varðveittir í safni Hafrannsóknastofnunar-
innar.
Ingimar Oskarsson, náttúrufræðingur, gaf smokkunum íslenzk
nöfn og kallar þann fyrrnefnda eðjusmokk, en hinn síðarnefnda
Ijikarsmokk.
Flokkur: CEPHALOPODA
Ættbálkur: Decapoda.
Undirættbálkur: Sepioidea.
Ætt: Sepiolidae.
Undirætt: Rossiinae.
Ættkvísl: Rossia.
Rossia macrosoma (Delle Chiaje) /. oweni (Ball)
Eðj usmokkur
Eðjusmokkur er tíarma, þar af eru tveir langir og liðugir,
inndraganlegir veiðiarmar. Hinir armarnir átta eru styttri og með
fjórurn röðum af kúlulaga sogskálum. Kápan er stutt og pokalaga