Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 32
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. mynd. Fundarstaður sinokkfisktegundanna. og með tveimur stórum, hliðstæðum uggum. Kápuröndin er ekki samvaxin hausnum. Ilúðin er slétt og ljósgulbrún á litinn, en ívið, rauðbrúnni á kápunni og hausnum. Innan tegundarinnar er greint á milli Rossia macrosoma macro- soma og R. macrosoma oweni, en það mun vera sá síðarneí’ndi, sem íinnst hér norður í höfum. Hann er með lengri bol, breiddin nem- ur 50—60% af lengdinni. Heildarlengd getur orðið allt að 25 cm. Armarnir eru tiltölulega styttri með stórum sogskálum. láturinn er dekkri. Hinn hefur aftur á móti stuttan bol, breidd 70—74% af iengdinni. Armar eru langir með minni sogskálum. Heildar- lengd fer ekki yfir 14 cm. Hann kýs hlýrri sjó. Eðjusmokkur lifir á mjúkum botni og er einkum útbreiddur á 100—300 metra dýpi, frá Þrándheimi til Suður-Noregs, við Fær- eyjar, England, Irland, strendur V.-Evrópu og inn í vestanvert Miðjarðarhaf. Ennfremur meðfram norðvesturströnd Afríku til Senegal og Azóreyja Joar sem hann hefur fengist á 500 metra dýpi. Tegundin flækist milli Skotlands og SV-Noregs inn í Skagerak og austanvert Kattegat, en þekkist ekki í Eystrasalti, dönsku sundun- um, við vesturströnd Jótlands né í sunnanverðum Norðursjó. Við

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.