Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 46
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skörp högg með vænghnúa. Og þá hafa álftir orðið kindum að bana, með því að berja þær og rifbrjóta. Og víst er, að refurinn tekur fallega til fótanna, þegar hann sér álft koma á móti sér í árásarhug, því vænghnúar hennar eru það vopnið, sem hann verður ávallt að lúta fyrir. Þannig mætti lengi telja. En merki- legast tel ég þó, að sumir sem mest hafa rannsakað lifnaðarhætti suðurheimskautsskúmsins, telja að stundum komi það fyrir, að hann noti vænghnúa til varnar á flugi. Margt er líkt með skyldum, en stundum revnist þó annað. Fyrir mörgum árum, lánaði vinur minn, Kristján Geirmunds- son, hamskeri, sem þá átti heima á Akureyri, mér merkilegt tíma- rit, The National Geographic Magazine, Vol. 38, nr. 6 (1920). Rit- gerðin, sem ég gluggaði mest í, var um það, hvernig ætti að temja fálka og hvernig þeir höguðu sér á fuglaveiðum. Þar voru einnig birtar litmyndir af málverkum, sem höfundurinn hafði gert, og virtist mér þær hreinasta listaverk. Sú myndin, sem ég virti lengst fyrir mér, var af förufálka (Falco peregrinus), ef ég man rétt, þar sem hann er búinn að slá rjúpu á flugi. En þar er farið ólíkt að og íslenzku fálkarnir, sem ég hef áður lýst. Förufálkinn hef- ur rennt sér að henni á sama hátt og íslenzku fálkarnir haga sér við stóra fugla á flugi, eða fugla, er sitja á jörðu niðri. Það sýna fjaðrirnar, sem hafa losnað af rjúpunni við höggið, og þó enn betur, hvernig fálkinn hemlar í loftinu. Hér verður þó að hafa í huga, að sama tegund notar ekki ávallt sömu aðferð við að sigra fórnardýr sitt. Og þá verður einnig að minnast þess, að fuglar breyta oft háttum sínum við tamningu. Mikið skal til mikils vinna. Því miður munu nú beztu tækifærin til að kvikmynda íslenzka fálkann á fyrrnefndum rjúpnaveiðum hafa liðið hjá fyrir 20—30 árum. Ástæður eru til að ætla, að rjúpnastofninn næstu áratugina nái ekki til að verða nema lítill hluti af því, sem hann oft var hér í Þingeyjarsýslum fram um 1947. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að svo margar hendur verða á lofti til að góma rjúpuna. En því fáliðaðri sem hún er, því minna er um fálkann. Til sannindamerkis

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.