Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 38
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á Austfjörðum athugaði undirritaður áður slæðinga í Neskaup- stað, Reyðarfirði, Eskifirði og á Seyðisfirði. Hafa þá alls verið skrá- settir slæðingar í 6 kaupstöðum á Austfjörðum og 7 á Vestfjörð- um. (Sjá Náttúrujrœðinginn 1963 og 1968 og Grcinar 1967). í ritgerðinni fyrrnefndu: The Iinmigration and Naturalization of Flowering Plants since 1900, er skrá yfir slæðinga í Reykjavík, að Laugarvatni og Skógaskóla, í Vík í Mýrdal, Vestmannaevjum, Hornafirði, á Akureyri, Siglufirði, Sauðárkróki, Hólum í Hjalta- dal, Húsavík, Blönduósi og í Stykkishólmi, auk fyrrnefndra staða á Aust- og Vestfjörðum. — Ennfremur athugað síðar á Suðurnesjum (Keflavík, Njarðvíkur, Vogar, Sandgerði, Hafnir og Grindavík). (Sjá Náttúrufrœðingimi 1967, bls. 190—193); og í Ólafsfjarðar- kauptúni og Þorlákshöfn. (Sjá Náttúrufræðinginn 1969, bls. 41). Samtals birt slæðingaskrá (sérskrá) lrá 34 stöðum, þ.e. í kaupstöð- urn og við skóla. Er alls getið um 186 tegunda slæðinga á tíma- bilinu 1900—1969. Mega 26 tegundir þeirra sennilega teljast orðn- ir fullgildir borgarar í gróðurríki landsins. Ýmislegt. I. Deiglendisblettur og tjörn nálægt gömlurn mógröfum í Egils- staðaskógi. 16. ágúst gekk ég þar um og sá á litlum bletti: belgja- stör, broddastör, fjallastör, linappstör, hárleggjastör og tvíbýlis- stör og stórar græður af gróbærum freyjumosa. II. Fjöllin við Fáskrúðsfjörð eru ákaflega grýtt og blásin. Verst eru þau farin upp af kaupstaðnum og þar í grennd. Sauðfé hefur fækkað á seinni árum og vetrarbeit mjög létt af landinu, svo að e.t.v. hættir landeyðingin þarna smám saman. Jörð var hvar- vetna mjög blaut. Hefur rignt og suddað óvenju mikið í sumar. Snarrótarpunturinn var auðsjáanlega í essinu sínu og hér og hvar sáust fallegir gullgulir skúfar gullpuntsins, en það er eitt tilbrigði snarrótarpunts. Gullsteinbrjótur bregður gulum blæ á leirflög og aura og alls staðar prýðir bláklukkan landið, jafnvel brautarjaðra inni í kaupstaðnum. III. Gullregn stóð í blóma á Akureyri 8. ágúst — um mánuði seinna en í Reykjavík — og ekki voru öll blómin fallin af reyni- við úti á Árskógsströnd. — Villilín vex bæði inni við Fjarðar- sel og út á Hrútahjalla á Seyðisfirði. Valgeir Sigurðsson, kennari,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.