Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 101 ég tel mig hafa haldgóð rök fyrir því, að einmitt lyfting allrar Vest- mannaeyjaspildunnar hafi lyft Úteyjum, Norðurklettum og þeim lögum Suðurfellanna, sem eldri eru en Stórhöfðahraunin, og við það hafi sjávareyðingin við -f-40 m mörkin hafizt. Fyrir þann tíma var móbergið að miklu leyti undir sjó og harðnaði þar. Mun ég koma að þessu síðar. En sleppum þessari lyftingu í bili og athugum, hvernig búast má við, að sjávarborð hefði breytzt við Eyjar án hennar. Fyrir um 11 000 árum gekk sjór hæst víðast við landið, þar eð almenna sjávarborðið liafði risið hraðar en landið. Náði sjór þá um 55 m upp fyrir núverandi sjávarmál hjá Hjalla í Olvusi og upp íyrir 100 m hæð í Hreppum, eins og kunnugt er. Við Jökulsá á Sól- heimasandi hefur mér virzt hæðin ltafa verið um 60 m. Meðj fram- lengingu hæðanna á meginlandinu má áætla, að hún hafi ekki verið minni en 40—50 m á Vestmannaeyjasvæðinu. Hefðu Eyjarnar mynd- azt við gos á sjávarbotni á eða nokkru fyrir þennan tíma, gætu sjávarmörk þessa tíma verið sjáanleg og raunar mjög greinileg, en þau hafa ekki fundizt. Verður að telja, að Eyjarnar hafi ekki verið til þá í núverandi rnynd eða hæðarstöðu. Hinsvegar tel ég ljóst, að sjávarlög finnist í Eyjum í allt að 200 m hæð, eins og ég kem að síðar. Lega þeirra svo hátt stafar af jarðspildulyftingu, sem þá hefur orðið síðar en fyrir 11 000 árurn. Nú tók sjór aftur að lækka hratt, því mjög hægði á almennri sjávarborðshækkun en landið reis hratt. Og fyrir um 9000 árum voru sjávarmörkin orðin mjög svipuð og nú og jafnvel aðeins lægri. En ég verð að telja útilokað, með því að byggja á almennri greinar- gerð minni fyrir þessu (Jökull 1966), að sjór hefði þá getað fallið nokkuð í námunda við -f- 40 m á Vestmannaeyjasvæðinu. Sjávar- mörkin á þessu dýpi verða ekki skýrð á þennan hátt eftir ísöld, heldur hljóta þau að stafa af hárri (lyftri) stöðu Vestmannaeyja- spildunnar í heild. Og ris sjávarmáls síðar um 40 m, sem var um garð gengið áður en Helgafellshraun runnu, hlýtur að stafa af sér- stöku sigi spildunnar. 3. Suðurfellin og Úteyjar. Það er einkum á grundvelli athug- ana á Suðurfellunum, að sú niðurstaða fæst, að það var ris Vestmannaeyjaspildunnar í heild um ekki minna en 200-j-40 m, senr framkallaði það^ sjávarmál, 40 m undir núverandi sjávarmáli,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.