Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 44
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bröttum fjallahlíðum á fyrrnefndum svæðum. Á efstu eggjum voru kjörstaðir fyrir fálkana til að lialda vörð og fylgjast með ferðurn rjúpnanna. Slíka verði gátu þær ekki varast. Einmitt í svona umhverfi gerðust nokkur atvik, sem hér verður lýst. Bæði ég og þessar horfnu rjúpnaskyttur hafa séð og velt fyrir sér, hvernig fálkarnir fóru að. Þótt eðli fálkans sé að nota ljósaskipti kvölds og nrorgna til víga- ferða, láta þeir ekki góð tækifæri ónotuð þótt um lrádag sé. Samt er það svo, að á vorin eru þeir venjulega afar snemma á ferð, t.d. frá klukkan þrjú til finrrn á morgnana og jafnvel um lágnættið, þegar karrarnir geta ekki á sér setið nema berast á og konra þannig upp um sig. Löngu eftir dagsetur — í nóvenrber til febrúar — kom það nokkrum sinnunr fyrir, þegar ég lá við refi, þar til þeir komu út úr greni eftir dagsdvölina, að ég heyrði þyt í lofti ör- skammt yfir lröfði mér. Það var þá rjúpa, senr var augsýnilega á flótta og á þeim hraða, sem lrún orkaði. Rétt á eftir brá fyrir fálka, hærra í lofti, með jöfnum, kröftugum vængjatökum, eins og sá, sem er þess fullviss, að veiðin er gefin. Flughraði hans er svo langtum meiri, og þarna var hvergi skóglendi, sem er bezta vörn rjúpunnar — aðeins óravíðátta á öræfagaddi. Ástæðan fyrir því, að ég fer hér nokkrum orðum um veiðistaði fálkans við fjöll og djúp gljúfur, er sú, að veiðiaðferðin, sem hann notar þar svo oft við rjúpurnar, hefur kostað mig og fyrrnefnda starfsbræður mína mestu heilabrotin. Árásum fálka lýst af þeim, sem á þær horfðu. í skógivaxinni fjallslilíð koma nokkrar rjúpur aðvífandi á láréttu flugi. Eins og ör þjóti, kemur fálki niður fjallshlíðina með að- kreppta vængi og stefnir á rjúpurnar. Þar sem fluglínur þeirra mætast myndast 50—60 gráða horn. Fálkinn þýtur langt niður fyrir rjúpurnar, áður en hann svífur hátt í loft aftur. En hvað skeður? Hann snertir eina rjúpuna, með þeim afleiðingum, að liún snýst í lofti, fellur til jarðar og hverfur í skóginn. Annar vængur hennar er brotinn eða aðeins farinn úr lið um vænghnúana. Við nákvæmlega sömn aðstæður og aðför fálkans fjúka af rjúp- unni nokkrar stélfjaþrir eða jafnvel flestar. Eer hún þá kollhnís í loftinu með þeim afleiðingum, að sé hún lágt í lofti nær hún

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.