Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 3
T f M I N N 3 HALLDÓR KRISTJÁNSSON: VESTFIRZK DROG Á leiðinni með Súgandafirði að sunnan — Gölturinn stendur á höfði í sjónum í logninu. valds á himni og jörðu. Einokunin varð líka léttbærari á ýmsan hátt, þar sem fiski- skip framandi þjóða lágu oft fyrir landi. Þá var oft stutt til fanga frá afskekktum bæ, sem var að mestu laus við eftirlit. Þetta hefur e. t. v. orðið til þess að varðveita að nokkru leyti á sérstakan hátt harðsnúna óbilgirni og sj álfræðishneigð kynstofnsins. Vegna legu héraðsins og annarra atvika hafa Vestfirðingar komizt betur fram með það en margir landsmenn aðrir að fara sínu fram og láta ekki kúga sig. Ég er ekki fjarri því, að þessa gæti i skapferli þeirra og er það bæði kostur og galli. Það reynir oft á dáð manna til að bjóða birginn, bæði náttúrlegum og ónáttúrlegum hindrunum. En það er líka nauðsyn að hafa lipra og mjúka tilhliðrunarsemi og félagslegt fjað- urmagn. * * * Vestfirðir eru áreiðanlega með illviðra- sömustu héruðum landsins. Strendur ís- lands eru allar stormasamar, en mest verð- ur úr því og veðrin mest, þar sem fjöllótt er við sjó. Það er þó einkum þar, sem firðir eru mjóir og dalir djúpir og þröngir. Þar sveiflast stormsveipirnir með ýmsum hætti inn í þrengsli fjallanna. Stundum dettur í dúnalogn, svo að ljósbært verður úti. Það er ýkjulaust, að hægt er að ganga um með logandi eldspýtu í hendi. En það heyrist þungur, drynjandi niður í ,fjöllunum. Kyrrðin er kölluð svikalogn milli svipti- bylja. Og svo kemur stormhviðan, snöggt eins og löðrungur eða byssuskot. Ég hefi komið i margar sveitir hér um land og jafnan gert mér hugmynd um veð- urfar þeirra. Ég hef talað við fólkið um veðurblíðu, þar sem mér hefir sýhzt að frágangur á húsum, heyjum o. s. frv. hafi ekki verið sá, að gert væri ráð fyrir stór- viðri, og hefir því verið misjafnlega tekið. Ein er sú sveit, sem ég hefi séð og mér virtist af öllu, að gæti verið veðrasamari en Vestfirðir. Það er Eyjafjallasveit. Þar sá ég, að menn gerðu ráð fyrir því að hvessti. Margar ýkjusögur eru sagðar um veður- ofsa hér og þar. Skeifur hafa fokið heilar og hálfar og það jafnvel þvert yfir fjörð. Fullar síldartunnur stóðu úti, fastar í klaka upp að miðju og það allt, sem upp úr stóð hvarf út í veður og vind. Ekki met ég sann- leiksgildi slíkra sagna, en mér finnst sveit- ungi minn, Björn gamli Torfason á Vífils- mýrum, taka þeim öllum fram. Hann sagði svo frá, að hann hefði haft uppgert reip- tagl í hendinni og sleit stormurinn fram úr öllum lykkjum. En þó að við sleppum nú öllum slíkum afbrigðasögum, þola vest- firzkir vindar samanburð við flesta aðra Formáisorð svo að færri móðgist Hér fara á eftir nokkur sundurlaus drög aS lýsiagu iands og fólks á Vestfjörðum. Þa5 vil ég taka fram í byrjun, að ekki er það ætlun mín að stofna til héraðametings, því að mér geðjast ekki að sh'ku. Finnst mér oft átakanlegur blær á slíkum kappleikjum, þó að þeir geti hins vegar verið spaugilegir og á vissan hátt skemmtilegir oft og einatt. Þegar ég reyni að gera grein fyrir vissum atriðum í áhrifum Iands og atvinnuhátta á fólkiö á Vest- f jörðum, liggur ekki í því neinn samanburður eða mat á því, hvernig fólk annarra héraða hafi mótazt af því, sem það átti við að búa. Jökulvötnin, öræfin og eyðisandarnir hafa sína sögu og sinar minningar. Þetta allt, eins og annað það, sem íslenzkt er, á sitt sæti í menningarsögu þjóðarinnar, — sitt mark og mót á íslenzkri þjóð og þjóðarsál, eins og hún er í dag og hefir verið. í öðru lagi verð ég að játa það, að þekking mín á sögu liðins tíma og skilningur á hugsun fólks er næsta staðbundinn og held ég mér því einkum við það svæði, sem ég er kunnugastur, í þeim drögum sem hér fylgja. i sumum atriðum mun ég því einskorða mig við Vestur-ísafjarðarsýslu. Þrátt fyrir það kann svo að vera, að gildi þessara hugleiðinga, ef nokkuð er, sé fyrst og fremst almenns eðlis. YFI R B R AGÐ Landsýn á Vestíjörðum er víðast hvar með áþekkum heildarsvip. Þar rísa úr hafi þverhnípt fjöll. Víða eru hamrar og hengi- flug en sums staðár brattir aurar undir hrikalegum klettum. Gróðurlífs gætir lítið úr fjarlægðinni. Yfirbragð landsins er hrjúft og hrjóstrugt. Það er harðneskju- legt og kalt við fyrstu sýn. Miklu er það algengast að fætur hinna yztu fjalla séu „með brimi brydda skó“ eins og skáldkonan vestfirzka segir. Flesta daga ársins gnauða svarrandi brimskaflar um öll nes og gjögra, þó að hitt eigi sér líka stað, að hafið sé slétt eins og spegill og hvergi örli á steini. Þeir dagar eru þó frem- ur undantekningar. Hitt er venjan, að drynjandi holskeflur reisi hvítan, löðrandi múr milli hafs og lands — ófæran öllum, nema fuglinum fljúgandi. Þeir, sem þekkja Vestfirði betur, vita það, að þegar inn kemur í firðina, opnast víða fallegir og hlýlegir dalir með góðum gróðri. Vogskorin ströndin á sér ýmsar friðsælar víkur, þar sem hafrótið nær aldrei til og alltaf er stilltur sjór. Stórbrotin og hrika- leg náttúra landsins býr yfir mikilli blíðu. Bak við tangana, þar sem brimið rís hæst, eru öruggar hafnir. Milli bröttustu og kuldalegustu núpa eru broshýrustu og hlý- legustú dalir. Það má vera, að fólkið og saga þess hafi svip af þessu landi, sem það lifir við. Ef til vill liggur alúð þess og hlýja bak við fá- læti og harðneskju fyrstu kynna. Það munu margir mæla, að þar hafi menn reynzt sér betur en fyrsta viðmót benti til. í fyrstu gætti e. t. v. einhvers frá hrjúfu og kulda- legu yfirbragði4landsins. En svo sýndi það sig, við nánari kynni, að bak við þetta lá eitthvað öruggt, traust og hlýtt. „VEIT ÉG VEBTUR í FJÖRÐUM VASKLEGASTA ÞJÓÐ." Lifsbaráttan hefir verið hörð á Vest- fjörðum, ekki síður en annars staðar á landinu. Þó hefir fólkið þar haft minna af hörmungum að segja en yfirleitt í öðr- um héruðum. Svo vel hefir sjávargagn og landsnytjar haldizt í hendur, að ajdrei hef- ir þar mannfellir orðið. Fjarlægð héraðsins frá helztu höfðingja- setrum kirkjuvalds og konungsvalds vernd- aði ýms réttindi manna, sem minna fór fyrir í nánd við umboðsmenn hins æðsta í\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.