Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 12
12 T f M I N N Pálmi Harmesson, rektor: // EF ET BETPA TELK" (Útvarpserindí, flutt á kvöldvöku Stúdentafélags Reykjavíkur hinn 3. marz 1942, lítið eitt breytt). Fyrir tæpum tíu öldum varð sá atburð- ur uppi í Borgarfirði, að bátur frá Borg á Mýrum fórst þar á firðinum. f þanri tíma bjó Egill Skallagrímsson á Borg. Hafði hann sent húskarla sína eftir timbri, er hann átti uppi á Hvítárvöllum. Voru þeir sex saman á áttæringi, en Böðvar hinn sjöundi, sonur Egils. Fékk hann að fara með þeim að gamni sínu, því að kaup- stefna var á Völlum og sitt af hverju að sjá. En á heimleiðinni hrepptu þeir af- spyrnuveður af útsuðri og týndust allir. Morguninn eftir fannst lík Böðvars rek- ið við Einarsnes. Þar tók Egill hinn fríða svein í fang sér, örendan, reiddi hann út í Borgarnes og lagði hann í haug föður síns. Að því búnu staldrar hann við um hríð, tröllaukinn maður, klæddur rauðum kyrtli, sem er votur að framan og leirugur af líki drengsins, — dökkur á brún og brá. Hann mælir ekki orð, en lætur augun svífa yfir klappirnar, líkt og hafi hann aldrei séð þær áður, og út á fjörðinn, þar sem vestangarrinn rekur hvítfextar öldur móti útfallsstraumnum. Þá kreppast knúarnir og brjóstið lyftist, svo að kyrtillinn rifnar. — Síðan stumrar hann til hestsins og stig- ur þungt á bak, miklu þyngra en áður, er hann var með líkið, heldur svo heim, geng- ur rakleitt til rekkju sinnar og skýtur loku fyrir hvílurúmið. Næstu dægrin er hljóðlega gengið um bæinn á Borg. Flestir heimamanna eiga um sárt að binda eftir slysið, og Egill er yfir- kominn af harmi. Hann neytir einskis, anzar engum, þegir æ og æ. Þungur andar- dráttur er hið eina lífsmark, er heyrist frá lokrekkju hans. Allir vita, að hann unni Böðvari meira en öðrum mönnum, þó þyk- ir það með ólíkindum, hve illa hann berst af, slíkur maður, og Ásgerður húsfreyja er stórlega uggandi um hagi bónda síns. Víst er Agli brugðið. Hann hefst ekkert að, get- ur ekkert aðhafzt. Vaxhvítt andlit Böðv- ars, blautt hárið og brostin 'augun standa honum sífellt fyrir hugskotssjónum, og í kyrrðinni heyrir hann brimið dynja við klettana, líkt og storkun þeirra goðmagna, sem sviptu son hans lífi. Fram á rekkju- stokkinn liggur hin hrausta hönd, sem hefir höggvi fegin rekið marga sök á hend- ur óvinum hans og öfundarmönnum. Nú er hún aflvana, því að hér verður ekki hefndum til leiðar komið og engan að krefja sonargjaldanna nema goðin ein. Ef mennskir menn hefðu ráðið Böðvari bana, mátti berjast, hamast, unz hefndum var náð, hversu margir sem á móti stóðu. En hér var öll athöfn fánýt gegn yfirmann- legu valdi örlaganna. Og getuleysið hlóð svívirðu á sorg. Dimmt var í hvílu Egils, en dimmra þó í hugskoti hans. Allur ami og tregi liðinna lífdaga vegur að honum linkindarlaust. Hafði hann ekki hlotið skarðan skerf allt frá öndverðu. Vár hann ekki ljótari en flestir frænda hans og verr skapi farinn? Hafði ekki Ásgerður tekið Þórólf fram yfir hann, eins og von var? Höfðu ekki margir gert á hluta hans um sakleysi, tignir menn* og ótignir? Raunar hafði hann fyrir því séð, að flestir þeirra ættu ekki lengi um að hælast. Bróður síns hafði hann hefnt og tekið auk þess miklar fébætur fyrir hann. Faðir hans og móðir höfðu orðið sóttdauð. Þar varð að vísu ekki rekin hefndin, en þó mátti það skaplegt heita fyrir aldurs sakir. En Böðvar, eftirlætið hans, hlaut að liggja óbættur hjá garði. Þungt var að sjá honum á bak, en hitt tók þó út yfir að geta qkki hefnt hans með sæmd og fengið honum föruneyti vopnbit- inna manna út á hinar ókunnu leiðir. Hví bekktust goðin svo greipilega til við hann nú, er hann tók að eldast og gerðist ein- mani? — Innra með Agli þróast sú hugsun, að hann sé svikinn í tryggðum, svikinn af sjálfum alföður, virktavini sínum. Var hann ekki herra guðanna og réði fvrir þeim Rán og Ægi, eins og öðrum. Hafði hann þá ekki leyft þeim — eða skipað — að brjóta hið grimmlega hlið í garð ættar hans? — Var hann ekki valdur að dauða annars sonar hans, Gunnárs, og hins þriðja? Þennan guð hafði hann tignað um a!'a aðra fram. Honum hafði hann þjónað af /fölskvaiausri tryggð með sverði sínu og tungu. Voru þetta iaunin? — Egill stynur þungt af blygðun og sársauka. Honum er ekki undirgefni Jagin. Ef Óðinn hefir svik- ið hann, er ekki líft, og þó skyldi hann enginn nauðungarmaður verða í Valhöll. Þá var betra að troða Helveg, ástvinar síns á vit. — En heilbrigður maður harmar sig þrevtt- an. eins og barnið. sem grætur, því að gró- mögn hugans leiða lífgrös fram meðal þistia biáninganna. í dýnstu örvilnun er- um vér því oft endurlausninni næst. Gráskímu hins briðia dags leggur inn í lokhvílu Egils, og fellur á sverð, sem hangir á þiUnu vfir rekkiunni. Naður heitir það. Furðumargar minningar eru tengdar við þennan gamla grip. Egill bar hað á Vinu- heiði. har sem Þórólfur féll, bróðir hans. Þá „beit bengrefill" og vígði Óðni marga menn. Oft hefir Egill unað sér vel við minningarnar um ,.éarnleiki“ sína. Nú er honum torvelt. bví að enn dunar særinn út.i við fjarða^kerin og minnir hann á missi sinn. Áðúr fvrr heyrði hann þangað dróttkveðnar- dráDur um orrustur og af- rek i>á voru honum siáifum yrki«efnin ..auðskæf". Nú ge’ur Ægir honum níð^afi. Nei. aMrei framar mun hann bióta Óðin, í lióði eða athöfn. hann hinn óírvgga guð. Og hó. Einhvers staðar úr hyldvoi örvænt- ingarinnar leggur liósglætu, sem vex. Mkt og dagskiman, unz hún verour mildu skini á harma Egils og hugarkvöl. Einhver ann- arieg r«dd hvisiar í kvrrð morgunsins, mi’d rödd. Hk klaki hinna kristnu manna úti þar á Eriglandi. Hún flvtur friðarmál: Vist hefir Óðinn marga hiuti til hin gert stórum vel. Oft hefir hann veitt hér vígs- gengi. þótt við ofurefli væri að etia. Fann hefir gætt þig þeim vitsmunum, að óvinir þinir hafa ekki dulizt fvrir bér. Og hann hefir gefið þér giöf skáldskanarins, hinn „lastalausa fagnafund" sinn, langt umfram aðra menn. Og röddin í brjósti Egils stígur yfir ölduhljóðið frá sænum: Hví skyldir þú ekki þá leita harmi þínum staðar i ljóði, en ekki hefnd. „Ef et betra telk“. Þessi óbrotnu orð eru þau lífgrös, sem draga sviðann úr sál hins syrgjandi föður og svívirta víkings. Við læknisdóm þeirra læt- ur hann sefast. Þau veita honum þrótt til þess að lifa lífi sínu „glaður með góðan vilja.“ Sonatorrek er tvímælalaust einn hinn veglegasti bautastðinn, sem reistur hefir verið í túnum íslenzkrar tungu. Og enginn ritskýrandi getur rænt því frá oss eða Agli. Það er furðulegt einmæli syrgjandi sálar, sem horfist í augu við hin hinztu rök, og á naumast sinn líka annan en helsöng Hallgríms, Allt eins og blómstrið eina, enda er fleira líkt með þessum kvæðum en ætla mætti að óreyndu. — Oss gefur sýn inn að hjartarótum hins hugstola víkings, finn- um söknuð hans, vanmátt og sálarstríð. Hann gengur á hólm við sjálfan sig, við ástríður sínar, beiskju og sorg. Hann berst fyrir lífi sínu og sæmd. Mannaforráð og mikill fjárhlutur koma honum að litlu haldi, vitsmunir, afl og vígfimi draga skammt. Samt fær hann sigur, ekki með sverði eða spjóti, heldur með þvi hálmstrái samúðar, sem átt hefir rætur í huga hans og styrkzt við hina hörðu rapn. „Ef et betra telk.“ Ef ég ann Óðni sann- mælis og lít á velgerninga hans mér til handa, get ég sætzt við hann sem jafningi svívirðulaust, þrátt fyrir hinn mikla harm, er hann hefir að mér kveðið. Þetta er há- mark kvæðisins og hughvörf Egils sjálfs, hinn torveldi tindur, sem hann varð að klífa áður en hann gæti snúið frá myrkri til ljóss, frá dauða og þögn til lífs og ljóða. „Ef et betra telk“. Þessi fáu orði fela i sér endurlausn, ekki Egils eins, heldur allra, er að þeinv vilja fara, líkt og hinn sígri hrósandi básúnuhljómur: „Jesús er mér í minni,“ hefir upp hinn nýja söng í sálmi Hallgríms. Sonatorrek er harmbótarkvæði Egils og höfuðlausn önnur. Hin „vammi firrða í- þrótt“ Óðins barg honum þá enn frá dauða. Ekki höfðinu einu, heldur hjartanu með. II. „Fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra,“ segir hið fornkveðna, og það virðist fara furðunærri lundarfari vor ís- lendinga. Oss er svo tamt að halda því upp, sem miður fer í fari annarra, en fella hitt undan, er horfir til málsbóta, jafnvel þótt augljóst sé. Þetta er því furðulegra, að vér erum annars menn miskunnsamir og hjálpfúsir, ef á reynir. Flestir bifreiða- stjórar hér mun^u hiklaust setja sig í hættu heldur en aka yfir fuglsunga á förn- um vegi. En mjög í sama mund gætu þeir úthúðað manni, sem ekki væri þeim að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.