Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 10
10 T f M I N N og elju viö það, að fá fjármálamenn og aðra, sem einhvers voru megnugir, til þess að gefa gaum að náttúruauðæfum æsku- stöðva sinna. Hygg ég, að þeirra verði minnzt, þegar hugsjónir þeirra eru komnar í framkvæmd, þó að það verði með ýms- um hætti á annan veg en fyrst var ráð- gert. En framtíðin hlýtur þó að leiða í ljós kjarnann. Fáeinir misjafnir bátar er nú undirstaða allrar velmegunar og afkomu í þorpunum vestra. í sambandi við útveginn eru svo komin frystihús við hverja höfn. Auk þess er fjöldi manns, sem styðst við grasnyt og garðyrkju að einhverju leyti. Gerir það af- komu þeirra tryggari og truflar þá lítt frá öðrum störfum. En mörgum út í frá myndi þykja skemmtilegra, ef samvinna væri meiri í búskapnum, eins og t. d. að kýrnar væru sameinaðar í myndarleg almennings- fjós, en ekki ein og tvær i skúrkumböldum hingað og þangað, þar sem áburðarhirð- ing verður oft léleg og margháttaður kot- ungsbragur áberandi. En það mál, eins og önnur, hefir tvær hliðar. * * * Iðnaður er lítill í þorpuijum, annar en fiskiðnaður frystihúsanna. Þar eru nokkrir handverksmenn, ei\ þeir hafa ekki mikið um sig. Þó má nefna hér skipasmíðastöðina á ísafirði, _ sem er myndarlegt fyrirtæki. Mætti vel segja sérstakan þátt um hana og stjórnanda hennar, Marselíus Bernharðs- son frá Hrauni, sem aldrei hefir gengið neina venjulega lögbundna námsbraut í iðninni og þó komizt svo vel til manns, að ekki verður um deilt. Vestan ísafjarðar ber vélsmiðja þeirra feðgá á Þingeyri, Guðmundar Sigurðssonar og Matthíasar sonar hans, langt af öðrum iðnaðarfyrirtækjum. Sambærileg ^élsmiðja er hvergi vestan lands nema á Patreks- firði, en þeir synir Ólafs Jóhannessonar hafa ýms myndarleg fyrirtæki í sambandi við togaraútveg sinn. En alls staðar vantar raforkuna. Sá skortur stendur smærri og stærri rekstri fyrir þrifum og hindrar heil- brigðan vöxt og eðlilega þróun. * * * • „Þar, sem æfist ýtrust dáð, er manns gæfulandið.“ Vestfirðingar hafa margt að vinna á 'komandi árum. Öll þeirra mál eru á þró- unarskeiði og verður það ekki frekar rakið hér. Atvinnulífið verður byggt upp í nýju formi með hjálp ónotaðra orkulinda. Ágæt- ar hafnir við auðug fiskimið og frjóa gróð- urmold að baki' eru verðmæti, sem ekki er hægt að leyfa sér að vanrækja lengi úr þessu, svo sem verið hefir um sinn. Sam- hliða því þarf margt að vinna að félags- málum og menningar. Marga krafta þarf þar að virkja og sameina í eina heild. Ný tækni og ný kunnátta opnar margar leiðir til góðs. En hætturnar blasa líka við, og við þeim þarf að snúast og koma í veg fyr- ir þær. Það ber að gefa gaum að fjölbreyttri og dýrmætri reynslu, sem fólkið hefir aflað sér áfliðnum. tíma. Sámbúðarhættir manna fegrast og batna við þjálfun í margháttaðri félagsstarfsemi. Skólakerfið verður sam- ræmt og endurbætt o. s. frv. Eftir því, sem séð verður, er bjart yfir framtíð Vestfjarða. Verkefnin, sem kalla á stórhuga og dáðríka menn, eru mörg og stór. Hvergi er betra og sælla að búa fyrir þá, sem vænta sér einhvers af lífinu og ætla sér mikinn hlut, en einmitt þar, sem þörfin er brýn og hægt er að vinna mikla sigra. Vestfirzk náttúra býðúr fólki sínu enn mikil og þroskandi viðfangsefni. Sá PALL ÞDRSTEINBBDN: 'anianna ^JIá tíÁ b ( Jólin eru fagnaðarhátíð. Þegar hin helga nótt^heilsar, þokar dægurþrasið, en gleðin skipar öndvegið í hugarheimi mannanna. Jólin eru afmælishátíð barnsins, sem lagt var í jötu austur í Betlehem. Af því er öll jólagleðin sprottin í dýpsta skilningi, og við minningar þess á hún að vera tengd. * Gagnvart þeim lávarði heimsins standa allir menn eins og börn. Og meðan jóla-. gleðin varir, komast mennirnir næst því að hugsa og álykta eins og börn. Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á 'hólunum ... Þessi fornu fyrirmæli segja til um hug ís- lenzku þjóðarinnar í þessu efni. Engum blandast hugur um, að hugsun barna, hættir og viðhorf allt er ólíkt og fullorðinna manna, og sá munur er því meiri, því yngra sem barnið er. Vandinn er að sama skapi meiri fyrir fulltíða mann að meta rétt sjónarmið barnsins og þrá. Sumum mönnum tekst þetta þó vel. Þeim tekst oft að leiða barnið og laða, fá það til að beita fjöri sínu við gagnleg viðfangs- efni, og þeir leitast við að fullnægja óskum þess, ef hægt er og þær miða til góðs. Öðr- um finnst sjálfsagt, að börnin hafi svipað sjónarmið og hinir fullorðnu og hlýði skil- yrðislaust boði þeirra og banni. Sá munur, sem er á hugarfari manna gagnvart börnum, er mjög athyglisverður, því að vafasamt er, hvort nokkur gleggri mæ’ikvarði er til á innsta eðli manna, enda hefir það jafnan verið talinn kostur á manni, að hann væri barngóður, hvað sem um hætti hans hefir verið sagt að öðru leyti. Hugarauðlegð barnsins er oft meiri en margur hyggur og fórnfýsin fölskvalaus. Barnið vill ganga beint að verki og er oft undarlega fljótt að samlaga sig umhverfi og aðstæðum. Barnið setur sér hátt tak- mark. Þegar ég er orðinn stór, skal ég gera þetta, er vanalegt orðtak barna, einkum drengja. Mannshugsjón barnsins er stór og göfug. Það leggur oft á brattann án nokkurra heilabrota. Það freistar margs, sem virðist vera því ofraun, vinnur stund- um sigra, en verður oft að hætta í miðjum klíðum. Gleði barnsins er einlæg og sönn. Þess vegna er það svo fljótt að bæta fyrir brot sín og byrja aftur á því, sem áður hefir mistekizt. Verkin sjálf og eigin orka eru barninu aða’atriði, en aurarnir ekki. Angrið hverfur fljótt úr huga þess eins og dögg fyrir sólu. Á hverju kvöldi gengur smábarnið til hvílu sátt við fortíðina og kvíðalaust um komandi tíð. Það er gróðurmagn í huga barnsins og oft snögg veðrabrigði. Þar skiptast á skin og skúrir. En sólarljósið virðist oft enn hlýrra milli smáskúra en ella. Svipað kem- ur fram hjá ungu barni. stofn, sem þar hefir lifað og mótazt frá kyni til kyns, eygir nú opnar leiðir til þess, að láta björtustu vonir liðins tíma rætast. Þar er nú margt að vinna og margs að njóta í faðmi stórbrotinnar náttúru fjarð- anna. Og einmitt vegna þess hefir framtíð- in heillandi svip. Þegar þetta er athugað, verður það skilj- anlegt, hvers vegna það telst til dyggðar að vera barngóður. Það ber þess vott, að sá maður sé undir niðri góður drengur. Og þetta gefur enn fremur skýringu á því fyrirheiti, sem gefið er, að sá, sem er eins og barn, verði mestur í ríki himnanna. Nú er svo komið, að aflið, valdið og þekk- ingin, sem hinir fullorðnu hafa fengið með baráttu sinni og lífsreynslu, eru að kefja barnseðlið í þeirra eigin huga. Þess vegna hefir nú undanfarið rætzt á átakan- legan hátt hið fornkveðna: Bræður berj- ask og at bönum verða. Þekkingin hefir aukið þjáningar, skarpskyggnin blandazt slægð, aflið leitt af sér sársauka og böl. Þess vegna vofir enn yfir, að mannkynið bruggi sjá’fu sér banaráð. Það er háttur flestra manna að vilja sem fyrst vaxa upp úr barnaskapnum. Að komast sem fyrst og að komast sem lengst er kapp þess, sem langt á að fara. í kapphlaupinu um kjarabætur, fríðindi og fé fellur hið sanna barnseðli mannanna meðal þyrna, sem vaxa upp og kæfa það. En þótt svo sé, lifir oftast stærra eða minna brot af því innst í hugans leynum, sem betur fer. Og sá hugarsjóður, hversu lítill og iátæklegur sem hann kann að vera, er dýrmætasta eign hvers einasta manns. Hver'sá, sem geymir í huga sér bjartsýni og gleði barnsins, einlæga og sanna, er sæll mitt í fátækt sinni. Þá geymir hann þann fjársjóð, sem ekki þarf að eyðast, þó að af sé tekið. Fjársjóð, sem gerir lífsbarátt- una Ijúfari, sjálft lífið sælla. Hver sá, sem leitar sannleikans af sömu einlægni og barn, megnar að vinna bug á kæruleysi, hirðuleysi, trúleysi, sem oft sækir á einstaklinga og þjóðir. Hann er líklegur til afi þræða vegi dyggðarinnar. Jólahelgin færir manninn nær því helga og háa. Aldrei komast mennirnir nær því en þá að finna sjálfa sig, hið bezta, sem býr í huga þeirra, én með því er mörkuð leiðin til þess að leita sannleikans. Þegar hinir fulltíða menn, sem fengið hafa í sínar hendúr þekkinguna og vaidið, hafa lært það nógu dyggilega að festa sér í huga fyrirheitið, að sá, sem er eins og barn, verði mestur og að leggja rækt við barnseðlið, er þess vön, að menningin færi mannkyninu heill en ekki hörmungar, að þekkingin verði einungis notuð í þjónustu framfaranna, . auðæfin til uppbyggingar, hyggindin til hagsælda, skarpskyggnin til að skyggnast fyrir rætur meinanna. — En þá fyrst verður lífið á þessari jörð í sam- ræmi við fagnaðarboðskapinn um dýrð í upphæðum, frið á jörð og velþóknun yfir mönnunum. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.