Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 23
T í M I N N 23 „Hvenær byrjuðuð þér að rita?“ „1836.“ „1836? Hvernig getur það skeð, þar sem þér eruð aðeins 19 ára?“ „Ég veit það ekki. Það er býsna kyndugt." „Það er mjög undarlegt. Jæja! — Hvaða mann álítið þér merkilegastan af öllum þeim, sem þér hafið hitt um ævina?“ - „Merkilegastan? — ja, ég held helzt, að það hafi verið Aron Burr.“ „Aron Burr! Þér getið alls ekki hafa séð hann, ef þér eruð aðeins 19 ára.“ „Ja, ef þér vitið það betur en ég, til hvers eruð þér þá að spyrja?" „Jæja þá! Mér datt þetta nú bara í hug. Hvernig vildi það til, að þér hittuð Aron Burr?“ „Það vildi nú þannig til, að ég var af tilviljun staddur við jarðarför hans og þá bað hann mig að hafa ekki svona hátt.“ „En, Drottinn minn! Ef þér hafið verið við jarðarför hans, þá hlýtur hann að hafa verið dauður, og þegar hann var dauður, mátti honum, held ég, vera sama. hvort þér höfðuð hátt eða ekki.“ „Ég þekki ekkert inn á það. Hefi ekkert vit á því. — Hann var nú alltaf sérvitring- ur, hann Aron Burr.“ „Já, — en, ég skil það nú samt ekki. Þér sögðuð, að hann hefði talað við yður, og þér sögðuð, að hann hefði verið dauð- ur ....“ „Ég hefl aldrei sagt að hann hafi verið dauður.“ „En var hann þá ekki dauður?" „Sumir sögðu að hann væri dauður, aðr- ir, að hann væri ekki dauður.“ „Og hvert var yðar álit?“ „Það hefi ég enga hugmynd um. Það kom mér ekkert við, — þetta var svo sem ekki mín jarðarför.“ „Hafið þér--------. Nei, það er víst ekki til neins að tala meira um það —, við finn-*- um sjálfsagt aldrei botn í því máli. Ég ætla heldur að spyrja yður um eitthvaö annað. Hvaða dag eruð þér fæddur?“ „Mánudaginn 31. október 1693.“ „16.. Nei, það er ómögulegt.-Þér hlytuð þá að vera meira en 180 ára gamall. Hvern- ig útskýrið þér það?“ „Mér mundi aldrei detta í hug að reyna að útskýra það!“ „En þér sögðust áðan vera 19 ára og nú eruö þér allt í einu orðinn nærri 200 ára! Þetta er endemis vitleysa!" „Nei — eruð þér strax búinn að finna það? Má ég taka í hendina á yður. Nokkr- um sinnum hefi ég hugsað um það, að þetta hlyti að vera einhver skekkja, en ég hefi aldrei orðið viss' um það. Þér eruð ekki lengi að átta yður!“ „Kærar þakkir, ef það er þá nokkuð að þakka. Eigið þér, eða hafið þér átt, bræð- ur eða systur?“ „Ja — já! — jú! Það held ég helzt, — ég man það ekki fyrir víst.“ „Nei — heyrið þér nú, — þetta er það merkilegasta, sem ég hefi nokkurn tíma orðið fyrir.“ „Hvað finnst yður svo merkilegt við það?“ „Merkilegt! Menn eru þó vanir að muna hvort menn hafa átt systkini. Þarna hang- ir mynd yfir píanóinu. Er það ekki bróðir yðar? Það er likt því.“ „Jú! jú! jú! Þegar þér minnið mig á það. Það er bróðir minn, það er William. Hann var alltaf kallaður Villi. Veslings Villi litli!“ „Þér talið um hann eins og hann væri dáinn.“ „Já, ég held hann sé dáinn. Við gátum aldrei fengið fulla vissu um það, — það var mjög dularfullt!“ Það er sorglegt — mjög sorglegt. Hann hefir þá horfið?“ „Horfið? Já, auðvitað hvarf hann — nið- ur í jörðina, — eins og vant er. Hann var jarðaður.“ „Jarðaður? Var hann jarðaður án þess að menn vissu, hvort hann var dáinn eða ekki?“ „Ónei, hreint ekki! — Það er 'ekki svo að skilja. Víst var hann alveg dauður.“ „Ég verð að játa að ég skil þetta ekki! Ef hann var graiinn og var ábyggilega dáinn .... “ „Nei — nei! Það var ekki þannig. Það var ekki ábyggilegt. Við héldum bara að það væri hann, sem var dauður." „Ó, nú skil ég! Hann lifnaði við aftur.“ „Nei, ónei. Það gerði hann ekki.“ „Jæja, þá er það einfalt mál! Maðurinn dó og var jarðaður. Það er ekkert dular- fullt né einkennilegt við það!“ „Ekki það? — Það er flóknara en þér haldið. Sjáið þér nú til. Við vorum tví- burar, hann og ég, og þegar við vorum 14 daga gamlir var skipt um okkur í baðker- inu, annar okkar náðist upp úr, en hinn drukknaði. En enginn maður hefir nokk- urn tíma getað fundið út hvor hvor okkar var. Sumir segja að Villi hafi drukknað, að, en svo eru aðrir, sem halda því fram, að það hafi verið ég.“ „Ég verð að játa að þetta er einkenni- legt. Og hvað haldið þér sjálfur?" „Það má hamingjan vita! Ég skyldi gefa hvað, sem væri, til að komast að niður- stöðu um það. Þessi óttalegi leyndardóm- ur hefir varpað skugga á allt mitt líf. En ég ætla að trúa yður fyrir nokkru, sem ég hefi engúm lifandi manni sagt frá fyrr. KAUPFÉLAG ARNFIRÐINGA BILDUDAL (Útibú á Bakka í Arnarfirbi) " v \ . • Selur allur fáanlegar algengar nauðsynjjavörur. — 1»ar á meðal: Vefnaðarvörar, tilliúiim fatnað, skófatnssð o*í pappírsvörur. Tehur innlendar ufuriSir í umboðssölu. v ESlum samvinnuna. (jleéiíecj, jól! (daráceit Loincin di dr! KAUPFELAG ARNFIRÐINGA /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.