Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 7
T f M I N N 7 Torfi Halldórsson Sigtryggur Guðlaugsson Hjaltlína Guðjónsdóttir Hólmgeir Jensson styrkja og aðstoð'ar. En því nefni ég þetta hér, að það er hvorttveggja í senn, gleði- leg vitneskja fyrir alla þá, sem unna rækt- un íslenzkrar moldar, og þá ekki sízt á Vestfjörðum, og jafnframt er það glæsilegt dæmi um áhuga, manndóm og myndar- legar tilraunir íslenzkra bænda. Það er margháttað ómak og fyrirhöfn við korn- rækt í smáum stíl, en með þessu móti fæst reynslan og þekkingin. Þeir bræður á Læk eru eljumenn og smíðuðu sér sjálfir litla hreinsivél og þreskivél, sem þeir knúðu með handafli. En nú hafa þeir rafmagn. MiNNZT Á MENNTUN Fyrirferðarmesta ætt í sagnaritun ís- lendinga á Sturlungaöld eru Sturlungar sjálfir með þá Snorra og Sturlu Þórðarson í broddi fylkingar. Auk þess er þess getið um þá frændur ýmsa, sem ekki voru fyrst og fremst kyrrlátir menntamenn, að þeir höfðu hið mesta yndi af sögum. Má þar til nefna jafn herskáa höfðingja og Sturlu Sighvatsson og Þorgils skarða. Er það næsta ólíkt því, sem sagt er frá einum af höfðingjum Ásbirninga, að hann skemmti sér við það að láta hunda fljúgast á. Finnst mér jafnan, að slík skemmtan sé illa sam- boðin siðuðu fólki og menntuðu og minnir það mig á nautaat og hnefaleika. En slepp- um því. í skjóli þeirra Sturlunga og undir þeirra forustu blómgaðist glæsileg sagna- ritun. Koma þar margir við sögu. Sturlungar höfðu margháttað samband vestur í firði, bæði ættartengsl og vináttu- bönd önnur. Hefir þar jafnan búið kyn þeirra og er svo enn. Ekki vil ég fullyrða neitt um það, að bókaramennt og söguleg íræði hafi verið meiri á Vestfjörðum en í öðrum héruðum. Þó er ekki því að leyna, að mér kemur í hug, að sú staðrevnd, að sérstaklega mörg eintök eru til af kvæðum sr. Ólafs á Söndum, eigi sér meðal annars skýringu í því, að maðurinn var Vestfirð- ingur. Hitt er engin sönnun um allsherjar- samanburð, þó að Vestfirðingar hafi allt- af átt liðtæka menn í þessum greinum, svo sem önnur hérub. Samkvæmt athugunum þeirra Harboes og Jóns skólameistara Þorkelssonar á ár- unum næstu eftir 1740, hafa Vestfirðingar lítið skorið sig út úr öðru fólki í Skálholts- biskupsdæmi um lestrarkunnáttu. Læsir menn voru taldir þar frá einum þriðja og fram undir helming, en norðanlands var menntunarástandið þá yfirleitt betra. * * * Samkvæmt því, sem menn nú muna og þekkja, er það vítt svið, sem fólkið er statt á í andlegri menningu. Þar er hægt að finna öll fyrirbæri frá margfróðum og glöggum afbragðsmönnum til þeirra, sem eru næsta einhæfir og fáskrúðugir í and- legum efnum. Það er til fólk, sem kann sæg af sögum og kvæðum og margs konar fróðleik, fornum og nýjum. En það eru líka til fyrirbæri eins og kerlingin, sem spurði, hvort þeir væru nú af dönsku kyni eða íslenzku þessir Japanar. Þegar henni var sagt, að þeir væru eiginlega hvorugt svaraði hún: „Nú. Eru þetta ekki menn?“ Fyrir 60 árum var til karl, sem gat raulað heilan landlegudag í verbúð sinni þessa tvo kveðlinga: Á síðuru buxum Sullant bulla gerir, svona vamlar sérhvern dag sitt með gamla húfulag. Bóndinn fæðu fram þá lét fyrir sin hjú og var það ket. Hvort það var soðið, hrátt eða steikt, ei hermt ég get. Þetta svarar vitanlega til þeirra, sem nú á tímum kunna fáeina bjagaða slagara. Sé fjölbreytnin meiri, þá er kunnáttan síðri og meðferðin ónákvæmari. * Á síðustu tugum 19. aldar varö vakning í menntamálum eins og fleiru. Ég hygg, að þá hafi orðið mikil og almenn vakning um land allt. Nefna má til dæmis' að þá fyrst fara jarðabætur að verða almennar. Þá byrjar skipuleg barnakennsla, svo að heitið geti. Þá byrjar bindindisstarfsemi og félagsverzlun kemst á öruggan fót og má svo lengi telja. Barnafræðslan á Vestfjörðum mun hafa verið á líku stigi og almennt gerðist. Ein- stakir áhugamenn héldu uppi föstum skóla á heimilum sínum, og var það einkum í. þorpum. Áhugasamir bændur sameinuð- ! ust um að taka heimiliskennara lengri 1 eða skemmri tíma. Voru það einkum bú- fræðingar, sem unnu að jarðabótum hjá búnaðarfélögunum á sumrin, sem þannig tóku að sér barnafræðsluna á vetrum. Gafst það oft mjög vel. Búfræðingar þeir, sem komu frá búnaðarskólunum framan af, voru margir afbragðsmenn og sérstak- lega merkir og farsælir menn í félagslífi sveita sinna, Það var ekki fyrst og fremst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.