Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 18
18 T f M I N N \ ,^jdrsjóbir, scm f^porBi trtölitr rté ryÖ fágranöaÖ^ Smágrein þessí var skrifuð í júni í sumar. Mér datt í hug að senda „Timanum" hana þá strax, en hætti þó við. Nú hefi ég verið hvött til að birta hana í jólablaðinu og verð við þeirri ósk. Rétt þykir mér að taka þetta fram: Unga stúlkan, sem ég tala um, hét Gunnlaug, og foreldrar hennar Anton og María. María gat þess við mig, hvað hún hefði orðið því fegin, að amma dóttur sinnar, sem henni hafði þótt svo vænt um, skyldi strax hafa komið til að taka á móti henni (hún var þá fyrir nokkru látin). Aldrei hefi ég séð Maríu síðan þetta var, en alla tíð mun ég telja mig standa 1 þakkar- skuld við hana. Hún kenndi mér meira á stuttri stundu, en nokkur annar liefir gert. Ég var að koma úr Dómkirkjunni frá kveðjuathöfn, sem haldin var til minning- ar um Kjartan ,Sigurjónsson söngvara frá Vík í Mýrdal. Fáir menn vandalausir voru manninum mínum jafn kærir og hann. Við, eins og svo margir aðrir, væntum okk- ur mikils af honum og trúðum því, að hann ætti eftir að auðga þjóð okkar meo list sinni, svo að hin óvænta burtför hans hufði orðið okkur mikil harmafregn. — í kirkj- unni var mikill fjöldi fólks, og aldrei hefi ég verið við minningarathöfn eða jarðar- för, þar sem söknuður og hluttekning allra viðstaddra hefir verið auðsærri — hlut- tekning með ungu konunni hans, sem svo skamma stund hafði fengið að njóta sam- vistum við hann. Nokkrum sinnum hafði ég haft tækifæri til að vera með þeim og gleðjast yfir hamingju þeirra, og nú gekk mér harmur hennar sárt til hjarta. — En þegar rödd Kjartans sjálfs, fögur og hríf- andi hljómaði um kirkjuna í laginu „Mamma" eftir Sigurð Þórðarson, hvarf hugur minn þó allur heim til foreldra hans. Hann var einkasonur, og ég vissi, að sam- band hans og foreldranna hafði verið ó- venjulega fagurt og ástúðlegt. Kallið til móðurinnar var sungið af þeim innileik og ástúð, sem sá einn getur sungið, er ann móður sinni og treystir henni öllum fram- ar — það hlaut að snerta hvert hjarta. — Mundi móðir hans þola þetta? Mundi miss- ir þessa elskaða sonar ekki verða foreldr- unum ofraun? Guð minn góður, að vera svona vanmáttugur, að geta ekkert gert til þess að létta h'armana! Allt í einu skaut löngu liðnum atburði upp í huga mínum, og það var eins og sól- argeisli klyfi skyndilega dimmviðrisský. — Það eru rúm 20 ár síðan. Ég lá nokkra daga í Akureyrarspíta’a. í rúmi skammt frá mér var ung bóndadóttir framan úr Eyjafirði að heyja dauðastríðið. Öll lífsvon var úti. Síðustu nóttina viku foreldrarnir tæplega frá rúmi hennar. Kvalaköstin voru hræði- leg. Það var eins og deyfilyfin megnuðu ekkert gegn þjáningunum. Mér rann ekki blundur á brá alla nóttina. Móðirin mun hafa fundið og séð hluttekningu mína og hún kom að einu kvalakastinu afstöðnu snöggvast að rúminu mínu og við skipt- umst á nokkrum orðum og hlýju hand- taki. Undir morguninn virtist unga stú’k- an falla stundarkorn í þjáningarlaust mók. En allt í einu heyri ég rödd hennar, glað- lega og undrandi, og hún segir: „Amma, ert þú komin?“ Og litlu síðar með enn meiri undrunarhreim: „En hvað þetta er skrít- ið. Aldrei hefi ég komið svona hátt fyrri.“ Svo varð alger þögn. En lítilli stundu síðar kom móðirin til mín og segir: „Ég má til með að segja yður gleðitíðindin. Elskunni minni er batnað.“ — Mér mun hafa orðið orðfall um stund, en sagði svo eitthvað á þá leið, að mikið væri hennar sálarþrek, að geta sagt frá dótturmissinum á þessa leið. „Já,“ sagði hún, „ég má ekki kvarta. Ég, sem er búin að fá að hafa litlu stúlkuna mína hjá mér í 22 ár og allan þann tíma hefir hún verið yndið mitt og sólargeisl- inn og aldrei styggt mig eða hryggt í neinu. Þvílíkur munur, eða ef ég hefði misst hana litla, t. d. ekki fengið að hafa hana nema eitt ár. Og nú ei'gum við foreldrar hennar allar góðu minningarnar um hana til að gleðja okkur við.“ Ég hefi víst ekki svarað miklu. En orð konunnar og þéssi atburður allur mun jafnan verða óafmáanlega greyptur í hug- skot mitt. Á því áugnabliki skildi ég fyrst til fulls, hvað hún mamma mín hafði átt við, þegar hún var að brýna fyrir mér, hversu áríðandi það væri, „að safna sér fjársjóðum, sem hvorki mölur né ryð gæti grandað.“ Það var það, sem þessi unga stúlka hafði gert. Hún skildi foreldra sina ekki eftir í fátækt, þó að hún hyrfi á braut. Hún hafði safnað handa þeim fjársjóð, sem ekki var hægt að eyða og hvorki mölur né ryð fær nokkru sinni grandað. Mér finnst, að svona muni það einnig hafa verið um Kjartan Sigurjónsson. — Það rofar til og er að mestu stytt upp. Sólin skín inn um gluggam) minn. — Hlut- tekning mín er ekki lengur helsár. — Ég veit, að ástvinir Kjartans Sigurj ónssonar standa ekki uppi snauðir né einmana, því að hann hefir skilið þeim eftir fágætan fjársjóð. • Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá. Samvinnufélag Fljótamanna Haganesvík .Heiðraðir viðskiptamenn! Vér viljum minna yður á, að vér höfum alla jafna fyrirliggjandi: Allar algengar matvörur, nýlenduvörur, tóbak og sœlgætisvörur. Vefnaðarvörur — þ. á. m. hina alþekktu Gefjunardúka í fjölbreyttu úrvali Búsáhöld — leirvörur. FÓÐURVÖRUR: BENZÍNSALA, ullargarn Síldarmjöl, Fiskimjöl, Maísmjöl. Ljósaolía, Sólarolía og hinar viðukenndu B. P. smumingsolíur. (jleiileq jcl! BYGGINGARVÖRUR. KOLASALA, Þökkum yður viðskiptín á árinu JatAœlt hijár!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.