Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 17
T í M I N N 1T Ég þagðj enn. Mig langaði ekkert til, að hann segði mér neitt. Ég kenndi í brjósti um hann, en ég gat ekki að því gert, að það var óhugur í mér. Mig langaði ekki til neins annars en að geta komizt frá honum til þess að senda eftir lækni. — Ég heiti Alfred Knudsen, hvislaði hann, og ég er ekki sjómaður, ég er banka- ritari í Kaupmannahöfn ... og ég er kvænt- ur ... Það er voðalegast af öllu, að ég er kvæntur ... Og aumingja konan mín veit ekkert hvar ég er ... Eruð þér kvæntur? — Nei, svaraði ég. — Það er gott, andvarpaði hann. — Ég er búinn að vera kvæntur í þrjú ár og á eitt barn ... Mér hefir alltaf þótt afskap- lega vænt um konuna mína, og henni um mig ... Aldrei höfum við reiðzt hvort öðru, aldrei hafa ill orð farið okkur á milli ... Það er alveg voðalegt ... — Mér finnst nú, að þáð hljóti að vera mjög gott, skaut ég inn í og reyndi að vera glaðlegur í rómnum. — Bíðið þér við ... Þér vitið ekkert enn ... Ég fór á túr — skiljið þér — alveg óguðlegt fyllirí. Ég hefi aldrei drukkið áð- ur öðru vísi en i mesta hófi, get varla sagt, að ég hafi fundið á mér áður ... en í þetta sinn varð ég fullur ... og ég komst aldrei heim ... Það er voðalegt ... Finrist yður ekki? — Það er auðvitað slæmt, sagði ég, — en þetta hefir margan mann hent, og ég trúi ekki öðru en að konan yðar fyrirgefi það. — Ég var nú hressilegur í máli, reyndi að telja kjark í hann. — Nei, nei, kveinaði hann. O — þér vitið ekkert enn ... Það eru margir dagar — ég veit ekki hvað margir dagar ... Ég skamm- aðist mín fyrir að koma heim ... og svo hélt ég áfram að valsa um borgina og bara drakk og drakk, meira og meira — kvöld eftir kvöjd — dag eftir dag — nótt eftir nótt ... ég veit ekkert hvar eða með hverj - um ... Og ég skarhmaðist mín fyrir að koma heim ... O — það er voðalegt ... O ... — Og svo fóruð þér hingað, sagði ég í sama tón og áður, — það var heimskulegt af yður. En nú sofið þér út hérna til morg- uns og farið svo heim — og þá skuluð þér sjá, að allt lagast. — Nei, andvarpaði hann lágt, — þér vitið ekkert enn ... skiljið ekkert... Það er svo voðalegt.;. Ég get ekki farið heim, þvi að ég drap hana! Síðustu orðin hrópaði hann svo tryllingslega, að ég hélt, að hann mundi alveg sleppa sér aftur. — Og mér varð bilt við, jafnvel þótt ég væri sannfærður um. að þetta væru hugarórar manns, sem væri á takmörkum brjálseminnar vegna mikils drykkjuskapar og langvarandi svefnleysis. — O-sussu, hvaða vitleysa, maður! sagði ég róandi en gat þó ekki alveg leynt skjálft- anum í rödd minni. Hvernig áttuð þér að drepa konuna yðar, þegar þér komuð ekki heim til hennar? Þér sögðuð áðan, að hún vissi ekki hvar þér væruð... Svona nú, svona nú, liggið þér nú kyrr — og á morgun farið þér heim til konunnar yðar ... — Nei, það var ekki hún, heldur hin, sem ég drao ... Já, ég drap hana ... Ég skal segja yður það allt... Ég má til að segja yður það allt... Allt! stundi hann með erfiðismunum, og tárin byrjuðu aftur að streyma niður andlit hans. — Það voða- legasta er að vera kvæntur ,. En ég ætla að segja yður allt... Ég gat ekki komið heim — skammaðist mín fyrir að koma heim ... og svo í gærkveldi var það... já, í gær- kveldi... Það var liðin ein nótt og einn dagur, síðan það var — bráðum. — Ég mætti henni á götunni. Hún var há og falleg... ljómandi falleg ... Og hún fékk mig til að koma heim með sér ... En þegar við vorum komin inn og búin að drekka saman ... og ég sá hana liggja í náttkjóln- um á legubekknum — þá... þá kom það yfir mig — allt í einu kom það yfir mig — að ég yrði að drepa hana... Ég fékk ein- hverja óviðráðanlega löngun, skiljið þér ... Ég mátti til... gat ekki að því gert... og svo gerði ég það. Ég drap hana — kyrkti hana ... hengdi hana í bláum silkidúk ... skiljið þér... Silkið var svo mjúkt — og hálsinn á henni var svo mjúkur... og ég hengdi hana í bláum silkiklút... Hann grét lengi og með ekka. — Mér leið mjög illa, þótt ég reyndar neitaði því fyrir sjálfum mér, að ég leggði nokkurn trúnað á þessa sögu. Þetta var, sagði ég sjálfum mér, ekkert annað en óráðshjal — draum- ur, sem hafði myndazt i áfengisdrekktum heila þessa aumingja manns. — Eftir litla stund hélt hann áfram, en var nú rólegur, það fór eins og að smádraga af honum, og ég þóttist sjá, að nú mundi hann bráðlega geta sofnað. — Þakka yður fyrir... Mér líður betur nú ... Það var gott að geta talað um það ... Ef það væru ekki augun ... augun í henni... O — ég sé þau alltaf ... Þau elta mig... Þau eru svo voðaleg, augun í henni .... Nú — þegar það var gert, varð ég allt í einu ófullur — fór að hugsa um að forða inér, og komst hingað með næturlestinni ..'.. Ég veit ekki hvers vegna ég var að fara hingað... og svo var það, að mér datt í hug að komast til Noregs ... En ég kemst aldrei til Noregs — og það er líka alveg sama, því að gert verður aldrei ógert... og ég drap hana ... Síðustu orðin komu svo lágt og óskýrt, að ég varð að hafa mig allan við til að heyra þau og skilja. Augu hans lokuðust, tak hans um hönd mína, sem hann hafði haldið fastri allan tímann, losnaði, andar- drátturinn varð rólegur og eðlilegur. Mað- urinn var loksins sofnaður og svaf vært. Ég stóð upp, tók rúmteppið og breiddi ofan á hann og fór svo niður. VI. Gestgjafinn var ekki í veitingastofunni, svo að ég fór rakleitt fram í eldhús. Ég æt’aði að biðja gestgjafann að láta vltja læknis handa manninum, er svaf uppi. En i eldhúsinu sat þá gestgjafinn í fjörugum samræðum við tvo föngulega einkennis- klædda lögreglumenn. Mér varð ósjálfrátt felmt við, en gest- gjafinn sneri sér brosandi að mér og mælti: — Nú, hann sefur víst enn, hann kunn- ingi okkar þarna uppi? Ég sagði, að hann svæfi, að hann hefði komið inn til mín í herbergi mitt og sofnað þar. Annar lögreglumaðurinn sneri sér nú kurteislega til mín og lagði fyrir mig nokkr- ar spurningar, hvað ég héti, hvaðan ég væri og í hvaða erindum ég dveldi í borg- inni. Ég leysti úr því öllu. Og að lokum spurði hann mig, hvort ég þekkti manninn, sem komið hefði til gistihússins þá um morguninn og nú svæfi þar uppi. Ég sagði eins og var, að ég hefði aldrei séð hann fyrr en þennan sama morgun. — Nú, það lítur út fyrir, að þér hafið skrifað nafnið hans í gestabókina fyrir hann? mælti lögreglumaðurinn og brosti við. — Höfðuð þér enga hugmynd um, að það væri ekki hans rétta nafn? — Hann sagðist heita þetta, sagði ég dálítið stuttlega. Ég hafði enga ástæðu til að rengja manninn. — Nei, auðvitað ekki, sagði lögreglumað- urinn. En þér hafið talað við hann síðan. Hann skyldi þó ekki hafa nefnt sig öðru nafni þá? Ég hikaði. Lögreglumaðurinn sá það og brosti aftur. — Við — það er að segja lögreglan — höfum ástæðu til að halda, að hann heiti Alfred Knudsen, þessi vinur okkar. Hann hefir vænti ég ekki sagt yður það? Ég hik- aði aftur, og enn brosti lögreglumaðurinn. — Nú, það er gott! sagði hann — ég skil, hann hefir sagt yður það. Hann skyldi þó aldrei hafa sagt yður fleira af högum sín- um? — Svo sem hvað? spurði ég stygglega. Nú varð bros lögreglumannsins svo glað- legt, að það munaði víst minnstu, að hann skellti upp úr. — Já, afsakið! mælti hann. En það væri sannarleg ánægja að mega yfirheyra yður — þér eruð svo gagnsær! Þér megið nú samt ekki líta á þetta sem yfirheyrslu. — En nú veit ég samt, að hann hefir skriftað fyrir yður — kannske meira að segja sagt yður, að hann hafi myrt stúlku í Kaup- mannahöfii í gærkvöldi? Jæja, Jonsen, sagði hann svo við félaga sinn — eigum við ekki að koma og tala við vininn? — Nei — í Guðs nafni! hrópaði ég. Það væri verra en glæpur að vekja vesalings manninn nú, þegar hann er nýsofnaður. Ég veit ekki, hvað af því gæti hlotizt. Sýnið þá mannúð að lofa honum að sofa út. Lögreglumaðurinn leit fyrst dálítið hvasst á mig, en brosti svo góðlátlega. — Jæja, þá það — eða hvað segir þú Jonsen? spurði hann félaga sinn. — Auðvitað ræður þú þvi, Jensen, svar- aði hinn — en satt að segja, ég held ekki, að vinurinn hlaupi frá okkur, meðan hann sefur — og naumast heldur, þó hann vakni. Við getum svo sem hinkrað við og lofað greyinu að sofa dálítið. Ég varð að þurrka af mér kaldan svita og var svo óstyrkur, að ég varð að setjast niður. — Já, það tekur á taugarnar þetta, svona hjá viðvaningum, sagði lögreglumaðurinn, sem kallaður var Jonsen. Hann horfði á mig með góðlátlegu glotti. Gestgjafinn sótti nú öl og bauð okkur. Ég var svo skjálfhentur, að ég gat naumast hellt í glasið mitt. — Hvaða — hvaða stúlka var þetta? Vit- ið þið nokkuð um það? stamaði ég og var næstum því eins skjálfraddaður og vinur minn uppi hafi verið, þegar hann ávarpaði mig í fyrsta sinn. — Þér hafið ekki lesið kvöldblöðin, get ég skilið? svaraði annar lögreglumaður- inn. — Nei, ég hefi engin blöð lesið í dag. — Nú, stúlkan? Já — hún var nætur- fiðrildi, hafði einhverntíma fyrir mörgum árum fengizt eitthvað við leiklist, og lög- reglan þekkti hana víst vel upp á síðkastið. Hún hét Ástá Petersen og bjó I kvisther- bergi við St. Annæ-Plads. Það var þar, sem hún fannst. g)íe5iCeg jóC! $efjun—Sðunn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.