Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 19
T f M I N N 19 Jan Fridegárd: Jóhann Þegar gestirnir höfðu látið falla hi'n venjulegu gamanyrði og staulazt af stað, settist brúðguminn niður til þess að leiða hugann yfir liðinn dag. Borðið var þakið kaffibollum, og dúkurinn var brúnflekk- óttur af öllu kaffinu, sem farið hafði nið- ur. Á matgagnaskápnum stóð tóm líkjörs- flaska og nokkur glös. — Ég held, að uppþvotturinn verði að bíða til morguns, sagði brúðurin, geispaði og gekk inn í svefnherbergið. Hún speglaði sig einusinni enn og byrjaði síðan að tína af sér brúðarskartið, en það var uppsaum- aður kjóll eftir móður hennar, svartur eins og sorgin. „Nú er maður kvæntur,“ hugsaði brúð- guminn, sem sat kyrr við borðið. „Það er dáhtið skringilegt. Þótt ekki sé það nú von- um fyrr. Einhvernveginn hefir maður orðið þrjátíu og fjögurra ára. Hún þarna inni er fjórtán árum yngri, ekki nema tutt- ugu.“ Skáhallt á bak við sig sá hann hana, þar sem hún stóð fyrir framan spegilinn. Skrýft hárið, öxlina, ávala vinstri brjóstsins. Hann kenndi nokkurs stolts við sýnina. , „Þegar ég verð fimmtíu, verður hún að-| eins þrjátíu og sex,“ hugsaði hann. „Það er fínt að eiga svona miklu yngri konu til þess að .... að ....“ Hugur hans gerði sér ekki fulla grein fyrir því, hvers vegna það var svona fínt, heldur hélt áfram: og Eva „Skringilegast af þessu öll er þó það, að einmitt við skyldum verða hjón. Ég þekkti hana, að kalla má, áður en hún fæddist. Móðir hennar heitir Jenný, og ég man, þegar pabbi sagði við mömmu: .Smettið á henni Jennýju er allt orðið brúnflekkótt, svo að það dregst víst ekki lengur en til haustsins/ ,Þáð er svo sem ekkert undrunarefni. Unga fólkið/ svaraði mamma. Ég var sem sagt fjórtán ára, og ég var þá farinn að velta þess háttar hlutum fyr- ir mér. Um haustið var ég látinn byrja á að sýna mig verðan fæðunnar, eins og þar stend- ur. Ég byrjaði á því að hirða kýrnar á búgarðinum. Fimmtíu aura fékk ég_á dag. Jafnaldrarnir hæddust að mér fyrir starf mitt. Beljurassahreinsari, æptu þeir á eft- ir mér, og það var ekki sem ánægju- legast.“ — Það var margt í kirkjunni, sagði brúð- urin, settist og fór að leysa af sér skóna. — Þa-eld-ég-nú, aldeilis. „Það var enginn snjór fram að jólum árið sem hún fæddist, heldur að jafnaði mildir, grámuggulegir dagar. Ég .gægðist út um fjósgluggann og reyndi að hreppa tækifæri til þessa að komast snöggvast út við og við. Dag,nokkurn, fáeinum vikum fyrir jól, kom hann faðir hennar inn í fjósið og skimaði í kringum sig. Smám sam- an birti honum svo fyrir augum, að hann sá á kollinn á mér, sem bar yfir söðulbak- aða kú, og þá gekk hann til mín. ,Viltu, Jóhann, skreppa inn að Uglu- hreiðri og skila því, að nú sé komið að því,‘ sagði hann. ,Þú þarft ekki að segja annað en það, að nú sé dagurinn kominn/ Þetta var nú matur fyrir mig! Ég var ekkert að brjóta heilann um það, að hverju væri komið; það var mér fyrir mestu að losna úr fjósinu stundarkorn. Og svo átti ég að fá að fara inn í skóg- inn. Það var langt inn að Ugluhreiðri. Þar sem hin gamla, margfróða móðir Jennýjar átti heima. Ég fleygði klórunni og þaut af stað. ,Þú færð aura, ef þú verður duglegur og haskar þér,‘ kallaði faðirinn áhyggjufulli á eftir mér. ,Og kaffi færðu í Ugluhreiðri; þ^ð máttu vera viss um.‘ — Nú, þegar við erum gift, verður fólk víst að finna sér einhverja aðra til að njósna um og baknaga, sagði brúðurin og hugsaði um sitt. — Já, ætli það ekki. „Ég man ennþá, hvað það var déskoti hressandi angan af greninu, þegar ég kom inn í skóginn. Ég svipaðist um eftir snotru jólatré og sá mörg, sem voru tilvalin. Það stóð kalt, tært vatn í skógardældunum, og í botni þeirra var grænt gras. En öll skor- dýr i og ofan á vatninu voru dauð og bú- in að vera. Ég fór fram hjá tveimur kotbæjum á leiðinni að Ugluhreiðri, og á öðru þeirra var gamall hundur, sem hét '?elló. Hann var grimmur, og ég tók krók á mig, en hann heyrði til mín og kom geltandi á milli grenitrjánna. Ég hljóp eins hratt og ég gat, ICaupfélag Vestur-Húi ! | Hvammstanga útvcgar félagsmönnum sínum nauðsynlegar vörur með leeztu kjjörum og tekur afurðir ! þeirra íil sölu. ' Félagsmenn! Styrkið félagið með viðskiptum ykkar. Atlmgið, að Iiagur ykkar og félagsins fer ætíð saman. Þökkum samst :arfið á Eiðnu ári QLkLq jól! C jott oa ^aráœit hontandi dr! • K. V. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.