Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 9
T f M I N N 9 ir skapsmunir voru sérlega vel tamdir. í önnum hversdagsstarfanna var hann glað- ur og reifur, en missti aldrei sjónar af því marki, sem hann stefndi að. Hann trúði á hæfileika nemenda sinna eins og kristn- um manni sæmir. Og hann var óþreytandi að leggja rækt við hið unga fólk, sem skóla hans var trúað fyrir. Þess vegna var skóli hans óvenjulega merk stofnun, sem haft hefir mikil og varanleg áhrif á um- hverfi sitt. * * * Merkur þáttur, sem ekki má gleymast úr menningarsögu 'neins héraðs, er saga hins frjálsa félagslífs. Ég hygg, að það atriði sé oft vanmetið, en það leysir þó mörg mál, auk þess, sem það er nauðsynlegur þáttur í uppeldi nútímamanns, ef vel á að vera. Hér er komið að miklu máli og fjölþættu. í sjálfu sér er t. d. hreppsbókasafn með nokkur hundruð bindum ekki stórkostleg stofnun. En það bætir þó úr mikilli vöntun og verður blátt áfram undirstaða alþýð- legrar menningar á vissum sviðum og ger- ir aðstöðu fólks í fábýli og stærri bæjum jafnari en ella. Og bak við hvert slíkt safn liggur mikil saga um félagsstarf og félags- þroska, þó að ekki sé til þess að býsnast yfir. En einmitt þetta getur minnt okkur á mikið og gott starf, sem unnið er víðs- vegar um land sem ólaunuð tómstunda- vinna. Hér á við að nefna æskulýðsfélagsskap ýmsan. Ég hygg, að í uppeldi æskunnar þurfi þrennt að koma til. Eru þar fyrst áhrif heimilisins, en auk þess skólinn og frjálst félagslíf. Skólalífið ber með sér ým- islegt, sem heimilislífið getur ekki veitt. Félagslífið opnar alveg sérstaklega marg- háttuð tækifæri til þess þroska og þjálf- una-r, sem er nauðsyn góðum þegni í nú- tímaþjóðfélagi. Því er það ómissandi þáttur í nútímauppeldi. Kemur þar enn til greina sú örlagaþýðing, sem heilbrigt skemmtana- líf hefir, en ýmis konar menningarfélög eiga mjög hægt með að fullnægja gleðiþrá unga fólksins. Ekki hirði ég að rekja hér neinar sögur að vestan um þessi atriði. Þau eru þar, sem annars staðar, mikilvæg, en of mjög í brot- upi ennþá. Það getur því staðið svo á, að á vissum svæðum nálgist ásigkomulag fé- lagsmálanna andlegan dauða annan tím- ann. Slíkar lægðir eru alþjóðarvandamál. „SNAUTT DG ÞYRST VIÐ GNDTTIR LÍFSINS LINDA” Þegar þilskipaútgerð hófst að ráði á Vestfjörðum eftir miðja síðustu öld varð mikil breyting á~ atvinnulífi og afkomu manna. Hásetar á þilskipunum báru miklu meira úr býtum en áður hafði tíðkazt við róðrana úr verstöðvunum. Þeir athafna- menn, sem komu þilskipaútgerðinni á fót, blésu þar með nýju lífi í atvinnuvegina og lyftu almenningi til bættra lífskjara. í sambandi við þilskipaútveginn myndaðist föst verkamanna stétt í landi. Hún var að sönnu engin hátekjustétt. Öðru nær. En afkoman var ekki verri en áður hafði tíðk- azt og oft betri, enda hægt við að jafnast. Saga smáþorpanna er merkileg á margan hátt og lærdómsrík. Allmjög hefir þar gengið í öldum með atvinnulíf og afkomu. Stundum hafa verið fjárhagsleg góðæri en annan tímann hálfgert sultarlíf og vandræðatímar. Hagur þorpanna hefir jafnan verið mjög bundinn við einstaka menn og fyrirtæki þeirra. Ef þeim hefir illa farnazt eða þau gefizt upp, hafa gjarn- an orðið vandræði. Almenningur hefir byggt afkomu sína á ótryggum grunni einkaframtaksins og gefizt misjafnlega. Er þess að vænta að með auknu félagslegu skipulagi komist þau mál í fastara horf og tryggara. * * Margt hefir verið hugsað og rætt um framtíð vestfirzkrar útgerðar og vestfirzkra kauptúna. Þeir bræður frá Sólbakka, Krist- ján og Páll Torfasynir, höfðu á sinni tíð miklar ráðagerðir og athuganir um stór- virkjun og hagnýtingu ýmislegra auðlinda i því sambandi. Litill árangur varð þó af þeim tilraunum öllum. Víða var skilnings- leysi að mæta um þá miklu möguleika, er blöstu við augum þessara stórhuga manna. Annars vegar var svo fátækt og úrræða- leysi. Aldrei varð komizt svo langt, áð auðn- áðist að ráðast í hinar miklu framkvæmd- ir, sém hugur stóð til, svo sem vinnslu járns eða annarra verðmætra jarðefna. Margir litu þá á allt slíkt sem draumóra eina. Síðan hefir margt skipazt og breytzt. Nú vita menn, að í þessum draumórum var mikið af hagnýtu viti og margt, sem hlýt- ur að ná uppfyllingu á komandi tímum. Vel má vera, að ýmsar aðferðir þeirra bræðra, til að reyna að koma einhverju af hugsjónum sínum í framkvæmd hafi ekki verið sem heppilegastar, en þess er þá þar að' gæta, að aðrar leiðir voru þeim lokaðar. Og vel mega menn muna dugnað þeirra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.