Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 14
14 T í M I N N I. Fyrrihluta vetrar árið 19.. þurfti ég að fara í fyrirlestraferð frá Höfn til Jót- lands. Ég átti að flytja erindi í stórum hafnarbæ á austurströndinni og svo í ein- um tveim, þrem sveitaþorpum þar í grennd. Ég réði af að fara með skipi, bæði var það miklu ódýrara og öllu þægilegra. Ég gat farið um borð um háttatíma að kvöldi og sofið þar í ró og næði þangað til ég kæmi á áfangastað daginn eftir. Það var langt frá svo þægilegt með járnbrautarlest, þótt hún væri nokkru fljótari í ferðum. Ég þurfti sama og engan farangur að flytja með mér, svo að ég hélt af stað gang- andi til skips kvöldið, sem ég átti að byrja ferðina. Ég var einn og fátt um fólk á þeim göt- um, sem ég fór um. Þegar ég gekk yfir St. Annæ-Plads og nálgaðist höfnina, var ég a’lt í einu ávarpaður. Mér varð dálítið hverft við og litaðist um, því að ég hafði engan séð í nánd við mig. Sá ég þá í skugga við húsvegg ljósklædda stúlku. — . Ég þóttist þegar fara nærri um, hvers konar manneskja þetta væri, og hvert er- indið mundi vera, svo að ég lét sem ekkert væri og hélt áfram. En hún tók þá til fót- anna og g^kk hröðum skrefum — eða öllu heldur hljóp — í veg fyrir mig. — Gott kvöld, elskan, sagði hún í blíð- legum hæðnisróm og átöð beint fyrir fram- an mig. — Ertu nokkuð að flýta þér? Ég virti hana fyrir mér eitt andartak og sá, að þetta yar laglegasta stúlka, há og ve1 vaxin — á að gizka 25 ára gömul, en nokkuð farin að „láta á 'sjá“. —, Hún var í Ijósri sumarkápu, berhöfðuð með óvenju þykkt og liðað dökkt hár. Af gljáanum í hinum stóru, stálgráu augum hennar þótt- ist ég sjá, að hún mundi vera undir áhrif- um áfengis. Ég tók undir kveðju hennar í sama tón og hún hafði ávarpað mig: — Gott kvöld, mín yndislega! Þér sjáið líklega, að ég er ferðamaður, svo að þér þurfið ekki að spyrja, hvort ég sé að flýta mér. — Nú, nú, hjartað mitt, segir hún, — og hvert er ferðinni heitið? Ég sagði eins og var, að ég ætlaði með skipi til Jótlands. — Nei, verið þér ekki að neinni vitleysu! hrópaði hún. Hvaða erindi ætli þér eigið þangað í nótt — þar sem er svo leiðinlegt! Komið þér heldur heim með mér. Þar er hlýtt og notalegt. — Og ég á heila port- vinsflösku — svei mér þá.... Nú, nú, hvað segið þér um það? Komið þér svo? — Það er auðvitað leiðinlegt fyrir okkur bæði, svaraði ég, en ég get ekki breytt um áætlun. — Jæja, þér getið þá tekið mig með yður. Mér er ekkert að vanbúnaði að koma með yður — svona eins og ég stend! hrópaði hún. — Því trúi ég vel, svaraði ég — en því miður verð ég að neita mér um þá ánægju líka. — Eruð þér virkilega svona mikill bölv- aður húski, strákur, sagði hún og skelli- hló, — að þér tímið ekki að hafa mig með? — O-sei-sei-nei, það er ekki það, sagði ég. En þér skiljið — ég ferðast í — já, hm — í embættiserindum. — Svo? sagði hún og háðshreimurinn hvarf snögglega úr rödd hennar. — Eruð þér .... eruð þér kannske — prestur? — Ég er nú hræddur um, að þér verðið að fara betur upp, svaraði ég drembilega. Hún hneigði sig háðslega með tilburðum eins og á leiksviði. — Afsakið, herra prófessor, hrópaði hún og háðið í rödd hennar var nú meira áber- andi en nokkru sinni áður. — Já, sjálfsagt, mín elskulega, svaraði ég í alveg sama tón. — Og ef þér hafið nú ekkert sérstakt á móti því, ætía ég að kveðja yður og halda ferð minni áfram. Svipur hennar breyttist allt í einu, og ég sá, að hún virti mig’vandlega fyrir sér með einkennilega blíðum og dreymnum blæ i hinum áfengisgljáandi augum. — Skipið fer ekki fyrr en eftir hálftíma, sagði hún lágt og eins og annars hugar. Og enn hélt hún áfram að virða mig fyrir sér. —■ Það er ýmislegt hægt að gera á hálf- tíma. Ég anzaði þessu engu, en gekk til hliðar og bjóst til að halda af stað. En hún steig eitt skref til hliðar líka, svo að enn stóð hún beint fyrir framan mig. — Jæja, sagði hún eins og hálf utan við sig — jæja, það var leiðinlegt.... En við sjáumst seinna... Já, ég veit það — ég finn bað á' mér. að við eigum eftir að sj ást .... Ég skal hitta yður aftur, þér megið reiða yður á það .... svo sannarlega sem ég heiti Ásta Petersen. Hún sneri sér á hæli, og áður en ég vissi af, var hún horfin í skuggann við húsvegginn, þar sem ég fyrst hafði séð hana. — Ásta Petersen? tók ég ósjálfrátt upp í huganum, og það rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum hefði ég einhvers staðar rekizt á mjög unga leikkonu með þessu nafni. Hún hafði leikið einhver smá- hlutverk í litlu leikhúsi á Suðurbrú. Áhorf- endum hafði líkað vel við hana, og gagn- rýnin hafði spáð henni talsverðum frama. En svo — allt í einu var hún horfin af leiksviðinu og um leið — gleymd . . Gat það verið, að þetta væri' sama stúlkan? í þessum hugleiðingum var ég, þegar ég gekk um borð í skipið. En er þangað var komið og ferðin byrjuð fyrir alvöru, hefi ég áreiðanlega fljótt gleymt hinni litlu kynningu við stúlkuna á St. Annæ-PIads að meira en hálfu — ef ekki að öllu leyti. n. Nokkrum dögum síðar, þegar ég hafði flutt erindi þau, er mér hafði verið ætlað, varð ég að dvelja einn sólarhring enn í hinni józku hafnarborg til þess að bíða eftir skipi, sem ég gæti farið með til Hafnar aftur. Ég hélt til í litlu, ódýru gistihúsi, sem ég hafði fundið nálægt höfninni. Ég kom þangað utan úr þorpinu, þar sem ég síð- ast hafði talað, þegar dagur var lrominn að kvöldi, fékk ég mér herbergi, og þegar ég hafði drukkið te niðri í kaffistcfunni, fór ég upp að hátta. Ég veit ekki, hversu lengi ég hefi sofið, en mér var þó ljóst, að lítið eða ekkert mundi liðið á nóttina, þegar ég skyndilega hrökk upp með andfælum, án þess þó að ég gæti gert mér nokkra grein fyrir, hvað hefði vakið mig. En mér leið illa. Ég hafði ákafan hjartslátt og kaldur sviti spratt út um mig allan. Og vanlíðan min óx. — Ég hafði einhverja skelfingarti’finningu, eins og ég vissi af einhverju ógnarlegu hermd- arverki, sem verið væri að vinna — mér fannst helzt þarna inni í herberginu hjá mér. Ég hélt niðri í mér andanum og hlust- aði. En ég heýröi ekki neitt, annað en þennan þunga nið, sem jafnan heyrist frá stórborginni, jafnvel þegar svefn nætur- innar grúfir yfir henni. Ég reyndi nú að harka þetta af mér og bylti mér til, svo að ég lá á bakinu. — Það var talsverð skíma í herberginu, því aö tjöldin fyrir glugganum voru þunn, og það var götuljós rétt fyrir utan. Herbergis- dýrnar blöstu við beint á móti fótagafli rúmsins, og ósjálfrátt fór ég að stara á hvítmáluðu hurðina, sem sást mjög greini- lega. — Smám saman færðist höfgi yfiv mig, það fór að draga úr mér mátt, likt og ég væri að sofna. En ég sofnaði ekki. Ég á vanda fyrir að fá martröð í svefni. Það er mjög óhugnan’egt ástand, eins og liggi maður undir einhverju heljarfargi — og á meðan þjáist maður af öllum kvöl- um dauðaangistar .... En það, sem nú kom yfir mig, var engin venjuleg martröð: Ég lá að vísu með svipaðri tilfinningu og gat mig hvergi hrært. En ég var g’aðvakandi og var mér þess fyllilega meðvitandi, að ég starði óaflátanlega á Irvita herbergis- hurðina, blátt áfram vegna þess. að ég gat hvorki hreyft höfuðið til né lokað augun- um. Mér fannst ég liggja svona í óra tíma — ef til vill var það þó ekki nema örfáar sekúndur — bangað til ég þóttist sjá ein- hvern grænfölvan glampa fara að leika um hurðina. Þessi glampi eins og skauzt upp og niður um stund, og að lokum stöðv- aðist hann ofarlega á hurðinni. Og nú fannst mér blóðið bókstaflega frjósa í æð- um mínum, því að í þessum glamna sá ég myndast og verða skvrari og skýrari tvö uppglennt. óeðlilega gljáandi mannsaugu, sem mér virtist stara á mig í hrollkenndri angist. — Það var eins og þau æptu til mín um hjálp .... Ég gerði mitt ýtrasta til þess að komast fram úr rúminu, standa unp — flýia. En það var eins og líkami minn tilhevrði mér ekki lengur. Hann lá aftur á bak í rúminu hrevfingariaus eins og dauður hlutur! Ég revndi af öllum mætti að æna — hrópa á hjáip — en ekkert hljóð kom fram yfir varir minar. Augun — þessi voðalegu augu — hé'du áfram að stara og stara og hrevfðust ekki .... Nú — það var orðið meira en augun — andlit — heil mynd — kvenmaður í nátt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.