Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 16
16 T í M I N N Mogens .... Mogens — já — Kristensen. Ég skrifaði nafnið. — Sjómaður? sagði ég, um leið og ég skrifaði það — og frá Kaupmannahöfn? — Já, frá Kaupmannahöfn, hvíslaði hann tónlaust, en kallaði svo samstundis skrækróma: Nei, nei! Vitleysa! Frá Vord- ingborg — skrifið — frá Vordingborg Ég skrifaði það, en mér duldist ekki, að af einhverjum ástæðum laug maðurinn bæði til nafns og heimilisfangs. Gestgjaf- anum hefir víst dottið það sama í hug, því að ég sá, að hann var mjög alvarlegur á svip og hristi höfuðið. Gesturinn lagðist með höfuðið á hendur sínar fram á borðið. Hann virtist vera al- veg yfirkominn. Gestgjafinn benti mér að standa upp og vék mér ofurlítið afsíðis. — Þessi náungi — það er eitthvað skrítið við hann, er ég hræddur um, hvíslaði hann. Hvað segið þér? Ættum við að kalla á lög- regluna? Mér varð litið á mannræfilinn við borðið, og ég fann einhverja óskiljanlega samiið með honum. — Ég held, að hann sé veikur, sagði ég hikandi — ef til vill ættum við að kalla á lækni. — Hann er fullur, sagði gestgjafinn á- kveðið — mjög fullur — þarf að sofa lengi. Nú, kannske við bíðum og sjáum, hvernig hann verður, þegar hann raknar úr rotinu. — En hann ætti ekki að vera hérna á al- mannafæri. Gætuð þér ekki farið með hann upp og lofað honum að vera í herberginu yðar, þangað til ég er búinn að láta taka til í öðru herbergi handa honum? Það skal ekki standa lengi á því. Ég samþykkti þessa uppástungu. Og sameiginlega reistum við gestinn upp. Hann var nú svo máttfarinn, að honum veittist erfitt að standa á fótunum. Við leiddum hann upp á loft, og eftir örstutta stund yfirgaf ég hann, þar sem hann lá með lokuð augu eins og í dvala á legu- bekknum í herbergi mínu. IV. Það var byrjað að rökkva, þegar ég kom ' til gistihússins aftur. Ég hafði gengið mik- ið um borgina, skoðað fallegt listasafn, sem þar var, þjóðminjasafn o_g gömlu, fögru dómkirkjuna og fleiri staði. Ég var því orð- inn þreyttur og fór rakleitt upp í herbergi mitt. Þar ætlaði ég að hvíla mig og sofa, þangað til tími væri til kominn að fara niður til kvöldverðar. Ég fleygði mér á legubekkinn en varð þar ekki vært, svo megnan áfengisóþef hafði gestur minn frá því um morguninn skilið eftir. Ég stóð á fætur aftur og brosti með sjá’fum mér — líklega yrði þetta síð- asta endurminningin, sem hann skildi eft- ir hjá mér. En í næsta vetfangi var ég búinn að gleyma honum —■ og öllu öðru, þvi að þarna 1 horninu við þvottaborðið stóð hún — stúlkan, sem ég hafði mætt á St. Annæ- Plads — ekki hin óhugnanlega mynd, sem hafði birzt mér tvisvar áður í þessu húsi, heldur hún sjálf, eins og ég hafði séð hana þá um kvöldið, og hún horfði á mig með sama blíðlega, dreymna svipnum í augun- um eins og hún hafði gert þá — einmitt þegar hún var að staðhæfa, að hún ætlaði að hitta mig aftur. Það var aðeins brot úr sekúndu, sem ég horfðist þarna í augu við hana, og svo var hún horfin. Ég settist á rúmstokkinn og mér var hálfónotalega innanbrj ósts. Ég' fór að spyrja sjálfan mig alvarlega, hvort ég væri að verða vitskerfur. En svo allt í einu og hálfósjálfrátt fór ég að gera að gamni mínu í huganum. — Þetta var líklega hús- draugur, eða — ef maður heldur vildi — hóteldraugur þarna á staðnum. Og það var í rauninni ekki ónýtt að hafa komizt í persónuleg kynni við einn slíkan. Ég hall- aði mér aftur á bak í rúmið og fór að hugsa um, hvernig ég ætti að segja söguna, svo að hún yrði nú dálítið mergjuð, þegar ég kæmi næst í hóp landa í Höfn — hvernig ég skyldi lýsa því fyrir þeim, að þessi draugur hefði elt mig á röndum og gletzt til við mig meðal annars með því að sýna sig í gervi stúlku, sem ég hafði mætt af hendingu á götu í Kaupmannahöfn nokkru áður. Mér fór sjálfum að þykja reglulega gaman að þessari sögu, sem ég ætlaði að segja, og var alltaf að skreyta hana meira og meira í huganum. Nú fannst ekki leng- ur hjá mér nokkur vottur af hræðslu. Ég held meira að segja, að ég hafi legið þarna og brosað að hugleiðingum mínum, og ég tók ekkert eftir, að það dimmdi nú óðum í herberginu. Þá varð mér allt í einu litið á dyrnar og sá þar sama grænfölva glampann, sem ég hafði séð um nóttina. Ég skal ekki neita, að ég fékk hjartslátt, og það sem var verra: Ég fann, að magnleysið var að færast yfir mig eins og um nóttina. Ég hleypti í mig illsku, bölvaði hressilega og stökk á fætur. Ég ætlaði ekki að verða mér til skammar í annað sinn þarna i gistihúsinu. En ég varð sannarlega að taka á öllu, sem ég átti til, að æpa ekki — orga af skelfingu, því að þarna á hurðinni sást nú greinilega mynd- in — úfna, dökka hárið yfir föla enninu — og augun — þessi óeðlilega gljáandi, stálgráu augu, sem störðu á mig í ósegj- anlegum angistarhrolli — og munnurinn hálfopinn, bláar varirnar og tungubrodd- urinn, sem sást koma út á milli tannanna ... Ég hefði undir eins stokkið út, ef mynd- in hefði ekki einmitt staðið fyrir hurðinni. Á næsta augnabliki var allt horfið. En í sömu andránni var hurðinni hrund- ið upp af afli og inn þeyttist hann, gest- urinn, sem komið hafði um morguninn, maðurinn, sem hafði látið mig skrifa nafn- ið Mogens Kristensen frá Vordingborg í gestabókina. — Hann virtist vera alveg örvita og utan við sig. Hann kastaði sér í legubekkinn og sat þar með hendurnar fyrir andlitinu, reri fram og aftur og kveinaði. — Ég flýtti mér að kveikja ljós. Draughræðslan — eða hvað það nú var, sem áður hafði gagntekið mig, —' hvarf alveg við þessa aumkunarverðu sjón. — Stillið yður, Kristensen, sagði ég með eins mikilli festu og mér var unnt að leggja í röddina eins og á stóð. — O-o-o-o — kveinaði hann, án þess að taka hendurnar frá andlitinu. Ég hellti vatni í glas, sem stóð á borð- inu, og kom með það til hans, greip um hendur hans og neyddi hann til að lita upp. — Svona, stillið þér yður, maður! sagði ég skipandi. — Svona, drekkið þér þetta! Ég bar glasið upp að vörum hans. Hann slokaði vatnið víst alveg ósjálfrátt — helmingurinn rann aftur út úr munn- vikjum hans og niður um hann allan. Hann veitti því enga eftirtekt. En hann greip í mig með báðum höndum eins og drukkn- andi maður, þrýsti andlitinu upp að mér og brast í grát. Hann grét hátt og hjálpar- vana eins og barn, sem hefir meitt sig, tók andköf og snökti og skalf næstum því eins og í krampa. — Þetta er dálaglegt, hugsaði ég með mér, bæði hræddur og gramur. —> Mann- fjandinn hefir fengið deliríum. Ég reyndi að losa mig, ætlaði að kalla gestgjafann til hjálpar, en þess var eng- inn kostur. Maðurinn virtist hafa gripið í föt mín með sannkölluðum dauðatökum. Ég átti einskis úrkosta annars en að setj- ast hjá honum á legubekkinn. Ég hagræddi höfði hans, lét það hvíla upp við mig og lagði handlegginn yfir axlir hans. Þetta virtist róa hann. Ég fann að skjálftinn minnkaði, og gráturinn varð hægari, bráð- lega hætti hann að gráta upphátt. — Svona, svona — tautaði ég og klapp- aði honum róandi, — alveg eins og ég hafði verið vanur að gera við pratalega hesta og ótamin tryppi heima. — Svona, svona ... V. Eftir langa stund lyfti hann höfðinu, rétti sig hægt upp í sætinu, þurrkaði sér í framan og leit svo til mín með ofurlitlu, aumkunarverðu þakklætisbrosi. Þetta bros fannst mér næstum því átakanlegra en' grátur hans áður. — Þakka yður fyrir — kærar þakkir! tautaði hann fyrir munni sér. Méí stórlétti. Hann var þá ekki orðinn vitskertur. — Yður líður betur nú? sagði ég. Viljið { þér ekki fara inn í yðar eigið herbergi og leggja yður? Ég skal fylgja yður þangað. Það fór hrollur um hann. — Nei, lofið mér að vera hérna, bað hann * í hálfum hljóðum. — Ég get ekki verið einn... ekki einn... það er... er þetta, sem ég ... þegar ég er einn ... O—o—o ... Augun ... Ég stirðnaði upp, svo bilt varð mér — gat það verið, að hann hefði séð sömu sýnir og ég, og að þær verkuðu svona á hann? — Hvaða augu? spurði ég lágt. — Augun ... í henni! svaraði hann, og það brá fyrir ofurlítilli óþolinmæði í rómn- um — eins og ég væri að spyrja um eitt- hvað, sem ég ætti að vita. Ég lét hann leggjast út af á legubekkinn og sagði honum, að ég ætlaði að fara nið- ur og láta sækja lækni. — Nei, nei, verið þér hjá mér! sagði hann í bænarróm og greip um hönd mína til þess að halda mér föstúm. Ég sá minn kost vænstan að setjast aftur og lofa hon- um að halda í hönd mína, sem hann vildi ekki sleppa. Hann lá um stund með lokuð augu, og mér virtist hann vera að sofna. En svo fór hann að rugga sér fram og aftur og kveina lágt, eins og hann væri viðþols- laus. — O—o—o — augun, augun, kveinaði hann. — Reynið nú að stilla yður, liggja kyrr og sofna, Mogens Kristensen, sagði ég eins sefandi og mér var unnt. Hann reis upp á olnbogann og leit spyrj- andi á mig. — Mogens? — Kristensen? tautaði hann í hálfum hljóðum. — Hvern eigið þér við? — Yður auðvitað! Ég reyndi að brosa. framan í hann. Mogens Kristensen, sjó- ♦ maður frá Vordinborg — á leið til Noregs. Það var það, sem þér sögðuð okkur 1 morgun. — Ég heiti það ekki! næstum því skrækti hann. — Hvers vegna var ég að ljúga? Það er þó allt til einskis ... Og til Noregs — þangað kemst ég aldrei, bætti hann við rólegri og stundi. Ég þagði og beið átekta, og eftir litla stund sagði hann í sorglegum og ógnarlega þreytulegum róm: — Ég ætla að segja yður það allt ... Allt! — Heyrið þér — ég má til að segja yður það! «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.